15.7.2014 | 13:23
Sögur af vinstrimönnum og villum þeirra: þriðji hluti
... og enn heldur sagan áfram:
En þessi vinstri blinda á það sem miður fer í hinum íslamska heimi er ekki bundin við Ísland. Vinstri menn um allan hinn vestræna heim, sem lifa í þeirri blekkingu að þeir séu frjálslyndir, hafa skilgreint sína eigin menningu sem óvininn. Mottóið er: Allt er betra en okkar menning. Ef þeir þurfa að loka augunum fyrir voðaverkum eða slá af í baráttunni fyrir jafnrétti kynsystra, þá það. Við sjáum enga mótmælafundi, hvorki hér né annars staðar, þegar uppvíst er um einhverja óhugnanlegustu trúarathöfn múslímskra samfélaga, kynfæralimlestingar stúlkubarna. Þó er talið að um 80-120 milljónir múslimskra kvenna hafi undirgegnist þessar pyntingar. Og þetta er ekki bara að gerast í svörtustu Afríku. Þúsindir kvenna um alla Evrópu eru limlestar og talið er að í Bretlandi búi um 66.000 konur við þessi örkuml. Nú fyrst, eftir að bann við þessum óhugnanlega verknaði hefur verið í gildi í tæpa þrjá áratugi í Bretlandi, er fyrsta málshöfðunin á hendur gerendum að koma fyrir dómstóla þar. Ekki fingri hefur verið lift af hálfu boðbera réttlætisins til varnar þessum konum, sem aldrei eiga eftir að njóta kynlífs og aldrei munu ala barn án óbærilegra þjáninga, þ.e. ef þeim blæðir ekki út áður. Þessi undarlega þögn verður þó skiljanleg í ljósi þess að drottning valkyrjanna, rithöfundurinn og kvennfrelsishetjan Germaine Greer hefur lýst því yfir að umskurður kvenna sé hluti af hinum marglita vef menningarbundinnar sjálfsmyndar og hafi merking þessara orða á einhvern hátt verið misskilin þá bætir hún um betur og segir fegrunaraðgerðir eins eru limlestingar annarra. Slíkur er undirlægjuháttur vestrænna femínista gagnvart íslamskri kvenfyrirlitningu.
Germaine Greer hefur þegið boð að halda hátíðarræðu um áhugamál sín við Brandeis háskóla í Massachusetts fylki í Bandaríkjunum. Þessi virta menntastofnun hefur nýlega verið í fréttum fyrir að afturkalla boð um heiðursnafnbót og hátíðarræðu til handa baráttukonunni Ayaan Hirsi Ali. Afturköllunin kom í kjölfar mótmæla frá samtökum múslima sem kallast CAIR (Council on American-Islamic Relations) og eiga rót að rekja til Múslimska Bræðralagsins. Nú vill svo til að Hirsi Ali býr yfir öllu því sem fjölmenningarmafían með femínista innanborðs gefur sig út fyrir að berjast fyrir. Hún er kona, hún er svört, hún er trúleysingi, hún er innflytjandi og hún er umskorin. Hvað vilja menn hafa meira? En þá bregður svo við að hinir herskáu frjálslyndu femínistar hafa ekki sagt múkk. Engar fjöldagöngur vegna þessarar háðuglegu framkomu hins virta háskóla gagnvart þessari hugrökku baráttukonu. Engar mótmælasetur. Engin kröfuspjöld. Og hvernig skyldi standa á því? Berum það saman við mótmælin og upphrópanirnar þegar allt varð vitlaust vegna gítarplokkaranna í Moskvu. Þeir völdu að vanhelga athöfn í rétttúnaðarkirkjunni með gjörningi sínum; særa með því trúarvitund fólks.
Utanríkisráðherra Íslands kom mótmælum til Putins forseta (eflaust í nafni íslensku þjóðarinnar) og trúðurinn Jón Gnarr framdi gjörning. Hirsi Ali hefur sagt sig frá trú sinni og fyrir það og baráttuna gegn viðurstyggilegum misþyrmingum á konum í nafni íslamtrúar kallað yfir sig dauðadóm (fatwa). Samstarfsmaður hennar, kvikmyndagerðarmaðurinn Theo Van Gogh, var tekinn af lífi á viðbjóðslegan hátt, fyrir augliti fjölda fólks á götu í höfuðborg Hollands, fyrir að styðja hana í baráttunni. Viðbrögð vinstrielítunnar voru að draga kvikmynd Van Gogh, Submission[1], út úr kvikmyndahátíða hringekjunni svo engin merki sitji eftir. Og vinstri menn, sem vegna einhverrar undarlegrar krumpu á sálinni kalla sig frjálslynda baráttumenn fyrir réttlæti, þegja þunnu hljóði. Hirsi Ali á engan stuðning meðal þeirra frjálslyndu. Henni til varnar kemur enginn Össur, Ögmundur eða Gnarr. Engin Sóley og engin Halla. Þau hafa lýst yfir bandalagi með óvinum hennar með þögn sinni. Óvininum sem vill hana feiga af því að hún hefur hafnað trú hans.
[1] Submission = undirgefni, er bein þýðing orðsins islam á arabísku.
Mynd # 1 er tekin af : www.downeastblog.blogspot.com
Mynd # 2 er tekin af: www.heraldsun.com.au
Mynd # 3 er tekin af: www.legalbriefcase.org
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Janúar 2021
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Desember 2014
- Júlí 2014
- Desember 2012
- Maí 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
Bloggvinir
-
baldher
-
gattin
-
tilveran-i-esb
-
gun
-
gustaf
-
haddi9001
-
heimssyn
-
aglow
-
jonvalurjensson
-
ksh
-
altice
-
skrafarinn
-
sigurgeirorri
-
blauturdropi
-
postdoc
-
olijoe
-
hugsun
-
iceberg
-
annabjorghjartardottir
-
borgfirska-birnan
-
eeelle
-
gessi
-
elnino
-
muggi69
-
gustafskulason
-
bassinn
-
krist
-
samstada-thjodar
-
fullveldi
-
valdimarjohannesson
-
thjodarheidur
Bækur
Valið er mitt
Á, við og undir náttborðinu
-
: The Tyranny of Guilt; An Essay on Western Masochism (ISBN: 978-0-691-14376-7)
Góð greining á vandamálum Vesturlanda
-
: Þjóðmál_sumar 2010
Skyldulesning ársins
-
: Vísnafýsn (ISBN: 978-9979-2-2115-9)
Léttleiki í fyrirrúmi með djúpum undirtón
-
: Margherita Dolce Vita (ISBN: 1-933372-20-6)
Ádeila á neysluhyggju sögð með of mörgum orðum.
-
: Stolen without a Gun; confessions from inside history´s biggest accounting fraud (ISBN: 978-0-9797558-0-4)
Kennsla í aðferðafræði. -
: The Curious Incident of the Dog in the Night-Time (ISBN: 0 099 47043 8)
Sérstök bók; fyndin og döpur í senn.
-
: 79 af stöðinni (ISBN: 978-9979-53-523-2)
Sunnlenska bókakaffið blífur
-
: The Big Sort (ISBN: 978-0-618-68935-4)
Pólarísering í velmegunar samfélagi.
-
: Slander (ISBN: 1-4000-4952-0)
Fróðleg og fyndin
-
: Fjölmiðlar 2007 (ISBN: 978-9979-651-36-9)
Góð upprifjun
-
: The Nanny State (ISBN: 978-0-7679-2432-0)
Forsjárhyggja framar öllu
-
: Shakespeare (ISBN: 13-978-0-00-719790-3)
Það sem við vitum ekki um skáldið frá Stratford. Í senn fyndin og fróðleg.
-
: Shoot the Puppy (ISBN: 978-0-141-02706-7)
Útlistun á orðræðu viðskipta-og fjármálageirans, þar sem stríðsleikir samtímans fara fram.
-
: Lost in Translation (ISBN: 978-1-84317-272-7)
Góð í ferðalagið
-
: Surrender Is Not an Option (ISBN: 978-1-4165-5284-0)
Segir allt sem segja þarf um erindisleysu okkar í Öryggisráð SÞ
-
: House of Meetings (ISBN: 978-0-676-97787-5)
Bók sem vert er að eyða tíma í að lesa.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.