Leita í fréttum mbl.is

Eru orð til alls fyrst?

 

Hver má segja hvað?

Hvað var stelpukjáninn eiginlega að hugsa? Datt henni í hug að tískutippið Perez Hilton hafi verið að fara fram á einlægt og heiðarlegt svar við þessari spurningu um hjónabönd samkynhneigðra? Ekki aldeilis, hann vildi bara fá eitt svar, rétt svar, rétthugsað svar. Þegar hún leyfði sér að lýsa eigin skoðun stóð ekki á viðbrögðunum. Nær samstundis loguðu allar bloggsíður og ekki bara hjá hommum og lesbíum heldur líka vefsíður allra sem kenna sig við "liberalisma" í Bandaríkjunum. Hafi einhver haldið að "liberalismi" tengdist á einhvern hátt frjálslyndi, þá er það misskilningur eins og aðförin að Ungfrú Kaliforníu sýnir. Um tíma stóð til að svipta hana titlinum og lögðust menn í lúsaleit til að sverta persónu hennar. Umræðan var farin að hafa skaðleg áhrif á Miss USA keppnina og tók eigandinn af skarið, lýsti því yfir að ekkert ósiðlegt hafi komið fram sem meinað stúlkunni að halda titlinum. Basta. En aðförin að fegurðardrottningunni minnir óneitanlega á vinnubrögðin sem beitt var þegar önnur fegurðardrottning steig fram á sviðið án blessunar skoðana-elítunnar og þar á ég við Söru Palin.

En það eru ekki bara stelpur sem striplast á baðfötum sem skripla á rétttrúnaðarteppinu. Í Noregi virðist sem úthlutunarnefnd málfrelsisverðlaunasjóðs stofnunarinnar "Fritt Ord" hafi lent á LSD-trippi, því í ár varð heimspekingurinn og rithöfundurinn Nina Karen Monsen útnefnd verðlaunahafi ársins. Nina Karen, sem fékk verðlaunin fyrir að halda því fram að "hjónabönd samkynhneigðra væru siðlaus og réttur barna sem alast upp hjá þeim sé fyrir borð borin", er nú úthrópuð og þess er krafist að hún skili verðlaununum. Hinir "frjálslyndu" vinstrimenn fara þar fremstir í flokki. Þeir hafa eignað sér málfrelsið og sjá engin rök fyrir því að veita Ninu Karen verðlaun sem fyrir 30 árum voru veitt Kim Friel fyrir að halda hinu gagnstæða fram. En svona slær pendull samfélagsumræðunnar.   

Við erum að verða nokkuð vön því að "frjálslynt" málfrelsi sé einstefnugata. Hér má sjá á bloggsíðum kröfur um að þeir sem ekki aðhyllast hinn pólitíska rétttrúnað séu útilokaðir frá því að koma skoðunum sínum á framfæri. Björn Bjarnason hefur vakið máls á þessu, Tryggvi Þór Herbertsson hefur fjallað um sérkennileg viðbrögð athugasemdabloggara á eyjunni.is undir yfirskriftinni "Menningarbyltingin" og við höfum séð hvernig allt sem frá Davíð Oddsyni kemur er dæmt dautt og ómerkt af þessum "frjálslyndu" ritskoðunarpostulum.

Kannski hefur þessi ritskoðunarárátta, mál- og skoðanakúgun hvergi náð þvílíkri lægð í vestrænu ríki og hún gerir nú þegar breska ríkisstjórnin lagði fram lista yfir 29 menn og konur sem meinað er að stíga fæti á breska grund. Látum vera að einstaklingar sem uppvísir hafa orðið að ofbeldisverkum séu bannfærðir og jafnvel þeir sem þekktir eru að því að bera ofbeldisáróður inn í frjóan jarðveg. Má þar nefna þá sem hvetja til hryðjuverka eða árása á einstaklinga eða þjóðfélagshópa inn í samfélög þar sem slíkum tilmælum yrði hrint í framkvæmd. En hvernig réttlætir stjórnin bann á komu kristinna trúboða með þann tilgang einan að bera út fagnaðarerindið í landi þar sem kristin trú er hædd og spottuð án þess að nokkur beri varnir við, jafnvel ekki biskup landsins? Og hvernig réttlætir stjórnin bann við heimsókn þriðja vinsælasta "shock jockey" Bandaríkjanna? Ef milljónir manna í BNA bera engan skaða af tilvist þessa atvinnukjaftasks, því skyldu Bretar, þessir lífsreyndu afkomendu heimsveldisins sem sólin settist aldrei á, fara af hjörunum við að hlusta á hann? Jafnvel borgarstjóri Lundúnarborgar er gapandi hlessa yfir þessu klúðri.

En svo eru það þeir sem halda því farm að Gordon Brown hafi bara "done the Icelander", þ.e. þetta sé bara ný útgáfa af setningu hryðjuverkalaganna til að draga athyglina frá fjármálasukki ráðherranna, sem senda ríkinu reikning í hvert skipti sem þeir busta í sér tennurnar, skipta um vatn í sundlauginni eða skaffa viðhaldinu næturgistingu. Og við sem héldum að Bretar væru svo liberal.

Nú vitum við hvað orðið "liberal" merkir og frjálslyndi kemur hvergi fyrir í skýringartextanum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurgeir Orri Sigurgeirsson

Það er skondið að fylgjast með þessum frjálslyndu mönnum reyna að þröngva heiminum í far eigin bjánalegu skoðana. Svo er líka annað jafnvel enn sorglegra: Þeir reyna að þagga niður í andstæðingum sínum með því að hunsa þá. 

Ertu ekki komin á Facebook Ragnhildur?

Sigurgeir Orri Sigurgeirsson, 14.5.2009 kl. 21:49

2 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Jú, Sigurgeir Orri, ég flutti inn á Facebook fyrir u.þ.b. tveimur árum, en hef ekki sinnt því mikið. Fésið er ekki minni tímaþjófur en bloggið. Kíki þó inn annað slagið til að fylgjast með vinum og tek þátt í einu og einu Quizzi.

Andríki er með frábæra færslu í dag um þessa skoðanakúgun sem er að reyna að hafa af okkur málfrelsið. Og Ann Coulter er með super færslu í dag á Townhall um aðförina að Miss CA.

Fólk heldur kannski að það sé í lagi að þagga niður í fegurðardrottningum, það skipti ekki máli hvað þær hjali, en ofurviðbrögðin sem svar Miss CA vakti er merki um að eitthvað mikilvægt hafi verið sagt. Eitthvað sem þarf að þagga áður en aðrir taka undir það.

Málfrelsið er sumum mikil ógn.

Ragnhildur Kolka, 14.5.2009 kl. 22:28

3 Smámynd: Baldur Hermannsson

Briljant færsla!  Skoðanakúgun hefur aldrei verið harðari á Vesturlöndum en einmitt nú. Vinstri fasistarnir fara hamförum gegn hverjum og einum sem vogar sér að hafa aðra skoðun en þeir sjálfir á heiminum. Ef þetta hyski hefði lifað nokkrum öldum fyrr þá hefði það dregið Galileo á bálköstinn.

Baldur Hermannsson, 15.5.2009 kl. 17:16

4 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Bíddu bara Baldur. Við gætum lent á bálkestinum fyrr en varir. Þú fyrr en ég með allan þenn skæruhernað sem þú stundar.

Ragnhildur Kolka, 15.5.2009 kl. 18:22

5 Smámynd: Baldur Hermannsson

Láttu mig þekkja það. Ég tala af reynslu - sem ekki er fyrir allra augu. Maður þarf að læra að sigla milli skers og bára en í þeirri siglingatækni er viss uppgjöf falin.

Baldur Hermannsson, 15.5.2009 kl. 18:34

6 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Við biðjum þá bara um fleiri sprek.

Ragnhildur Kolka, 15.5.2009 kl. 19:09

7 Smámynd: Baldur Hermannsson

Aha, svo skal böl bæta að bíða annað verra - var það ekki þannig?

Baldur Hermannsson, 15.5.2009 kl. 19:25

8 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Hvaða, hvaða. Við tökum Borgarvirkisbræður okkur til fyrirmyndar.

Ragnhildur Kolka, 15.5.2009 kl. 20:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ragnhildur Kolka
Ragnhildur Kolka
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband