Leita í fréttum mbl.is

Guð láti gott á vita

Þessi endemis della sem heltekið hefur hvern utanríkisráðherrann á fætur öðrum (DO undanskilinn) er liður í útrásarmaníunni sem nú hefur komið þjóðinni á kné. Það er hin stjórnmálalega útrás fólks sem lét peningaglýjuna blinda sig og hætti að skynja veruleikann í kringum sig.

Ég hef alla tíð haldið því fram að við ættum að taka að okkur verkefni sem skila sýnilegum árangri. Verkefni sem við ráðum við. Við kunnum að lesa og getum kennt það öðrum. Við kunnum að veiða fisk og getum flutt þá þekkingu út. Við búum að þekkingu á sviði heilsuverndar og hollustuhátta og getum fært hana vanþróuðum þjóðum. Og við höfum aflað okkur reynslu á virkjun fallvatna og jarðhita og getum liðsinnt öðrum í þeim efnum. Allt þetta getum við gert án mikils kostnaðar.

Við höfum hins vegar ekki bolmagn til að breyta stöðu sjávar á Kyrrahafseyjum eða fjármagn til að standa að sjálfstæðum ákvörðunum vegna setu í Öryggisráðinu. Þar hefðum við alltaf orðið að vera taglhnýtingar einhvers annars.

Útflutningur á silkihúfum eru ekki eitthvað sem 300.000 manna þjóð á að stunda. Ef þessi kreppa kennir okkur að meta það sem við eigum og það sem við getum þá er hún kannski ekki alvond.


mbl.is Ísland náði ekki kjöri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Heyr heyr Ragnhildur

Nú er það "the real economy" sem gildir. Magn magn og magn, tonn tonn og tonn og gigavött. Byggja, bæta og stækka undirstöðurnar. Búa til járnbentan klettinn! Jarðskjálftatryggja hagkerfið.

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 17.10.2008 kl. 17:57

2 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Já, Gunnar, það sem skort hefur í íslensku samfélagi undanfarin ár er jarðsamband. Það bætir ekkert böl að heimta blóð útrásarvíkinganna. Við vorum öll meðvirk.

Ég hef samt lengi haft illan bifur á Sameinuðu þjóðunum og reynt að vara við áhrifum þeirra. Þótt eitthvað fari af stað með góðum ásetningi er ekki þar með sagt að sá ásetningur geti ekki lent á hliðarspori. Spilling innan SÞ er nú komin á slíkt stig að hún verður ekki upprætt nema með illu.

Drauminn um setu Íslands í öryggisráðinu má helst líkja við höfuðhögg. Eða hvernig útskýrir maður það þegar fólk slítur í sundur veruleika frá draumsýn.

Ragnhildur Kolka, 17.10.2008 kl. 18:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ragnhildur Kolka
Ragnhildur Kolka
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband