Leita í fréttum mbl.is

Tími til kominn

Fjórfalt húrra fyrir Sigurði Kára og Helga Áss sem standa nú vaktina á meðan ríkisstjórnin sefur - eða kannski hún sé bara föst í rósrauðum vökudraumi um ESB og vilji ekki styggja vini sína í Brussel.

Það er fráleitt að láta kærufrest í þessu mikilvæga máli líða og samþykkja þannig þá smánarmeðferð sem Gordon Brown og hundingi hans Darling buðu okkur uppá. Það er frumskylda hvers manns að bera hönd fyrir höfuð sér og á sama hátt má segja að það sé frumskylda stjórnvalda að verja þjóð sína þegar á hana er ráðist. Komandi kynslóðir munu ekki þakka fyrir þá arfleifð sem þessi ríkisstjórn er að senda þeim. Við erum ekki hryðjuverkamenn og eigum ekki að taka við þeim stimpli.

Hafi allir flutningsmenn þessarar tillögu mínar bestu þakkir og megið þið koma þessu máli farsællega í höfn. Heiður þjóðar er að veði.


mbl.is Mál verði höfðað gegn Bretum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ragnhildur Kolka
Ragnhildur Kolka
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband