16.11.2008 | 14:56
Sekt eða sakleysi, dugur eða dugleysi
Þessa dagana er hart veist að sjálfstæðismönnum og látið eins og þær umbætur sem átt hafa sér stað á síðustu 17 árum hafi allar verið í óþökk þjóðarinnar. Menn hrópa "Spillinguna burt" eða "Lýðræðið til fólksins" eins og flokkar séu eitthvað annað en fólkið sem kaus þá; spilling sé eitthvað sem sumir séu ataðir í á meðan aðrir séu hreinir sem hvítvoðungar. Í þessu sem mörgu öðru vill gleymast að lífið er ekki slagorð. Við erum öll þátttakendur og hver á sinn hátt, hversu lítill sem hann er, ber ábyrgð.
Öll íslenska þjóðin hefur notið góðs af setu Sjálfstæðisflokksins í ríkisstjórn. Fólk sló ekki hendinni á móti bættum efnahag (þótt hann væri byggður á fé fólks í öðrum löndum). Endalaus lán voru tekin og almenningur flykktist til útlanda, tvær, þrjár eða fleiri ferðir á ári. Verslunarferðir íslendinga voru fréttamatur beggja vegna Atlantsála. Enginn spurði hvaðan peningarnir komu.
Það voru ekki bara "bankamenn og útrásarfurstar" sem bárust á. Venjulegir launþegar og ekki síður ríkisstarfsmenn nutu ávaxtanna. Lúxusjeppar urðu stöðutákn: bílastæði stofnana eins og Landspítalasjúkrahúss hefur um nokkurra ára skeið verið þéttsetið jeppum og þó líta heilbrigðisstarfsmenn ekki á sig sem ofurlaunamenn. Umferðarvandamál hafa verið martröð borgaryfirvalda.
Íslendingar urðu of fínir til að vinna "skítverk". Fólk var flutt inn frá fátækum löndum til að sjá um grunnþjónustu: þrif, umönnun barna, gamalmenna og sjúkra. Og fiskvinnslu lét enginn bendla sig við. Íslendingar vildu vinna hvítflibbastörf.
Nú er komið að skuldadögum og við þurfum nú að greiða fyrir óhófið sem við tókum þátt í. Það þýðir ekkert að láta eins og það sé allt öðrum að kenna. Það þýðir heldur ekki að hlaupa í skjól ESB-pilsfaldsins, hann er sjálfur allur að trosna. Ellin verður ESB að falli. Nú um helgina voru fréttir af verkföllum í Frakklandi vegna ákvarðana um hækkun eftirlaunaaldurs. Hækkun eftirlaunaaldurs er að eiga sér stað um alla Evrópu. Ekki vegna þess að menn séu svo vinnusamir heldur vegna þess að eftirlaunasjóðirnir standa ekki undir greiðslunum. Kreppan flýtir fyrir þessu. Kreppan eykur líka við atvinnuleysið og er það þó ærið fyrir. Það er ekki af góðmennsku sem ESB breiðir út faðm sinn fyrir okkur. Við erum ungviðið í norðri sem er tilbúið að láta auðlindir sínar af hendi í þessa botnlausu hít ESB gegn því einu að fá að njóta verndar mömmu. Við fengum smjörþefinn af samningatækni ESB nú í tengslum við IMF lánið. Eru virkilega einhverjir enn svo bláeygir að halda að það sé manngæska sem ræður atlotum ESB.
Við erum ung þjóð og við getum tekist á við þau áföll sem við stöndum frammi fyrir núna. Látum ESB og IMF, og hvað þær nú allar heita þessar stofnanir sem fólk lítur á sem bjarghringi, lönd og leið. Við stöndum ekki í sömu sporum og þegar kreppan reið yfir 1929. Nú búum við yfir góðri menntun á fjölmörgum sviðum og grundvöllur þjóðarbúsins stendur styrkum fótum. Hér ríkir ekkert þurrabúðar ástand. Erum við ekki öfundsverð af því? Ef eignir Landsbankans og Icesave samningurinn losar okkur undan skuldabyrðinni þá eigum við alla möguleika á að hrista þetta af okkur á stuttum tíma. Vinna okkur út úr vandanum.
Sýnum hvað í okkur býr.
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Janúar 2021
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Desember 2014
- Júlí 2014
- Desember 2012
- Maí 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
Bloggvinir
- baldher
- gattin
- tilveran-i-esb
- gun
- gustaf
- haddi9001
- heimssyn
- aglow
- jonvalurjensson
- ksh
- altice
- skrafarinn
- sigurgeirorri
- blauturdropi
- postdoc
- olijoe
- hugsun
- iceberg
- annabjorghjartardottir
- borgfirska-birnan
- eeelle
- gessi
- elnino
- muggi69
- gustafskulason
- bassinn
- krist
- samstada-thjodar
- fullveldi
- valdimarjohannesson
- thjodarheidur
Bækur
Valið er mitt
Á, við og undir náttborðinu
-
: The Tyranny of Guilt; An Essay on Western Masochism (ISBN: 978-0-691-14376-7)
Góð greining á vandamálum Vesturlanda
-
: Þjóðmál_sumar 2010
Skyldulesning ársins
-
: Vísnafýsn (ISBN: 978-9979-2-2115-9)
Léttleiki í fyrirrúmi með djúpum undirtón
-
: Margherita Dolce Vita (ISBN: 1-933372-20-6)
Ádeila á neysluhyggju sögð með of mörgum orðum.
-
: Stolen without a Gun; confessions from inside history´s biggest accounting fraud (ISBN: 978-0-9797558-0-4)
Kennsla í aðferðafræði. -
: The Curious Incident of the Dog in the Night-Time (ISBN: 0 099 47043 8)
Sérstök bók; fyndin og döpur í senn.
-
: 79 af stöðinni (ISBN: 978-9979-53-523-2)
Sunnlenska bókakaffið blífur
-
: The Big Sort (ISBN: 978-0-618-68935-4)
Pólarísering í velmegunar samfélagi.
-
: Slander (ISBN: 1-4000-4952-0)
Fróðleg og fyndin
-
: Fjölmiðlar 2007 (ISBN: 978-9979-651-36-9)
Góð upprifjun
-
: The Nanny State (ISBN: 978-0-7679-2432-0)
Forsjárhyggja framar öllu
-
: Shakespeare (ISBN: 13-978-0-00-719790-3)
Það sem við vitum ekki um skáldið frá Stratford. Í senn fyndin og fróðleg.
-
: Shoot the Puppy (ISBN: 978-0-141-02706-7)
Útlistun á orðræðu viðskipta-og fjármálageirans, þar sem stríðsleikir samtímans fara fram.
-
: Lost in Translation (ISBN: 978-1-84317-272-7)
Góð í ferðalagið
-
: Surrender Is Not an Option (ISBN: 978-1-4165-5284-0)
Segir allt sem segja þarf um erindisleysu okkar í Öryggisráð SÞ
-
: House of Meetings (ISBN: 978-0-676-97787-5)
Bók sem vert er að eyða tíma í að lesa.
Athugasemdir
Takk fyrir góðan pistil Ragnhildur.
Þetta er víst allt dagsatt, og augljóst mál núna þegar allir eru orðnir allsberir.
Núna þarf að setja upp nýja meðferðarstöð, fyrir banka- fjármálamenn í afneitun.
Kveðjur
Gunnar Rögnvaldsson, 16.11.2008 kl. 21:30
Þakka kveðjuna Gunnar.
Heilsuverndarstöðin er víst laus um þessar mundir. Hún gæti hentað ágætlega sem meðferðarstöð.
Ragnhildur Kolka, 17.11.2008 kl. 00:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.