Leita í fréttum mbl.is

Bankarnir breytast ekkert

Það vakti nokkra athygli í vikunni þegar bankarnir kynntu afkomutölur fyrir fyrrihluta ársins. Ekki beinlínis hangið á horreiminni þar frekar en fyrri daginn. Litlir 40 milljarðar í kassann á meðan heimilin sem gengu að 110% afarkostunum horfa framan í 5% verðbólgu og hækkandi. Ekkert virðist hafa breyst í bankakerfinu annað en að nú eru allar skúffur troðfullar af peningum sem enginn hefur efni á að taka að láni. Kennitölur flakka sem aldrei fyrr. Laun bankamanna eru að nálgast það sem þau voru fyrir hrun og þokan sem umlykur allar starfsemina er þéttari en sú austfirska. Skilanefndir og skiptastjórnir eru svo kapítuli útaf fyrir sig. Til að kóróna blekkinguna var Bankasýslunni komið á fót svo fjármálaráðherra gæti stjórnað óáreittur af lagabókstafnum á bakvið tjöldin.

Bankarnir hirða fyrirtækin, afskrifa skuldir þeirra og etja þeim síðan í samkeppni við einkafyrirtækin sem skulda þessum sömu bönkum. Þannig eru þau knésett hvert af öðru með velvilja ríkisstjórnar sem hefur það eitt markmið að uppræta allt einkaframtak. Og þannig geta bankarnir hirt þau upp hvert af öðru og bætt í safnið. Þegar bankarnir eru svo neyddir til að draga úr fyrirtækjarekstri sínum fara samningaviðræður fram í myrkvuðum bakherbergjum en almenningur stendur frammi fyrir gerðum hlut.

Út í hinum stóra heimi sem skelfur nú eins og J-ello í skál ríkir 2007 hugsunarhátturinn enn óbreyttur. Ríkisstjórnir yggla sig og gretta en ekkert lát er á bónusunum og bruðlinu. Ekki einu sinni þegar koma þarf bönkunum til bjargar láta þeir svo lítið að breyta hegðun sinni.

Í þessu samhengi má skoða viðhorf íslenska "þjóðfélagsrýnisins" Bubba Morthens sem saknar gömlu góðu daganna í faðmi föllnu bankabullanna og notar hvert tækifæri til að bera blak af þessum skuggaverum sem kaupa nafn hans eins og hvert annað góss til að berja á öðrum. Hatur þeirra verður þá hatur hans. Andspænis þessu standa menn sem sjá hlutina í tærara ljósi. Matti á Daily Telegraph er einn þeirra. Í dag súmmerar hann NÝJA BANKAKERFIÐ upp. Bankaóráðsían lifir enn góðu lífi. Ekkert raskar ró bankamannanna, jafnvel ekki $2 milljarða stuldur úr hirslum UBS bankans.  Slík sálarró ætti að kalla fram grunsemdir hjá fjármálaeftirlitinu um að eitthvað enn verra eigi sér stað undir yfirborðinu, þ.e.a.s. ef til er eitthvað fjármálaeftirlit.   

Bankakerfið í reynd


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ragnhildur Kolka
Ragnhildur Kolka
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband