21.2.2009 | 23:09
Mannréttindi út af borðinu
Öðruvísi mér áður brá. RÚV var í kvöld með frétt af ferð Hillary Clinton til Kína. Þar kom fram að mannréttindi yrðu ekki ofarlega á dagskrá á fundum með ráðamönnum þar. Áherslan yrði á efnahagsmál og mannréttindi mættu ekki trufla þær umræður. Enfremur greindi fréttastofan frá því að "talsmenn" mannréttindasamtaka hafa lýst yfir undrun og hneykslun á afstöðu Clinton".
Þetta var fremur hógvær nálgun bæði hjá RÚV og Amnesty, sem hafa farið á flipp síðustu ár þegar sendimenn Bandaríkjastjórnar hafa ekki farið í einu og öllu eftir vilja þeirra og visku. Reyndar segir talsmaður Amnesty að þau þar séu í áfalli en lengra nær það ekki.
Frétt kemur í kjölfar fréttar um að stjórn Barack Obama ætli ekki að breyta réttarstöðu fanga í Bagram fangelsinu í Afganistan. Þeir munu ekki leyfa réttarhöld yfir þeim eins og farið hefur verið fram á. Fréttin fór í loftið eins og hver önnur sumarblíðufrétt, engin gífuryrði, engar mótmælaöldur boðaðar um allan heim, með viðeigandi Bush brennum. Messias Obama er enn á stalli.
Hvað það verður lengi er óvíst, því skríbentar á Huffpost eru farnir að ókyrrast. Þar eru menn farnir að sjá munstur sem þeim líkar ekki. Yfirlýsing um lokun Guantanamo mun ekki friða þá lengi því enn veit enginn hvert á að flytja fangana sem enginn vill taka við. Hvað þá heldur þá sem föðurland þeirra þráir að sameina við ættjörðina (í orðsins fyllstu merkingu). Ofan á þetta bætist að Obma beitir nú sérstökum rétti ríkisins til að hindra málsókn á hendur Boeing Co. vegna fangaflutninga milli landa. Það skyldi þó ekki vera að hafaríið um millinafn Obama hafi allt verið á miskilningi byggt, það skyldi þó ekki vera að hann heiti eftir allt Barack Bushein Obama.
Það verður fróðlegt að fylgjast með hvernig Huffpo, RÚV og Amnesty höndla það að Hinn Smurði standi kannski ekki alveg undir væntingum. Hillary er búin að fatta það.
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Janúar 2021
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Desember 2014
- Júlí 2014
- Desember 2012
- Maí 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
Bloggvinir
- baldher
- gattin
- tilveran-i-esb
- gun
- gustaf
- haddi9001
- heimssyn
- aglow
- jonvalurjensson
- ksh
- altice
- skrafarinn
- sigurgeirorri
- blauturdropi
- postdoc
- olijoe
- hugsun
- iceberg
- annabjorghjartardottir
- borgfirska-birnan
- eeelle
- gessi
- elnino
- muggi69
- gustafskulason
- bassinn
- krist
- samstada-thjodar
- fullveldi
- valdimarjohannesson
- thjodarheidur
Bækur
Valið er mitt
Á, við og undir náttborðinu
-
: The Tyranny of Guilt; An Essay on Western Masochism (ISBN: 978-0-691-14376-7)
Góð greining á vandamálum Vesturlanda
-
: Þjóðmál_sumar 2010
Skyldulesning ársins
-
: Vísnafýsn (ISBN: 978-9979-2-2115-9)
Léttleiki í fyrirrúmi með djúpum undirtón
-
: Margherita Dolce Vita (ISBN: 1-933372-20-6)
Ádeila á neysluhyggju sögð með of mörgum orðum.
-
: Stolen without a Gun; confessions from inside history´s biggest accounting fraud (ISBN: 978-0-9797558-0-4)
Kennsla í aðferðafræði. -
: The Curious Incident of the Dog in the Night-Time (ISBN: 0 099 47043 8)
Sérstök bók; fyndin og döpur í senn.
-
: 79 af stöðinni (ISBN: 978-9979-53-523-2)
Sunnlenska bókakaffið blífur
-
: The Big Sort (ISBN: 978-0-618-68935-4)
Pólarísering í velmegunar samfélagi.
-
: Slander (ISBN: 1-4000-4952-0)
Fróðleg og fyndin
-
: Fjölmiðlar 2007 (ISBN: 978-9979-651-36-9)
Góð upprifjun
-
: The Nanny State (ISBN: 978-0-7679-2432-0)
Forsjárhyggja framar öllu
-
: Shakespeare (ISBN: 13-978-0-00-719790-3)
Það sem við vitum ekki um skáldið frá Stratford. Í senn fyndin og fróðleg.
-
: Shoot the Puppy (ISBN: 978-0-141-02706-7)
Útlistun á orðræðu viðskipta-og fjármálageirans, þar sem stríðsleikir samtímans fara fram.
-
: Lost in Translation (ISBN: 978-1-84317-272-7)
Góð í ferðalagið
-
: Surrender Is Not an Option (ISBN: 978-1-4165-5284-0)
Segir allt sem segja þarf um erindisleysu okkar í Öryggisráð SÞ
-
: House of Meetings (ISBN: 978-0-676-97787-5)
Bók sem vert er að eyða tíma í að lesa.
Athugasemdir
Það skyldi þó aldrei fara svo að Mrs. Clinton komi til með að standa með pálmann í höndunum?
Þráinn Jökull Elísson, 24.2.2009 kl. 12:21
Barack Obama er slóttugur refur. Frú Clinton taldi sig ganga nokkuð tryggilega frá stöðu sinni þegar hún ákvað að taka við utanríkisráðuneytinu. Þetta var, jú talið nokkuð góður biti. En staðan veitir engin stjórnskipuleg réttindi; hún er að öllu leyti undir forsetanum komið. Og Obama hefur nú sýnt Hillary hvaða hlutverk hann ætlar henni að hafa.
Sem fyrrum keppinautur um forsetaembættið er Hillary ekki beinlínis í innsta hring forsetans. Þar er hinsvegar Samantha Powers og James Jones sem bæði hafa stór hlutverk í Þjóðaröryggisráðinu, svo og Susan Rice sem fékk sendiherrastöðuna hjá SÞ. Öll tengdust framboði Obama og öll hafa skrifstofur í Hvítahúsinu.
Þegar við bætist að Richard Holbrooke hefur verið skipaður sérlegur sendimaður stjórnarinnar til Afganistan og Pakistan. Georg Mitchell gegnir sama hlutverki í deilu Araba og Ísraela og varaforsetinn hefur gefið í skyn að stefnan í utanríkismálum verði á hans könnu.
Það eru þá ekki orðin ýkja mörg málin sem berast inn á borð hjá Frú Clinton í komandi framtíð. Það hefur ekki verið auðvelt fyrir hana að fara með betlistaf til Kína, því hún hafði talað digurbarkalega um afstöðu sína til Kína í kosningabaráttunni.
Fyrir þetta sagði hún sig frá öldungadeildarsæti.
Ragnhildur Kolka, 24.2.2009 kl. 18:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.