Leita í fréttum mbl.is

Nýtt Ísland eða Gamalt

Endalaust þvaður um afsökunarbeiðnir og tuð um styrki, sem alla (líka fjölmiðlamenn) dreymdi um fyrir ekki svo löngu, tröllríður umræðunni á ljósvakanum. Jafnvel háskólamenn sem þrá ekkert heitar en að komast í styrkjakerfi ESB láta nú sem þeir séu hafnir yfir stjórnmálamennina sem glötuðu dómgreind sinni til Mammons.

Eitt gott kom þó fram á RÚV í dag. Svanur Kristjánsson "hótaði" að segja sig frá stjórmálaþátttöku ef flokkarnir tækju ekki til í styrkjamálum sínum og stjórnlagaþingi verði ekki komið á.

Gerum okkar besta til að láta Svan standa við loforð sín. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hildur Helga Sigurðardóttir

Alveg missti ég af þessarri yfirlýsingu Svans í dag. Hélt reyndar að hann væri akademiker, ekki stjórnmálamaður. Skil því ekki alveg þetta sem þú hefur eftir honum með "stjórnmálaþátttöku".

Viðurkenni hins vegar -en iðrast ekki- að hafa stundum huxað í miðju gargandi góðærinu, sem ég náði aldrei alveg utanum, hvort ekki væri nú lag að sækja um einhvern af þessum milljónastyrkjum, sem allir í kringum mig voru að fá, hægri og vinstri.

Aldrei gekk þessi hugsun nú langt -og mikið er ég fegin í dag að hún skyldi ekki gera það.

Hildur Helga Sigurðardóttir, 28.4.2010 kl. 02:08

2 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Svanur reyndi fyrir sér í Samfylkingarpólitíkinni en hafði ekki erindi sem erfiði. Líklega orðaði hann þessa hótun þannig að hann myndi "hætta afskiptum að stjórnmálum ef ekki yrði farið að .....", sem er jafnvel enn betra fyrir hlustendur RÚV framtíðarinnar.

Það er hræsnin eða tvískynuggurinn í styrkjaumræðunni sem fer mest fyrir brjóstið á mér. Það rann styrkjaæði á alla sem komist gátu yfir A4 blaðsnepil og kunnu að skrifa nafnið sitt: listamenn, vísindamenn, fræðimenn, fjölmiðlamenn og félagasamtök streymdu að fyrirtækjum og peningamönnum. Peningar voru í boði og fólk var tilbúið að taka á móti.

Nú þykist þetta fólk umkomið að dæma aðra.

Ragnhildur Kolka, 28.4.2010 kl. 07:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ragnhildur Kolka
Ragnhildur Kolka
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband