Leita í fréttum mbl.is

Er allt réttlætanlegt í kjarabaráttu?

Hey, hey, ho, ho, Scott Walker has got to go.

Harðvítug pólitísk deila hefur staðið í Madison, Wisconsin um nokkurra vikna skeið. Deilan snýst um að koma böndum á fjárlagahalla fylkisins, en Wisconsin er líkt og mörg önnur fylki Bandaríkjanna illa statt fjárhagslega. Fylkisstjórinn Walker lagði til að opinberir starfsmenn tækju meiri þátt í eftirlaunagreiðslum sínum og að réttur þeirra til samninga umfram aðra hópa væri afnuminn, svo og skylduaðild þeirra að verkalýðsfélögum. Allt fór í háaloft á þingi og brugðu þingmenn demókrata á það ráð að flýja yfir fylkislínu til að koma í veg fyrir atkvæðagreiðslu um málið, en repúblikana vantaði einn upp á að 2/3 þingmanna væru til staðar. Samkvæmt lögum má þingið ekki fjalla um fjárhagslegar skuldbindingar nema að 2/3 þingmanna séu til staðar.

Valið sem Walker stóð frammi fyrir var annað hvort að segja upp 1500 manns eða skuldsetja fylkið enn frekar. Eftir 4 vikna þrátefli tók hann ákvörðun um að kljúfa réttindi starfsmanna frá launaliðnum og fékk það samþykkt. Afnumin var félagaskyldan, sjálfkrafa hækkanir og samningsrétturinn heftur á ýmsan veg. Allann tímann var þinghúsið umsetið og mótmælagöngur farnar þar sem læknar buðu veikindavottorð til skrópandi starfsmanna. Gífuryrði féllu og fengu nokkrir þingmenn morðhótanir svo fátt eitt sé nefnt. 

Enginn vill missa þau réttindi sem hann hefur náð sér í, en er réttlætanlegt að senda börn út á vígvöllinn? Hér hefur það verið gert og má spyrja sig hvort þau hafi öll skilið slagorðin sem kennarar þeirra lögðu þeim í munn. Efast má um það.

Hingað og ekki lengraMynd: www.townhall.com

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ragnhildur Kolka
Ragnhildur Kolka
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband