Leita í fréttum mbl.is

Ja, nú er það svart ma´r

Public Policy Polling (PPP) er eitt af virtari viðhorfskönnunarfyrirtækum í BNA. Skoraði #2 í Wall Street Journal 2008. PPP er að gera kannanir þessa dagana á afstöðu fólks til stjórnmálaflokka og einstakling m.t.t. kosninganna sem fram fara í november. Í dag köstuðu þeir bombu inn á sviðið. Fáir, líklega engir  hefðu trúað því fyrir ári sem þar kom fram um afstöðu Ohio-búa til forsetaembættisins.  Þar segja 50% kjósenda að þeir vildu freka sjá Georg W Bush í Hvítahúsinu á meðan aðeins 42% nefna Barach Obama sem sinn mann (by a 50-42 margin voters there say they'd rather have George W. Bush in the White House right now than Barack Obama).

Þetta er ótrúlegur viðsnúningur, þegar tekið er tillit til þessa að fyrir ári taldi drjúgur hluti bandarísku þjóðarinnar að BO gæti gengið á vatni, snúið heiminum um fingur sér og fengið múslíma til að eta úr lófa sínum. Afstaða óháðra kjósenda er 44-37 Bush í vil og jafnvel 11% demókrata mundu þiggja að fá Bush til baka á meðan aðeins 3% repúblikana mundu frekar vilja halda í Messías.

bush_obamaÞað virðist ekki blása byrlega fyrir demókrata þessa dagana. En þeir geta kannski sjálfum sér um kennt. Sigurvíman steig þeim til höfuðs og líkt og Besti flokkurinn ofmátu þeir umboð forsetans. Þeir keyrðu í gegn frumvörp sem voru andstæð þjóðarvitund fólksins og eru nú að uppskera samkvæmt því. Eins og málin standa í dag kærir enginn frambjóðandi til þings um liðsinni forsetans við kosningabaráttu sína.
Eftir eitt og hálft ár í embætti er svo komið að samflokksmenn Obama forðast hann eins og pláguna.
Man einhver eftir háðsglósunum í garð Bush þegar hann hélt sig frá kosningabaráttu sinna manna árið 2008.
Hver hlær núna? 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elle_

Nei, núverandi forseti er ekki voða vel liðinn í Bandaríkjunum núna, Ragnhildur.  Ætli það hafi ekki verið sama örvæntingin sem kom honum þangað og kom okkar núverandi stjórnleysingjum til VALDA??

Elle_, 8.9.2010 kl. 22:49

2 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Þakka þér innlitið Elle. Orðið örvænting átti ágætlega við ástandið hér, en ég tel að afstaða kjósenda Obama hafi frekar fallið undir blinda óskhyggju.

Ræðurnar hans voru fantavel skrifaðar og framsetningin hreif fólk með. En það kom fljótt fram að hann var ekki mjög staðfastur, var fljótur að snúa við blaðinu (flip-flop) og vílaði ekki fyrir sér að slá neðanmittis á þann hátt að andstæðingurinn gat ekki svarað fyrir sig án þess að vera vændur um kynþáttafordóma. Mér fannst hann "too good to be true" en dýrlingabaugar og englavængi vekja alltaf með mér dálítla tortryggni.

Ragnhildur Kolka, 8.9.2010 kl. 23:14

3 Smámynd: Elle_

Nei, hann er ekki nógu fastur fyrir, fannst hann að vísu of ungur til að geta verið forseti.  Og dýrlingabaugur var þar örugglega, góður punktur og datt það ekki í hug.  Það virkar aldrei nokkurn tíma nema fyrst, endist ekki. 

Elle_, 9.9.2010 kl. 23:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ragnhildur Kolka
Ragnhildur Kolka
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband