Leita í fréttum mbl.is

Sjálfsvörn - hvað er nú það?

þingmeirihluti !

Eitt af þeim málum sem styr hefur staðið um á Bandaríkjaþingi er hvort tryggja eigi lagavernd þeim sem tilkynna um grunsamlegt hegðun eða orðaskipti, sem þeir verða vitni að og koma boðum um til yfirvalda. Þetta ákvæði hefur verið sett inn í eitt af frumvörpunum sem fyrir þinginu liggja.

Tilefnið er svokallað "fljúgandi ímama" málið, þ.s. fólk sem bókað átti flug frá Minneapolis til Phenix horfði upp á kostulegt athæfi og samræður nokkurra imama sem bókað áttu far með sama flugi. Áhöfn og farþegar gerðu öryggisvörðum viðvart og voru ímamarnir kyrrsettir, en síðan sendir á áfangastað með öðru flugi.

Eftir að fjaðrafokinu lauk höfðuðu ímamarnir mál á hendur flugfélaginu og þeim farþegum "John Doe (óþekktir)" sem gert höfðu viðvart. Ákæran á hendur ógreindum farþegum var síðan dregin til baka, vegna umræðunnar sem fram fór í kjölfar kærunna. Þessi kæra vekur þó upp spurningar um réttarstöðu uppljóstrara.

Til að tryggja að fólk gæti sent frá sér viðvarandir telji það lífi sínu eða annarra ógnað var þetta John Doe ákvæði hengt á frumvarp sem til umfjöllunar var í þinginu. Það náði ekki 60 atkvæða meirihlutanum sem kveðið er á um til að taka mál til efnislegrar umfjöllunar. Málið var stutt af öllum þingmönnum repúblikana og nokkrum demókrötum ( þ.m.t. Hillary Clinton, en Barak Obama sat hjá). Þetta er sama tæknibrellan sem lamað hefur þingið í mörg ár. Undan þessu ákvæði kvarta nú demókrata sáran, en beita því óspart til að stöðva öll mál sem repúblikanar setja fram. Ekki ósvipuð staða og kom aftur og aftur upp á síðasta þingi hér heima.

Það er alltaf slæmt þegar óvild og illur hugur ræður ferðinni til að hindra aðra í að skora það mark, sem þú vildir sjálfur skora.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ragnhildur Kolka
Ragnhildur Kolka
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband