Leita í fréttum mbl.is

Aftur til framtíðar eða fram til fortíðar

Svínapestin

Jú, hysterían sem keyrð hefur verið í fjölmiðlum heimsins vegna svínaflensufaraldursins, sem nú grasserar, er svo sannanlega smitandi. Og Svínka litla hefur fulla ástæðu til að óttast þennan grímuklædda náunga í tvennum skilningi. Hysterían gæti kallað á að tilskipun um allsherjar niðurskurð á svínastofnum væri gefin út eins og nýlega gerðist í Egyptalandi og þá væri Svínka komin með himneska vængi. En Svínka þarf ekki síður að vara sig á pestinni sem karlsvínið við hliðina á henni gæti borið í hana.  

Reyndar er hann nú þegar búinn að smita litla skinnið. Staulinn skrapp til Mexico, náði sér í pestina og flutti hana heim til Kanada í nösunum þar sem hann snýtti henni beint framan í Svíknu án þess, svo mikið sem að biðjast afsökunar. 

Svínka varð dálítið domm, missti matarlyst og fékk hita, en er nú á batavegi. Hún fékk bara smá svínapest.

Hvað gerist ef nýr svínahirðir tekur til starfa í stíunni hennar Svínku? Það er stóra spurningin. Dettur hann niður dauður með það sama eða snýtir hann sér bara hressilega og heldur áfram að moka flórinn. Bandaríska smitvarnaeftirlitið mun fylgjast með því.

Hvort pestin tekur sér far á hringekju víxlverkana "maður-svín-maður" og magnast upp eða dofnar og deyr, þá getum við bókað að ný hystería mun taka við af þessar áður en við náum að segja ATCHJÚ, þvÍ við erum orðin  þrælar hysteríufíknarinnar.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Geir Ágústsson

Já og hvers vegna ekki?

Að minnsta kosti auðveldara að hræða pöbulinn með ógn gegn sinni eigin heilsu og lífi en einhverju fjarlægu tali um "global warming", fjármálakrísu og stríðinu í Írak. Hérna er hægt að setja grímur á almenning og hræða úr honum líftóruna með beinum hætti.

Geir Ágústsson, 4.5.2009 kl. 21:28

2 Smámynd: Ragnhildur Kolka

"Global warming" var ekki að virka lengur eftir að milljónir heimila í BNA voru langtímum saman án húshitunar vegna ísingar á rafmagnslínunum. Ný tilskipun hefur verið gefin út. Nú eru það "loftlagsbreytingarnar" sem við eigum að óttast mest (þ.e. fyrir utan svínaflensur "and what not").

Ef loftslagsbreytingar duga ekki til að hræða líftóruna úr okkur má alltaf bæta við "af mannavöldum".

Slíkt er samviskubit heimsins.

Ragnhildur Kolka, 4.5.2009 kl. 22:07

3 Smámynd: Hildur Helga Sigurðardóttir

Því miður var spænska veikin, sem geisaði m.a. hér á Íslandi 1918, engin "hysteríupest".   Móðuramma mín, Hildur Stefánsdóttir, og nýfædd dóttir hennar, þriðja barn, fengu hana og lágu fársjúkar frostaveturinn mikla.   Ef ekki hefði komið til góður læknir, sem leit til þeirra daglega, hefðu þær ekki lifað af -og móðir mín og seinni systkin aldrei fæðst.

Fæsta langar væntanlega að taka þátt í ímyndunarveiki.  En gleymum því samt ekki hvað sagan er stutt -eða þannig.

Hildur Helga Sigurðardóttir, 7.5.2009 kl. 01:58

4 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Spænska veikin vara engin "hysteríupest". Einhvers staðar á bilinu 20-50 milljónir manna létust úr þeirri illu flensu, sem framreiknað miðað við mannfjöldaaukningu gæti losað 350 milljónir í dag. En aðstæður voru aðrar en í dag; hermenn pakkaðir í skotgrafir og húsakostur lélegur auk almennrar fátæktar. Við verðum líka að vona að læknisfræðinni hafi fleytt e-ð fram síðan 1920.

En við lifum á tímum hysteríufíknar. Fuglaflensan kallaði fram eitt slíkt ofurkvíðakast þótt WHO segi aðeins 257 manns hafi látist úr þeirri flensu. Þar á undan SARS óðagotið sem lagði 774 í valinn og kúariðan; dauðsföll af völdum hennar ku vera 150.

Í BNA látast 30.000 manns árlega úr hversdagsflensunni sem lítur líka inn til okkar og það þarf ekki annað en líta á  dánartilkynningar dagblaðanna á útmánuðum til að sjá tollinn sem hún tekur hér. Einhvernvegin virðist sú flensa vekja litla athygli.

Því kalla ég þetta fár sem nú hefur geisað hysteríu, því umræðan er keyrð áfram af fjölmiðlum sem þurfa á viðstöðulausri innspýtingu að halda.

Kannski maður ætti frekar að kalla þetta fréttafár.

Afi minn fékk sína eldskírn í læknisfræði í Spænsku veikinni. Geri ekki ráð fyrir að það hafi verið hann sem leit til ömmu þinnar, en get tekið undir með þér að það hefði verið skaði skeður ef genin hefðu lagt upp laupana hjá Hildi Stefánsdóttur.

Ragnhildur Kolka, 7.5.2009 kl. 17:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ragnhildur Kolka
Ragnhildur Kolka
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband