Leita í fréttum mbl.is

Ein með öllu; Ísland í dag

Fjármálahrunið, ÓRG og Eyjafjallajökull; er á ástandið bætandi? 

Ísland í hnotskurn

Hvað skyldu þessar drunur merkja? Er íslenskur almenningur að láta vita að þolinmæði hans sé þrotinn eða er annað hrun í vændum? Eftir það sem á undan er gengið eru Fannie og Freddie ekki beinlínis það sem mamma og pabbi vilja sjá Baby koma heim með.

 Þarf ekki einhver að láta Fjallkonuna vita að AEJAFJEILAJÓGUL er lentur í slæmum félagsskap? 

Mynd: www.townhall.com

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Baldursson

Ég ólst upp, eins og allir íslendingar, í þeirri vissu að forsetinn væri neyðarbremsa á Alþingi. Þegar forsetinn hlýðir á vilja þjóðarinnar og gerir nákvæmlega það sem þjóðin óskar og vill (í skjóli Stjórnarskrár sem etv.fór ekki út í öll tæknileg útfærsluatriði, þá var hún þó afar skýr í tilætlan sinni), þá stekkur hjörðin þæg til þegar smalinn smellir í svipunni. Vaknið af svefninum og takið sjálfstæða afstöðu til mála... ekki láta stjórnast af metnaðarlausum fjölmiðlum sem hoppa og stökkva eftir vilja eigenda sinna.

Ég hef nú ekki mælandi áhyggjur af þér kæra Ragnhildur, en varðandi Eyjafjallajökul og árásir á ÓRG vegna ummælanna.... þetta er sama leikhúsið og við höfum spilað hirðfíflin í svo lengi...allir fjölmiðlar virkjaðir og öllu til tjaldað gegn Ólafi... hvers vegna, jú af því að hann skrifaði ekki undir Icesave. Dettur nokkrum manni í hug að dvínandi sókn ferðamanna mælist taka kipp vegna ora Ólafs...ekki sjéns !

Það má ýmislegt um Ólaf segja, en bara alls ekki láta teyma sig inn í leikritið þar sem við hoppum sjálfvirkt með af meðvirkni og ógagnrýnni nálgun hjarðarinna.....

Ég læt hér mikið og beini því til lesenda þinna. Þú ert svo langt yfir þessa meðvirkni hafin að það þarf ekki orðum á það að eyða.

Haraldur Baldursson, 27.4.2010 kl. 21:37

2 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Þú misskilur mig alveg, Haraldur, ef þú heldur að ég sé að hæðast að ákvörðun Ólafs þegar hann hafnaði undirritun Icesavelaganna. Ég tel að með því hafi hann bætt að nokkru fyrir allt hið skaðlega sem hann afrekaði á löngum ferli. Í þessum orðum felst aðeins viðurkenning á því að "enginn er með öllu illur". Lengra er ég ekki tilbúin að ganga..

Vísun í ÓRG hér að ofan á við setninguna "You ain´t seen nothing yet" sem hann lét falla á fundi í London 2005. Dekur hans við auðrónana var hlekkur í þeirri keðju sem leiddi til falls íslensku bankanna. Setningin gæti einnig vísað í digurbarka fjármálaráðherrans og þá í tengslum við ekki síðra tjón fyrir íslensku þjóðina, þ.e. endurreisn efnahagslífsins á grundvelli ofurskatta.

Engu að síður er sketsan athygli verð, því hún vísar í öll þau vandamál sem við stöndum frammi fyrir í dag: fjármálahrunið, flugbannið um norðurhvel jarðar auk skaðvaldanna og fyrrum flokksbræðranna ÓRG og StJoð.

 Eflaust er það tilviljun að Eyjafjallajökull lendir í þessum slæma félagsskap og ekki hvarflar að mér að ætla höfundinum að draga taum e-s í íslenskri pólitík. Hann gæti þó hafa lesið ummæli ÓRG. Frekar gæti ég trúað að vísunin sé í regluverkið sem Obama er að reyna að koma í gegnum þingið.  Eitthvað þarf að gera eftir það sem á undan er gengið, en frumvarpið mun ekki koma í veg fyrir bankahrun í framtíðinni. Skaðræðisparið Fannie og Freddie eru tilbúin í nýjan kollhnís. 

Það er gaman að fá staðfestingu þess sem Tómas kvað forðum "hve hjörtum manna svipar saman í Súdan og Grímsnesinu". Hrunið snertir allan heiminn, en líklega er sketsan bara sönnun þess að glóbalíseringin hefur fangað okkur öll.

Ragnhildur Kolka, 28.4.2010 kl. 00:00

3 Smámynd: Haraldur Baldursson

:-)

Það má vitanlega deila á Eyjafjallajökuls/Kötlu tilvitnun ÓRG...
en ég var svo sannarlega ekki að deila á þig...ég endurtek því :

"Ég læt hér mikið og beini því til lesenda þinna. Þú ert svo langt yfir þessa meðvirkni hafin að það þarf ekki orðum á það að eyða."

Haraldur Baldursson, 28.4.2010 kl. 00:22

4 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Ég er ekki yfir neitt hafin, Haraldur, en vertu ávallt velkominn.

Ragnhildur Kolka, 28.4.2010 kl. 10:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ragnhildur Kolka
Ragnhildur Kolka
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband