Leita í fréttum mbl.is

Frelsisflotanum snúið við

Meinsemd heimsins er samkvæmt friðelskandi Íslendingum, Ísrael. Kannski ekki að undra þar sem illa upplýst þjóð á í hlut. Íslenskir fréttamiðlar hafa ekki beinlínis verið áhugasamir um að upplýsa Íslendinga um gang heimsmála. Ekkert hefur t.d. gerst í Írak síðan Bush lét af embætti og lýðræðislegar kosningar þar teljast ekki til fréttaefnis. Helst að fjölmiðlar ranki við sér þegar Ísrael tekur til varnar gegn herskáum vígamönnum Íslam. Og þá til að greina frá voðaverkum Ísraelsmanna.

En það ríkir víðar vesöld en á Gaza. Fréttastofur hafa reyndar ekki heyrt af því, en orðrómur er á kreiki að Kúrdar í Tyrklandi séu ekki sérlega vel haldnir. Ísraelskir námsmenn hafa nú tekist á hendur að bæta úr vanda þessara frænda sinna og hyggjast senda frelsisflota með hjálpargögn til Tyrklands.

Ekki ætti að vera vandi að skjóta undir þá skipi, því endurvinnsla er jú, kjörorð dagsins og Friðarflotinn liggur ónýttur í höfn í Ísrael. Væri það ekki tilvalið að senda skemmtiskipið Mavi Marmaris aftur heim hlaðið nauðsynjavarningi fyrir bágstadda Kúrda. Það myndi fullkomna frækna för.

Mavi Marmari MAVI MARMARI 

Þar sem ekki skortir þátttakendur í þessa friðarför hefur einnig verið stungið upp á að senda mætti eitt af þessum kyrrsettu skipum til Kýpur. Þar ráða Tyrkir yfir herteknu svæði, sem fréttamiðlum virðist gleymt og grafið. Vinir mínir á Kýpur, þau Fanis, Despo, Andreas og Phadeas svo ekki sé minnst á Kyriakos,  myndu gleðjast ef umheimurinn tæki jafn skýra og afdráttarlausa afstöðu til hernámsins á Kýpur og hann gerir til Gaza.

En gætu friðelskandi Íslendinga tekið undir með þeim?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ragnhildur Kolka
Ragnhildur Kolka
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband