Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, mars 2011

Sagan endurtekur sig

Sagan endurtekur sig

Og svo eru það þeir sem trúa á breytingar, jafnvel í endurtekningunni.

Þetta eru erfiðir dagar fyrir Obama aðdáendur ekki síður en fyrir Vinstri græn.

Mynd: www.townhall.com

 


Aldrei of mikið í lagt eða hvað?

Héldu þeir að þeir gætu leikið þetta eftir?

Bítlarnir
 

Það er óborganlega fyndið að fylgjast með fréttum af landinu eina þessa dagana. Á meðan allt er á hvínandi kúpunni: kjarasamningar í uppnámi, Icesave óafgreitt (blessunarlega), ríkisstjórnin komin í stríð við Gaddafi og Össur farin að gefa G5, 7 eða 9 ráð þá kemur ríkisstjórnin sér saman um að það sem mest liggur á þessa stundina sé að fjölga í sveitastjórnum.

OR á hausnum og borgarstjórinn og kónar hans uppteknir við eigin frama í skemmtanabransanum, nú eða á sviði hinna skapandi lista þar sem eftirherman ríkir ofar öllu. Þá þarf að fjölga í borgarstjórn svo "þessir fulltrúar fólksins" geti enn frekar sinnt sínum ómetanlegu hugðarefnum. Ekki færri en 23 þarf til að stjórna borginni og ef það reynist þeim of þungbært þá má bæta við 7 til viðbótar. Og blessuð ríkisstjórnin sem heldur að skattar leysi öll mál tekur flugið með þeim.

En þó þau 36% aula sem kusu þennan ófögnuð yfir okkur tækju höndum saman um að stjórna borginni þá dygði það ekki til. Borginni verður aldrei stjórnað af aulum. Til að vinna verk þarf aðeins einn með viti og nokkra sem hafa skilning á því.

 Það er allt og sumt.

 

Mynd: WWW.hi5.com

Viðbót dagsin 30. apríl

Með vísun í þessa færslu legg ég til að forsíðumynd Moggans í dag verði tilnefnd sem upplýsinga- MYND ÁRSIN. Eins og þriðjungur þjóðarinnar veit (sem les Moggann) þá er myndin af Borgmeister og öðrum fyrirmönnum borgarkerfisin. Hún lýsir því sem lýsa þarf um getuna sem í þesum forsprökkum býr. 

(ef vantar einhver "s" á stangli í þessa færslu þá er tölvan mín að stríða mér þessa dagana. S-leti hrjáir hana og ekki útséð um að fáist lækning. Bætið bara s-um við þar sem ykkur þykir vanta.)


Allt vald á einni hendi

Vegna anna læti ég hér fljóta með grein sem ég sendi Morgunblaðinu fyrir stuttu. Blaðið var svo vinsamlegt að birta hana almennigi og þótt ég geri fastlega ráð fyrir að lesendur síðu minnar séu dyggir áskrifendur Moggans er sjálfsagt að gera ráð fyrir undantekningunum. Þær gera jú lífið svo undursamlega skemmtilegt.

Hér kemur greinin:

 

Allt vald á einni hendi 

Einræði 

Allt frá stofnun lýðveldisins hefur Ísland verið í hópi hefðbundinna lýðræðisríkja þar sem stjórnskipanin byggist á þrískiptingu valdsins: Alþingi setur þegnunum lög, framkvæmdavaldið framfylgir þeim og dómsvaldið sér um að rétta af kúrsinn þegar lög eru brotin. En svo breyttist allt. Siðleysingjar hrifsuðu til sín tauma efnahagslífsins og lögðu landið í rúst. Þegar fyrsta áfallið var yfirgengið reis almenningur upp og krafðist nýs Íslands. „Burt með vanhæfa ríkisstjórn“ hrópaði lýðurinn á Austurvelli og kveikti elda. Siðvæðingar var krafist ekki bara í viðskiptalífinu heldur einnig stjórnmálunum. Langar skýrslur voru skrifaðar um orsök falls efnahagslífsins en lítið hefur farið fyrir umbótum á grundvelli þeirra. Í umrótinu sem upp kom náðu valdasjúkir lýðskrumarar fótfestu. Ný ríkisstjórn var kosin undir kjörorðinu „gagnsæi og heiðarleiki“. Út með spillinguna var lofað. Skjaldborg um heimilin var lofað. Endurnýjun trausts umheimsins var lofað. Hverjar hafa svo efndirnar orðið? Öll loforð hafa verið svikin katagórískt. Samfylkingin sem þegið hefur allt sitt frá bófunum sem keyrðu landið í þrot situr sem fastast á valdastólum sínum og hegðar sér nú eins og hrein mey á útihátíð; tilbúin að gefa dýrasta djásnið. Vinstri græn hafa helst til frægðar unnið að svíkja öll sín kosningaloforð.  Fram að setu í ríkisstjórn hafði flokkurinn orð á sér fyrir heiðarleika, en lítið fer fyrir þeim eiginleika um þessar mundir. Þetta er í stuttu máli saga síðustu tveggja ár þótt atriði eins og aðgerðaleysi í atvinnumálum og fólksflótti af landinu séu einnig ofarlega á afrekaskrá þessarar „fyrstu hreinu vinstristjórnar“ sem hér gengur í takt við allar aðrar slíkar stjórnir.

Snemma á ferli þessarar ríkisstjórnar varð vart við ofríki hennar gagnvart þingheimi.  Ógleymanleg er atkvæðagreiðslan um umsókn að Evrópusambandinu, þar sem nokkrir þingmenn Vinstri grænna greiddu kjökrandi atkvæði með tillögunni. Við þá afgreiðslu urðu vatnaskil fyrir þingflokk þann. Heiðarleika og hugsjónum var varpað fyrir róða en valdið afhent Samfylkingunni fyrir fullt og allt. Enginn rís undir slíkum svikum. Við þetta má nú flokkurinn búa. Með afsali hugsjónanna voru mörkin milli þings og framkvæmdavalds afnumin og þingið er nú djúpt í vasa ríkisstjórnarinnar. Dauðakippir „hugsjónafólksins“ minna aðeins á voðaverkið.

Og þá var röðin komin að hinu víginu. Næsta fórnarlamb alræðisstjórnarinnar er dómsvaldið. Árásir á dómstólana eru daglegt brauð og ganga þar fremstir forsætisráðherra og dóms- og innanríkisráðherra. Falli dómar ekki ráðherrum í hag eru dyggustu stuðningsmenn stjórnarinnar sendir út á torg, hrópandi „lagatæknar - pólitískir dómarar - siðleysingjar“. Siðleysi hrópandanna er þó sýnilegast. Einhvern tíma hefði heyrst sagt „heggur sá er hlífa skyldi“, en ekki núna. Nýjasta atlaga skötuhjúanna beinist að Hæstarétti landsins sem vogaði sér að dæma gæluverkefni forsætisráðherrans, stjórnlagaþingið, ógilt. Þetta er annar dómur af tveimur sem fallið hefur gegn ráðherravaldinu, en varla sá síðasti. Klúður á klúður ofan varð til þess að rétturinn komst ekki hjá því að taka þessa afstöðu. Sex dómarar sammála. En einræðisherrann í brúnni sættir sig ekki við að landslög nái til verka ríkisstjórnarinnar. Nú eiga hinir handjárnuðu þrælar á Alþingi að afhenda stjórninni þriðja valdið og dæma Hæstarétt ógildan. Engu skiptir í umræðunni að dómarar dæma eftir lögum. Lögum sem sett hafa verið af Alþingi. Auðvita má halda því fram - og upphrópanirnar  bera það með sér - að alviturt alræðisvaldið sé hæfast til að hafa vit fyrir okkur. Það tókst svo bærilega í Ráðstjórnarríkjunum. En ættum við þá ekki bara að viðurkenna að hér ríkir alræðisstjórn og leggja af óþarfa stofnanir eins og Alþingi sem stritar við að semja lög sem ekki þarf að fara eftir.

Sparnaður við að leggja Alþingi niður yrði 2.994 milljónir á ári samkvæmt nýjustu fjárlögum, en sparnaður er ekki á hugtakalista ríkisstjórnarinnar og auðvitað er óhugsandi að hún fari að leggja áróðursmaskínu sína niður. Hún er einræðisherrunum ómissandi. Þegar horft er yfir sviðið er ekki að sjá mikinn mun á vinnubrögðum ríkisstjórnar Samfylkingar og Vinstri grænna og þeim einræðisstjórnum sem berjast fyrir lífi sínu um alla norðanverða Afríku þessa dagana. Valdahungrið er hið sama en kannski ekki eins mikið blóð ... og þó. Atvinnulausum, heimilislausum og landflótta Íslendingum blæðir undan verkum ríkisstjórnarinnar. Og siðleysið er hér jafnvel meira því hér fara stjórnvöld fram undir gauðrifnum fána „lýðræðis“. Hræsnin speglast í öfugmælunum „norræn velferðarstjórn“.

 

 

Mynd: www.vladimiramichalkova.edublogs.org

 

 


Er allt réttlætanlegt í kjarabaráttu?

Hey, hey, ho, ho, Scott Walker has got to go.

Harðvítug pólitísk deila hefur staðið í Madison, Wisconsin um nokkurra vikna skeið. Deilan snýst um að koma böndum á fjárlagahalla fylkisins, en Wisconsin er líkt og mörg önnur fylki Bandaríkjanna illa statt fjárhagslega. Fylkisstjórinn Walker lagði til að opinberir starfsmenn tækju meiri þátt í eftirlaunagreiðslum sínum og að réttur þeirra til samninga umfram aðra hópa væri afnuminn, svo og skylduaðild þeirra að verkalýðsfélögum. Allt fór í háaloft á þingi og brugðu þingmenn demókrata á það ráð að flýja yfir fylkislínu til að koma í veg fyrir atkvæðagreiðslu um málið, en repúblikana vantaði einn upp á að 2/3 þingmanna væru til staðar. Samkvæmt lögum má þingið ekki fjalla um fjárhagslegar skuldbindingar nema að 2/3 þingmanna séu til staðar.

Valið sem Walker stóð frammi fyrir var annað hvort að segja upp 1500 manns eða skuldsetja fylkið enn frekar. Eftir 4 vikna þrátefli tók hann ákvörðun um að kljúfa réttindi starfsmanna frá launaliðnum og fékk það samþykkt. Afnumin var félagaskyldan, sjálfkrafa hækkanir og samningsrétturinn heftur á ýmsan veg. Allann tímann var þinghúsið umsetið og mótmælagöngur farnar þar sem læknar buðu veikindavottorð til skrópandi starfsmanna. Gífuryrði féllu og fengu nokkrir þingmenn morðhótanir svo fátt eitt sé nefnt. 

Enginn vill missa þau réttindi sem hann hefur náð sér í, en er réttlætanlegt að senda börn út á vígvöllinn? Hér hefur það verið gert og má spyrja sig hvort þau hafi öll skilið slagorðin sem kennarar þeirra lögðu þeim í munn. Efast má um það.

Hingað og ekki lengraMynd: www.townhall.com

 


Sjálfkjörnir heiðursmeðlimir evrópskra samtaka landráðamanna (ESL)

EU fæðingin
Þannig ætla Jóhanna og Össur að skila þjóðinni inn í ESB
 

Fullveldissinnaður lífeyrisþegi lét í sér heyra í Morgunblaðinu í vikunni. Taldi hann landráðamenn vinna ljóst og leynt að afsali fullveldis Íslands þótt ekki færi hann nánar út í þá sálma. En hitt hafði hann á hreinu að eftir sölu Landsbankans til Björgólfsfeðga var bankinn kominn í einkaeigu og því ekki legngur á ábyrgð þjóðarinnar. Nei við Icesave var því niðurstaða þessa heiðursmanns.

En auðvita er rétt hjá manninum að landráð eru nú framin á Íslandi af óþjóðhollri Samfylkingu og meðreiðarsveinum hennar. Takist þessum landráðalýð ætlunarverk sitt munu þeir finna fyrir félagsskap við hæfi. Daniel Hannan, þingmaður breska íhaldsflokksins á Evrópusambandsþingi, birti bréf á síðu sinni í Daily Telegraph í síðustu viku sem sýnir að Össur, Jóka, kompaní og co munu ekki verða tiltakanlega utanveltu þegar þau taka sæti á þeirri samkundu. Bréfið var frá Evrópuþingsmanni Lib Dem, Andrew Duff til þingforsetans Jerzy Buzek um hvernig sniðganga megi grunnsamninga þjóða ESB, svokallaðan Rómarsáttmála.

Duff sem er heitur aðildarsinni hefur fylgst með vaxandi óánægja Breta hvað varðar yfirgang ESB á fullveldisrétti þeirra. Þessi óánægja hefur verið að magnast síðustu misserin og eiga úrskurðir Mannréttindadómstóls Evrópu stóran þátt í þeirri óánægju. Er nú svo komið að breska þingið er þessa dagana að fjalla um frumvarp sem gerir ráð fyrir að allt fullveldisframsal verði borið undir þjóðaratkvæði í framtíðinni. Líkur eru á að frumvarpið fáist samþykkt.

Þar koma landráðasvikin inn. Duff leggur til við þingforsetann að breytingar verði gerðar á Rómarsáttmálanum til að koma í veg fyrir að þjóðarvilji nái fram að ganga. Og við erum hér að tala um vilja hans eigin þjóðar. Breytingartillaga Duffs felst í að í stað þess að öll ríki samþykki breytingartillögur samkvæmt Rómarsáttmálanum samhljóma, þá verði sá háttur hafður að breytingar á sáttmálum taki gildi þegar 4/5 ríkja hafa ljáð þeim samþykki. Þeirri ákvörðun verði svo ekki áfrýjað þótt einstök ríki hafni breytingunni, eins og núgildandi sáttmáli gerir ráð fyrir. Óþjóhollusta Duffs er hrópandi en hún mun ekki ýfa háar öldur í höfuðstöðvum Samfylkingarinnar.

Sama landráðahugsun ríkir hér meðal aðildarsinna. Við höfum kynnst henni í orðræðunni um aðildarumsókn eða aðlögunarferli. Við höfum kynnst henni í yfirlýsingum utanríkisráðherra um skapandi samningaviðræður sem ekki þurfa að taka tillit til veruleikans og við höfum kynnst henni í viðhorfum viðskiptaráðherra til upptöku evrunnar, þótt ekkert bendi til að evran leysi sinn eigin vanda hvað þá heldur okkar. ESB er í öllum tilvikum upphaf og endir vitsmunalífs aðildarsinna. "Come hell or high water".

Draumurinn um sameinaða Evrópu byggir á tálhugmynd sem aldrei getur orðið. Bandaríki Evrópu verða aldrei að veruleika, því þúsund ára saga Evrópu leyfir það ekki. 

Svikarar eins og Duff, Össur og Jóka breyta ekki þeirri mynd.


Höfundur

Ragnhildur Kolka
Ragnhildur Kolka
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband