Leita í fréttum mbl.is

Sögur af vinstrimönnum og villum ţeirra:annar hluti

..og sagan heldur áfra:

Erfitt er ađ trúa ađ svo skynugur mađur sem Ögmundur er trúi ţví fymbulfambi sem hann bar ţarna á borđ, en svo vill til ađ Brynjar hefur meira til síns knappa máls en fram kom í ţessum ţćtti. Viđ skulum skođa ţetta ađeins nánar og byrja á máli sem rétt var tćpt á í ţćttinum, ţ.e. mótmćli og óeirđir hér og í Evrópu áriđ 2012 til varnar hljómsveitarmeđlimum Pussy Riot, sem handteknar voru eftir gjörning í dómkirkju rétttrúnađarkirkjunnar í Moskvu. Stúlkurnar fengu 2-3 ára dóma fyrir helgispjöll, sátu inni í 18 mánuđi, en hafa nú veriđ náđađar. Á ţessum tíma sat herská vinstristjórn hér viđ völd, bćđi í borg og ríki. Borgarstjóri Reykjavíkur og ráđherrar í ríkisstjórn Íslands tóku ţátt í fordćmingu dómanna yfir ţeim. Hins vegar hafa engir mótmćlafundir veriđ haldnir og engir ráđherrar hafa tjáđ sig vegna aftaka múslimskra kvenna sem grafnar eru lifandi, grýttar eđa hengdar fyrir ţá sök eina ađ hafa „gerst“ fórnarlömb Halla Gnauđgana. Sama ţögn ríkir í búđum femínista, öfgafyllsta arms Vinstri-grćnna, sem af einbeittum vilja hafa leitt ţessi dómsmorđ hjá sér. Halla Gunnarsdóttir, framákona í femínistahreyfingunni og ađstođarkona Ögmundar í ráđherratíđ hans, vann meistararitgerđ sína um viđhorf íranskra kvenna til frelsis og jafnréttis. Ritgerđina gaf hún út í bókarformi og ber hún heitiđ Slćđusviptingar; raddir íranskra kvenna[1]. Er ţessi bók sérkennileg réttlćting á undirokun kvenna í múslimsku landi. Ađeins ţannig verđur niđurstađa Höllu, um ađ ađeins sé „stigsmunur en ekki eđlismunur á stöđu kvenna, til dćmis á Íslandi og í Íran“ (bls. 64-65), skilin. Ţessa niđurstöđu setur hún fram eftir ađ hafa tekiđ viđtöl viđ 13 íranskar konur sem flesta (10/13) voru giftar og jafnvel komnar međ uppkomin börn, ţegar klerkastjórnin komst til valda áriđ 1979. Flestar voru konurnar af milli- eđa yfirstétt sem er tiltölulega fámennur minnihluta hópur. Ţćr höfđu ţví notiđ mun meira frjálsrćđis en almennt gerđist í Íran eđa stendur írönskum konum til bođa nú. Flestar höfđu notiđ frelsis til ađ ferđast til útlanda og sumar sótt sér menntun til annarra landa. Eftir valdatöku klerkastjórnarinnar, segir Halla: „Konur úr ţeim hópi misstu stöđu sína í samfélaginu og í sumum tilvikum atvinnu sína. Lífsstíll ţeirra varđ allt í einu ólöglegur ...“ (bls.143) og á öđrum stađ segir Halla „Hafa ber í huga ađ ţessar konur búa í landi ţar sem skođankúgun ríkir og ţćr hafa einfaldlega ekki frelsi til ađ tjá sig. Margar eru hrćddar viđ ađ tjá sig opinskátt“ (103). Í ljósi ţessa er niđurstađa Höllu ţví undarlegri. Ţađ er ekkert óeđlilegt viđ ađ ţessar konur séu einmitt óánćgđastar međ stöđu sína. Íslam hefur alltaf átt stóran ţátt í lifi írönsku ţjóđarinnar, en undir keisarastjórninni losnađi um ýmsar trúarlegar hömlur. Ţessar konur eru ţví eins og fuglar sem flogiđ hafa frjálsir en hafa nú veriđ fangađir í búri.

burka
 

Eftir valdatöku klerkastjórnarinnar var fjölskyldulöggjöf keisarans afnumin. Hún hafđi veitt konum margvísleg réttindi, en nú urđu ţćr aftur undirsettar karlaveldinu. Ţćr eru „eign“ feđra sinna og síđar eiginmanna og viđ skilnađ missa ţćr forrćđi yfir börnum sínum ţótt stöku sinnum geti ţćr afsalađ sér brúđarmundi í skiptum fyrir börnin. Fimmtíu vandarhögg eru refsing unglingsstúlku sem freistast til ađ stytta buxnaskálmar sínar. Ţađ kemur fram í bókinni ađ flest viđtölin voru tekin í viđurvist annarra og mörg ţeirra međ ađstođ karla. Ţađ er mikill ljóđur á annars áhugaverđri bók ađ höfundur skuli ekki geta hafiđ sig yfir  pólitískan rétttrúnađ sinn.  Niđurstađa bókarinnar, ađ ađeins sé stigsmunur á stöđu íranskra og íslenskra kvenna, er í hrópandi mótsögn viđ innihaldiđ og verđur enn meira áberandi ţegar litiđ er til ţessa knappa og sértćka úrtaks sem unniđ er međ. Ţađ má ţví öllum vera ljóst í hvađa átt pólitísk sýn Höllu hallast.

[1]   Halla Gunnarsdóttir, Slćđusviptingar: raddir íranskra kvenna, 2008, Salka, Reykjavík

Mynd #1 er af www.reasoningpolitics.worldpress.com

Mynd #2 er af www.mbl.is

                                                                        

                                                               .... framh.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Ragnhildur Kolka
Ragnhildur Kolka
Mars 2024
S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband