9.5.2009 | 13:04
Fullveldi: frelsi eða ófrelsi
Hart er nú sótt að efnahagslegu sjálfstæði og fullveldi Ísland. Ekki má á milli sjá hvorir ganga harðar fram, íslenskir eða evrópskir stórríkiskratar. Hin "hlutlausa" fréttastofa þjóðarinannar, RÚV, spilar aðra fiðlu og dregur ekki af sér. En áður en gengið er lengra ættu menn að íhuga löngu kunn sannindi; að vald sem eitt sinn hefur verið látið af hendi er ekki svo auðveldlega aftur til baka tekið .
Í Lissabonsáttmála Evrópusambandsins, sem nú er af krafti troðið ofan í kok á Írum og okkur er boðið að þakka fyrir að fá að aðlagast, býr stórveldisdraumur. Draumur um Bandaríki Evrópu. En hugsuðirnir á bak við drauminn eru aðeins kaupmenn og iðnhöldar sem fengið hafa frið til að byggja upp efnahagsveldi í skjóli stórveldis sem skýlt hefur þeim frá harmi heimsins. Tekið að sér að verja þá gegn ágangi herveldisins í austri. Sextíu ára friður í Evrópu hefur tælt þessar búðarlokur til að trúa því að frið megi kaupa með glitvefnaði og perlum. En það var í gamla daga þegar þessi ríki bjuggu yfir ofurherjum sem beitt var gegn hálfnöktum íbúum frumstæðra landa. Nú standa þeir andspænis jafnokum sem búa yfir auðlindum sem Evrópu skortir. Evrópa býr ekki yfir þeirri orku sem iðnaður og fólksfjöldi gerir kröfu til. Orkukreppa síðustu ára hefði átt að kenna þeim að enginn er vinur í leik og Björninn í austri rekur ekki neina góðgerðarstofnun. Evrópa er ekki fær um að verjast yfirgangi Rússa, hvorki efnahagslega eða hernaðarlega. Margra áratuga makræði hefur jafnframt lokað augum Evrópubúa fyrir hættunni sem stafar af öfgafullum íslömskum innflytjendum. Það situr óvinurinn mitt á meðal þeirra og þeirri ógn er illt að þurfa að verjast. Gagnvart innflytjenda vandamálunum hefur Evrópa valið sama kost og þeir völdu gagnvart Rússum, þ.e. að loka augunum. Saman tekið merkir þetta að Evrópa er ófær um að verjast ef á hana er ráðist. Evrópa hefur valið að verða stórveldi án hins "harða valds". Er það mögulegt?
Leið ESB er alltaf sú að fara í kringum hlutina. Samningaleiðin er þá vopnið, stundum með sýndina eina að markmiði, þ.e. að gera sig breiða, láta líta svo út að ESB hafi slagkraft. Það á t.d. við um samningaviðræður ESB við Írana um kjarnorkuáætlun þeirra sem stóðu árum saman án nokkurs árangurs. Jú, stríði var afstýrt, í bili að minnsta kosti, en ESB stóð á nærklæðunum einum eftir.
Gagnvart Íslandi munu samningar ESB ganga út á raunverulega efnahagslega hagsmuni, þ.e. efnahagslega hagsmuni ESB. Fiskimið okkar freista risaflota Spánverja og Bretar slá ekki hendinni á móti sporðum úr sjó. Orku okkar lítur ESB líka girndarauga. Orkuna sem við nú búum yfir, en ekki síður þá orku sem við getum hugsanlega gert tilkall til í framtíðinni. Lissabonsáttmálinn sem á að liggja til grundvallar stórríkinu og við erum nú leidd að eins og lömb, mun sjá til þess að auðlindir sambandsins verða sameiginlegar. Að þessu var ýjað síðastliðinn vetur þegar deila Rússa og Úkraínumanna stóð sem hæst. Einhvers konar "þjóðnýting" olíulinda Breta kom þá til tals. Umræðan fór ekki vel ofan í Breta, en blessunarlega leystist deila R&U og ESB slapp frá þjóðnýtingarumræðunni áður en hún náði að breiðast út. ESB mun kappkosta að halda henni á lágu nótunum þar til Írar hafa "gefið" sitt JÁ.
Á Íslandi fer aðildarumræðan aðallega fram á nótum efnahagslegs sjálfstæðis þjóðarinnar. Full ástæða er til að alda því á lofti. En í umræðunni hér er gjarnan blásið á allar varnir hvað varðar fullveldi landsins. Því er borið við að við séum nú þegar búin að afsala okkur svo miklu af fullveldinu til ýmissa alþjóðlegra stofnana og í gegnum EES samninginn að það taki því varla að tala um Ísland sem fullvalda ríki. Hvílík smán og undirlægjuháttur ræður slíkri röksemdafærslu. Frjáls og fullvalda þjóð tekur ákvarðanir á eigin forsendum. Þótt hluti þessa fullveldis hafi verið framseldur í trú á það að við sem FULLVALDA þjóð getum lagt eitthvað af mörkum öðrum til góðs, merkir það ekki að við getum ekki tekið það framsal til baka standi góðverkið ekki undir væntingum. Framsal fullveldis okkar til ýmissa stofnana Sameinuðu þjóðanna ætti að falla undir slíkt endurmat, fyrr en seinna.
Afsal fullveldis er að öllu jöfnu byggt á tilteknu samkomulagi og á því sífellt að vera til endurskoðunar. Þessa daga fer öflug umræða um fullveldið fram í Bandaríkjunum. En BNA voru stofnum með samkomulagi ríkja um ákveðin málefni og um þau málefni var stjórnarskrá þeirra sett. Nú þykir mörgum sem fullveldi einstakra ríkja sé ógnað af alríkinu. Alríkið hafi seilst inn á valdsvið þessara ríkja, lagt á þau kvaðir og fjárútlát sem stjórnarskráin heimilar ekki. Á grundvelli 10. viðauka stjórnarskrárinnar sem kveður á um að "vald sem ekki hefur verið lagt til sameinaðra ríkja (US) með stjórnarskrá eða bannað af henni, sé á hendi einstakra ríkja eða fólksins", hafa yfir 20 ríkisþing nú samþykkt fullveldisyfirlýsingar sem þau munu senda til Obama forseta og þingsins í Washington DC, með kröfu um að þingið í Washington haldi sig við þann ramma sem stjórnarskrá BNA heimilar því.
Eitt ríki hefur ýjað að brotthvarfi úr ríkjasambandinu taki Washington ekki við sér, þótt ekki sé líklegt að látið verði sverfa til stáls og Los Angeles-borg hótar að halda eftir innheimtum alríkissköttum ef alríkið stendur ekki við skuldbindingar sínar gagnvart borginni. Þótt þessi óánægjualda sé ekki nýtilkomin þá hafði forsíða Newsweek þann 16. febrúar 2009 "We are all socialists now" og hinn hrikalegu fjárlög sem ríkisstjórn Baracks Obama hefur lagt fram, hraðað afgreiðslu þessara mála í gegnum ríkisþingin. Hver endalok málsins verða er ekki gott að segja en þingmenn í DC eru fulltrúar hver síns ríkis og því ólíklegt að þeir hunsi yfirlýsingar sem frá ríkjunum koma.
Þessi viðauki við stjórnarskrá BNA er tilkominn vegna þessa að menn óttuðust að samþjappað vald gæti orðið alvald. Ríkin áskildu sér rétt til að ráða yfir málum eigin þegna. Nú gæti reynt á þessar fullveldisyfirlýsingar, því Kalifornía stendur frammi fyrir hótunum frá alríkinu að fá ekki sinn hlut af "bailout" fénu ef ríkið dregur ekki til baka ákvörðun þingsins um að lækka laun starfsmanna sinna. Launalækkunin er hluti af efnahagsaðgerðum Kaliforníuríkis sem þing og ríkisstjóri komu sér saman um. Launamál eru klárlega á hendi hvers ríkis fyrir sig, en í þessu tilviki eru starfsmenn félagsmenn í verkalýðsfélagi sem teygir sig um öll Bandaríkin. Flókin staða, sem hæglega gæti komið upp hér á landi ef t.d. sveitarfélög gengju í berhögg við stéttarfélög eins og ASÍ og Kennarasambandið. Og enn mundi málið flækjast ef þessi stéttarfélög sameinuðust stéttarfélögum Í ESB. Í slíkri stöðu væri ekki lengur um neitt fullveldi í eigin málum að ræða.
Hinar gríðarlegu upphæðir sem liggja í "bailout" peningunum er í raun það sem allt snýst um. Kvaðirnar sem lagðar eru á fólkið í landinu. Þessir peningar jafngilda í raun ESB styrkjunum sem hafa þann tilgang að kaupa undirgefni þegnanna og draga mátt úr frumkvæði þeirra og dug.
Hér á Íslandi leita stjórnvöld nú leiða til að afnema höft á framsali fullveldisins. Helst þannig að hægt sé að afhenda fullveldið fyrirhafnarlaust og án aðkomu þjóðarinnar. Hratt og örugglega. Í því fólst aðförin að stjórnarskrá lýðveldisins nú í vor. Sjálfstæðismenn stóðu í vegi og voru úthrópaðir sem landráðamenn. Sjálf stjórnarskráin var lýst úrelt, handónýt og gagnslaust plagg. Það er hins vegar hlutverk stjórnarskrárinnar að vernda land og lýð fyrir tækifærismennsku og lýðskrumi eins og því sem hér var haldið að þjóðinni. En hér hefur lýðskrum verið hafið til virðingar og þeir sem það stunda eru tilbúnir að traðka á þessu yfirlætislausa varnartóli almennings. Fá jafnvel almenning til að taka þátt í darraðadansinum með sér.
Stjórnarskrá okkar er 65 ára gömul og sem slík barn í samanburði við aldna frænku sína, hina 222 ára stjórnarskrá BNA. En þegnar Íslands eiga að geta treyst því að stjórnarskráin sé ekki leiksoppur pólitísks valds heldur trygging fyrir réttindum þegnanna gagnvart ríkisvaldinu. Í Bandaríkjunum er virðing borin fyrir stjórnarskránni og því leita bandaríkjamenn til hennar þegar þeir telja ríkisvaldið brjóta á sér.
Óskandi væri að Íslendingar öðluðust viðlíka skilning á hlutverki stjórnarskrár lýðveldisins Íslands.
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Janúar 2021
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Desember 2014
- Júlí 2014
- Desember 2012
- Maí 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
Bloggvinir
-
baldher
-
gattin
-
tilveran-i-esb
-
gun
-
gustaf
-
haddi9001
-
heimssyn
-
aglow
-
jonvalurjensson
-
ksh
-
altice
-
skrafarinn
-
sigurgeirorri
-
blauturdropi
-
postdoc
-
olijoe
-
hugsun
-
iceberg
-
annabjorghjartardottir
-
borgfirska-birnan
-
eeelle
-
gessi
-
elnino
-
muggi69
-
gustafskulason
-
bassinn
-
krist
-
samstada-thjodar
-
fullveldi
-
valdimarjohannesson
-
thjodarheidur
Bækur
Valið er mitt
Á, við og undir náttborðinu
-
: The Tyranny of Guilt; An Essay on Western Masochism (ISBN: 978-0-691-14376-7)
Góð greining á vandamálum Vesturlanda
-
: Þjóðmál_sumar 2010
Skyldulesning ársins
-
: Vísnafýsn (ISBN: 978-9979-2-2115-9)
Léttleiki í fyrirrúmi með djúpum undirtón
-
: Margherita Dolce Vita (ISBN: 1-933372-20-6)
Ádeila á neysluhyggju sögð með of mörgum orðum.
-
: Stolen without a Gun; confessions from inside history´s biggest accounting fraud (ISBN: 978-0-9797558-0-4)
Kennsla í aðferðafræði. -
: The Curious Incident of the Dog in the Night-Time (ISBN: 0 099 47043 8)
Sérstök bók; fyndin og döpur í senn.
-
: 79 af stöðinni (ISBN: 978-9979-53-523-2)
Sunnlenska bókakaffið blífur
-
: The Big Sort (ISBN: 978-0-618-68935-4)
Pólarísering í velmegunar samfélagi.
-
: Slander (ISBN: 1-4000-4952-0)
Fróðleg og fyndin
-
: Fjölmiðlar 2007 (ISBN: 978-9979-651-36-9)
Góð upprifjun
-
: The Nanny State (ISBN: 978-0-7679-2432-0)
Forsjárhyggja framar öllu
-
: Shakespeare (ISBN: 13-978-0-00-719790-3)
Það sem við vitum ekki um skáldið frá Stratford. Í senn fyndin og fróðleg.
-
: Shoot the Puppy (ISBN: 978-0-141-02706-7)
Útlistun á orðræðu viðskipta-og fjármálageirans, þar sem stríðsleikir samtímans fara fram.
-
: Lost in Translation (ISBN: 978-1-84317-272-7)
Góð í ferðalagið
-
: Surrender Is Not an Option (ISBN: 978-1-4165-5284-0)
Segir allt sem segja þarf um erindisleysu okkar í Öryggisráð SÞ
-
: House of Meetings (ISBN: 978-0-676-97787-5)
Bók sem vert er að eyða tíma í að lesa.
Athugasemdir
Þakka þér kærlega fyrir þessa fínu grein Ragnhildur.
Þetta eru orð í tíma töluð. Það væru mistök árþúsundsins ef Ísland gengi í ESB og þýddi mjög sennilega endalok sigurgöngu íslenska lýðveldisins. Því mikið hefur áunnist frá 1944. Ísland yrði að Suður Ítalíu norðursins í ESB
Mikið af velgengni Bandaríkjanna er stjórnarskrá þeirra að þakka. Ekki ríkisstjórnum þeira.
Kveðjur
Gunnar Rögnvaldsson, 9.5.2009 kl. 14:49
Þakka þér fyrir innlitið, Gunnar og þakka þér sömuleiðis fyrir skrif þín um innviði ESB. Við værum sýnu ófróðari um það sem þar gerist án þinnar aðstoðar. mbk
Ragnhildur Kolka, 9.5.2009 kl. 15:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.