Leita í fréttum mbl.is

Hin klassíska spurning; Hvað er list?

Nái listamaður frægð í lifandi lífi, þreytast menn ekki á að spyrja hann sömu klassíku spurningarinnar; Hvað er list?

Kjarval svarað henni á sinn sérstaka hátt. Aðrir hafa tekið öðruvísi á spurningunni og svarað útfrá tilfinningalegri reynslu. Kjarval flíkaði ekki tilfinningum sínum en það er ekki þar með sagt að hann hafi verið að leyna spyrjandann vísvitandi djúpstæðri reynslu, því hver getur sagt að reynsla Kjarvals af mötuneyti kaupfélagsins á Reyðarfirði hafi ekki skilið eftir sig varanleg spor.

Rakst á útgáfu Munchs á Munch-safninu í Oslo 

List er ..

 

 

 

 

 

 

Innar á safninu rakst ég á annan snilling, sem taldi æðsta form listar Hinn snillingurinn Tragedíuna sprottna úr anda tónlistar, þ.e. hinnar dionýsísku tónlistar sem leiðir manninn að mörkum dauðans. Munch kynntist Nietzsche systkynunum í Berlín þar sem hann málaði þessa mynd af Friedrich (ég læt hjá líða að birta mynd af Elísabetu breddu, systur hans, enda best gleymd og grafin).

Sorg, angist og ástríða er efst í huga þessara tveggja manna. Líf annars var ein samhangandi tragedía, hinn misti móður sína í bernsku svo ekki er að undra að þjáning og angist hafi verið þeim ofarlega í huga.

En hefur einhverjum nýlega dottið í hug að spyrja íslenska listamenn hvað þeir telji til listar? Hver skyldi þeirra skýring vera á fyrirbrigðinu?  

Ætli þeir myndu ekki byrja á að barma sér yfir allt of lágum styrkjum og lélegum listamannalaunum og að starfskilyrði fyrir skapandi list séu ekki fyrir hendi á Íslandi í dag. Angist þeirra væri angist hinna auralausu.

En Munch var óumdeildur listamaður; upplifði sorg og angist en leið aldrei skort.

Hér er ein af myndum hans sem sýnir að lífið gat líka verið ljúft. Á viðgerðastofunni


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ragnhildur Kolka
Ragnhildur Kolka
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband