Leita í fréttum mbl.is

Samnefnarinn milli heimsmeistaramóts í fótbolta, Icesave og Ísrael

Þessa dagana er heimsbyggðin límd við sjónvarpsskjáinn; Heimsmeistarakeppnin í fótbolta er á. Allir vilja gera sig gildandi í umræðunni um leikinn í gær eða frammistöðu dómarans sem sá ekki augljóst brot andstæðingsins. Jafnvel ég hef brotið odd af oflæti mínu og lagst svo lágt að leggja nöfn nokkurra leikmanna á minnið en viðurkenni þó að listinn er ekki mjög langur. Gnýrinn í bakgrunni leikjanna gerir heldur ekki mikið til að laða mig að skjánum.

Sameinaðir stöndum vérEn það er fleira sem sameinar þjóðir og fólk þessa dagana. Má nefna Icesave sem sameinaði íslensku þjóðina svo eftirminnilega á sama tíma og Icesave sameinaði ESB og þjóðirnar sem standa að Alþjóðagjaldeyrissjóðnum gegn okkur. Það mál er enn ekki útkljáð og full ástæða til að Íslendingar standi vaktina í þeim efnum í það minnsta á meðan við sitjum uppi með þá svikulu ríkisstjórn sem vinnur ótrauð að því að koma okkur undir alræðisstjórnina sem er í burðarliðnum í Brussel. Enda hefur sértrúarsöfnuðurinn Samfylking sett Brusselvaldið á altari visku sinnar og Steingrímur Joð sem glataði Sovétvaldinu sínu höktir með til samlætis. Svo langt hefur fylgispekt StJ gegnið að hann hefur jafnvel lagt af rauða litinn og er nú eins grár (ef marka má sjónvarpsútsendingu frá alþingi í gærkvöldi) og ársreikningar ESB sem aldrei fást samþykktir.

En það er fleira sem sameinar þjóðir heims en fótbolti og Icesave. Hatur á Ísrael er eitt helsta sameiningartákn þjóða heims og þar tekur íslenska þjóðin, sem í hinu orðinu harmar hryðjuverkalögin sem á hana voru sett, fullan þátt. Munurinn á Ísraelum og Íslendingum er að Ísraelsmenn gera eitthvað í sínum málum. Þeim er hótað útrýmingu af nágrönnum sínum og þeir verja líf sitt og limi. Íslendingar (undir núverandi stjórn og öllum stjórnum sem Samfylkingin ætti aðild að) eru týpísk vesturlandaþjóð sem nöldrar um réttlæti en lætur að endingu allt yfir sig ganga. Líka Icesave, ef stjórnin finnur leið framhjá þjóðaratkvæðagreiðslunni.

Þrátt fyrir aðflutningsbann á Gaza eru Hamasliðar Alþjóðaíþróttiná fullu að vígbúast. Það gera þeir á kosnað íbúa svæðisins, sem er haldið í herkví vegna vígaláta Hamasliða. Þjóðir heims hafa meiri áhyggjur af því að einn vopnakaupmaður Hamas er myrtur í fjarlægu landi, en því að daglega rignir sprengjum yfir íbúa Ísrael. Hver verður næstur veit enginn. En nýjasta sportið á borði Sameinuðu þjóðanna er að sparka Ísrael á milli sín.

Hvað skyldi nú Ísrael hafa gert sem kallar á alla þessa óvild og hatur. Franski heimspekingurinn Pascal Bruckner telur að það liggi í þessari endalausu eftirspurn Vesturlandabúa eftir fórnarlömbum til að fóðra sektarkennd sína og sjálfsfyrirlitningu. Fyrst þarf að finna fórnarlambið síðan að bæta því misgjörðirnar og að endingu þarf illvirkinn/velgjörðarmaðurinn að leggjast flatur fyrir fórnarlambinu og láta traðka svolítið á sér svo hann finni til sársaukans. Múslimar og Þriðji heimurinn hafa nú tekið verkið að sér

Ísraelar sviku þennan samning. Þeir voru svo sannanlega fórnarlömb dáðlausra Evrópubúa sem héldu að þeir gætu slegið tvær flugur í einu höggi með að láta undan yfirgangi Hitlers. Losna við gyðinga, sem löngu hafa verið litnir hornauga í Evrópu, og uppskera frið fyrir ágangi Þriðja ríkisins. Af "góðvild" sinni og allt-um-vefjandi sektarkennd, útdeildu þeir gyðingum, sem lifað höfðu hörmungarnar af, landsvæði sem Frakka og Englendinga voru hvort eð er tilbúni að láta frá sér. Viðbrögð nágrannanna voru að safna liði til að hrekja gyðingana af landinu. Öllum að óvörum, snérust þeir til varnar.

Þetta er hið ófyrirgefanlega í augum "göfugmennanna" sem höfðu komið sér upp hinu fullkomna fórnarlambi. Lambið sem lagðist niður og lét slátra sér í útrýmingarbúðum Nazista reis nú upp og tók til varnar. Kom sér upp hernaðarmaskínu (dónaorð í Evrópu) sem stendur undir nafni. Fram til þessa hefur hún staðið af sér árásir herja nágrannaþjóðanna, en nú eru blikur á lofti. Helsta stuðningsríki Ísraels, Bandaríkin, dregur nú lappirnar. BNA hreyfir ekki mótmælum þegar rógur og lygar eru bornar á Ísrael á þeirri samkundu sem lengst af hefur gengið undir nafninu Sameinuðu þjóðirnar en eru nú lítið annað en Samtök íslamskra ríkja og fylgihnettir. Þar situr nú fulltrúi BNA þegjandi undir áburði sem er hrein lýgi.  

Forsetinn sem allir bundu svo miklar vonir við að mundi koma á alsherjar friði í heiminum. Nýjasta Sþ ályktuninObama, vonir og væntingar heimsins, getur ekki einu sinni komið skammlaust í gegn samþykktum gegn kjarnorkuvæðingu Írana í öryggisráðinu. Nýjasta ályktun öryggisráðsins sýnir að áhrifamáttur BNA er að gufa upp. Bitlaus ályktun þar sem tvær þjóðir greiða atkvæði gegn, Tyrkland og Brazilía og Líbanon situr hjá var að endingu afgreidd. Það hefði þótt saga til næsta bæjar ef Georg W. Bush hefði ekki náð að safna öryggisráðinu saman um ályktanir í jafn mikilvægu máli. Samþykktir í tíð Bush voru kannski ekki allar áhrifaríkar, en Bush kom þeim þó í gegn á fullu húsi atkvæða. Nú er varla tekið eftir niðurlægingu BNA, hún þykir svo sjálfsögð.  

Og meðan fulltrúar Obama voru að láta kjöldraga sig í öryggisráðinu funduðu Rússar og Tyrkir með Iran um viðskiptamál í Istanbúl.

Obama á engan stuðning í Evrópu nema hann gagngist undir þeirra tilskipunarvald. Evrópa á nefnilega skuld að gjalda vegna þess að í tvígang hafa BNA unnið sjálfu sér það ógagn að koma þessum skitsófrenísku þjóðum til bjargar.  Rithöfundurinn Jules Renard orðaði þessa yfirlætisfullu hegðun hins þurfandi vel: "Ég á mér enga óvini. 'Ég hef ekki gert neinum greiða".

Þessa lexíu mættu fleiri íhuga.

 

Mynd1. Morgunblaðið 14.6.2010

Mynd2&3: www.townhall.com

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ragnhildur Kolka
Ragnhildur Kolka
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband