Leita í fréttum mbl.is

Er heyrnin að gefa sig?

Stutt frétt á Stöð 2 fékk mig til að trúa að heyrn mín væri að gefa sig, en samkvæmt fréttinni eru  Íslendingar nú komnir á kaf í hergagnaflutninga Bandaríkjahers til Afganistan. 

Herþotur

Eitt augnablik hélt ég að ýtt hefði verið á rangan takka og frétt frá 2003 óvart farið í loftið, þar sem skúrkarnir Halldór og Davíð léku illvirkjana. Nei, fréttin er splunkuný og nú var það hinn vammlausi innanríkisráðherra, Ögmundur Jónasson, sem brugðið hafði sér í gervi bandítsins m.þ.a. veita Atlanta flugfélaginu leyfi fyrir vopnaflutninga til Afganistan; útsett hina "friðelskandi" og vopnlausu íslensku þjóð fyrir grimmri hefnd Talibananna. Þetta er sami Ögmundur Jónasson sem haldið hefur brennheitar ræður um böl stríðs, meðal annars hjá Ungum Vinstri grænum þar sem kjörorðin voru "heilbrigða stefnu í utanríkismálum" og "að Ísland verði herlaust land og taki ekki þátt í stríðsaðgerðum af neinu tagi". Ögmundur sem sagði "að Halldór og Davíð (hafi gert) okkur samsek um Íraksstríðið". Ögmundur sem á síðasta ári lagði fram þingsályktunartillögu um rannsóknanefnd á aðdraganda ákvörðunar um stuðning Íslands við innrásina í Írak. Ögmundur sem sendi atvinnulausum á Reykjanesi langt nef þegar hann hafnaði að veita ECA rekstrarleyfi til viðhaldsþjónustu á hervélum með orðunum "Að mínu mati væri verið að fórna meiri hagsmunum fyrir minni með því að gefa þessu fyrirtæki leyfi og fyrir mitt leyti er þetta mál útaf borðinu".

Nú situr þessi Ögmundur í innanríkisráðuneytinu og stimplar skotleyfi  á Íslendinga fyrir Talibanana, svo notaðar séu hans eigin ályktanir. 

Mynd: www.mbl.is


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ragnhildur Kolka
Ragnhildur Kolka
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband