Bloggfærslur mánaðarins, maí 2010
31.5.2010 | 18:45
Verðmiði frelsis og friðar
Frelsi er ekki sjálfgefið og ekki heldur friður og hagsæld. Í dag er fallinna hermanna minnst í Bandaríkjunum. Evrópa nýtur frelsis vegna þess að Bandaríkjamenn hafa tryggt þeim frið. Evrópa telur sig hins vegar umkomna þess að deila á aðra sem þurfa að verja líf sitt og limi fyrir árásum öfgamanna. Enn á ný er áróðursstríðið uppvakið og "Frelsisflotanum" stefnt til að ögra Ísraelsmönnum. Enda ekki seinna vænna þar sem Palestínumenn og Ísraelar hafa nýlega sæst á að taka upp friðarviðræður.
Það má aldrei gerast. Spyrjið bara Össur, Ögmund og Hamas-arm RÚV, Spegilinn.
Mynd: www.townhall.com
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
30.5.2010 | 10:27
Úrslit kosninganna
Nú keppast allir við að segja að kosningarnar í gær hafi verið sögulegar; fjórflokkurinn hafi fengið rassskell og óháð framboð standi með pálmann í höndunum. Vissulega gerðust stórtíðindi, en mannskepnan er engu að síður söm við sig og umræðurnar í sjónvarpssal (RÚV), undir miðnætti, leiddu það greinilega í ljós.
Þar voru mættir oddvitar framboðanna í Reykjavík. Hanna Birna með fæturna á jörðinni sagði að kjósendur væru að senda skilaboð um annars konar vinnubrögð í stjórnmálum. Er hægt að andmæla því?
Jú, reyndar, Dagur B taldi, enn með 4 menn inni og aðeins 3% tap, að það væri hægt "því okkur (Sf)er engu að síður treyst". Síðar kom í ljós að eitthvað hafði traustið dalað, því á endanum tapaði Samfylkingin manni og 8% atkvæða.
Sóley var eins og 17. júní blaðra að morgni þess 18. Niðurlægingin var alger. Það mun þó fljótt gleymast enda tókst henni að merja sig inn og tekur nú sæti sem fulltrúi femínista í borgarstjórn. Enginn annar minnihlutahópur býr svo vel.
Vandamál Framsóknarflokksins, sem hófust þegar hann gekk til liðs við R-listann, og þurrkaði sig út úr minni kjósenda í Reykjavík, fengu nú sína lokalausn. Helst var á sundkappanum Einari að skilja að frambjóðendur listans hafi bara ekki nennt að mæta á kjörstað. Hann ætlar þó að kanna það betur.
Helga og Baldvin tóku ósigri sínum með stóískri ró. Þeirra verður minnst fyrir prúðmennsku.
Sama verður ekki sagt um Ólaf F. Hann taldi sig eiga sæti í borgarstjórn út á hefðina. Hann hefur víst verið víðsfjarri umræðuna sem geysað hefur hér undanfarnar vikur og mánuði og kristallaðist svo í niðurstöðum þessara kosninga, þ.e. "við viljum breytingar".
Jón Gnarr, sigurvegari kvöldsins, hvarf í þoku súrrealismans og gaf ekkert færi á sér. Hann kann núorðið hlutverk pólitíkusins nokkuð vel.
Samkunduna má súmmera upp á einfaldan hátt. Dagur B hefur ekkert lært, þolir ekki Jón Gnarr og skríður ofaní skotgröfina í hvert sinn sem Hanna Birna opnar munninn. Jón Gnarr er til í að ræða við alla og útilokar ekkert samstarf. En það er einmitt það sem Hanna Birna hefur verið talsmaður fyrir alla tíð. Borgarfulltrúar eigi að vinna að sameiginlegum hagsmunum borgarbúa en ekki stilla sér upp í fylkingar sem eyða orku sinni og hugviti í að klekkja á (ímynduðum) andstæðingum (mín túlkun).
Séu fylgismenn Jóns sama sinnis og hann og geti staðið undir kröfunni um breytingu, þá verður ekki annað séð en að Hanna Birna hafi verið óumdeildur hugmyndafræðilegur sigurvegari þessar kosninga.
Hanna Birna átti þá daginn eftir allt saman.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.5.2010 | 21:43
RIP
Jafnvel þeir allra svölustu lúta í gras.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.5.2010 | 11:45
Eru infi-delarnir að ná vopnum sínum?
Svona hefst vegferðin?
Loksins er sjálfsbjargarviðleitnin að vakna hjá vestrænum undirlægjum. Og eins og í öðrum kúguðum samfélögum er það húmorinn sem ber broddinn. Morðið á Theo van Gogh olli afturkipp í baráttunni gegn hörðum íslamisma, en tíminn læknar öll sár og kjarkurinn er að banka uppá aftur. Og ekki ólíklegt að viðbrögðin við Múhameðsteikningunum hafi sýnt mönnum að undanlátsemi við öfgum bætir ekki stöðuna. Bretar ríða fyrstir á vaðið. Kvikmynd um vandamál "trúvillinga" í vestrænu samfélagi er komin í kvikmyndahús í UK og hún hlaut góðar viðtökur á Tribeca hátíðinni í NY.
Pólitískri rétthugsun er gefið langt nef í sögu sem fjallar um gyðing sem í æsku var ættleiddur af múslimum sem ólu hann upp í íslamskri trú. Þegar hann uppgötvar sannleikann fer atburðarásinn á flug eins og "trailerinn" hér að ofan sýnir. Römm er sú taug og allt það......
Aðalleikarinn, Omid Jalili, er sjálfur múslimi sem vekur von um að múslimskt samfélag sé að hefja göngu til innri íhugunar. Að horfa í eigin barm er jú upphafið.
Vonandi kemur myndin fljótlega í kvikmyndahús hér á landi, en þeir sem ekki geta beðið geta keypt hana á Amazon og kostar hún ₤9.99
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
18.5.2010 | 22:16
Frjálslyndi, var einhver að tala um frjálslyndi?
Frjálslyndi, spyrjið "frjálslynda" hvernig best er að stjórna.
Spænska dagblaðið La Vanguardia átti viðtal við leikstjórann Woody Allen í tilefni heimsóknar hans á uppskeruhátíð kvikmyndagerðarmanna í Cannes. Reyndar tókst öðru blaði að ná skúbbinu, þegar Allen tók til varna fyrir barnaníðinginn Roman Polanski. Allen hefur líklega talið sér skeggið skylt. Engu að síður náði Framvörðurinn ágætri fyrirsögn þegar hinn frjálslyndi Woody lýsti því yfir að hann teldi það væri bara gott mál að Obama fengi einræðisvald, hann gæti komið svo mörgum góðum hlutum í gegn ef þessir republikanar væru ekki alltaf að þvælast fyrir honum.
Líklega er Woody Allen of upptekin við að leysa út róandi pillur í apótekinu til að fylgjast með þjóðmálum og því að demókratar eru nú þegar með rífandi meirihluta í báðum deildum þingsins. Svona ekki ólíkt þeim meirihluta sem Samfylking og Vg státa af. Republikanar eru einfaldlega ekkert að þvælast fyrir þeim. Demókratar geta komið hverju því máli í gegnum þingið, sem þeir hafa kjark til að bera upp og reka áfram. Þessi meirihluti er nánast ígildi einræðisvalds. Vandamálið er að það dugir þeim skammt, því almenningur er bara ekki að kaupa allt þetta frjálslyndi sem demókratar telja sig þurfa að þröngva upp á hann. Ekki að undra þótt þeir sjái að miklu einfaldara væri að geta beitt hervaldi en þurfa að bera mál sín undir hvikula kjósenda.
Svo Woody Allen hefur tekið af þeim ómakið. Sagt beint út það sem allir demókratar, sem þurfa að bera þingsæti sitt undir vanþakkláta kjósendur í haust, eru að hugsa.
Pólitískt vit fer Woody ekki vel. Ætli hann finni sig ekki betur í því sem hann kann best; kvikmyndastjórn, smástelpukáf og töflutökur.
Woody segir aðeins það sem allir vita, að frjálslyndi er svo óþægilega þungt í vöfum fyrir hina "frjálslyndu".
Mynd: www.townhall.com
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.5.2010 | 08:04
Er þetta eins kjörtímabilsmaður?
Gov Christie calls S-L columnist thin-skinned for inquiring about his 'confrontational tone' |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
10.5.2010 | 20:23
Pundið í lóðréttu falli
Á meðan hlutabréfamarkaðir í Evrópu slá hástökksmet eftir að Þjóðverjar opnuðu buddu sína upp á gátt er Nick Clegg að taka tappann úr breska pundinu. Þegar upp komst um lauslæti Libbu og augngotur til Labba tók pundið stökkið fram af bjargbrúninni. Markaðurinn virðist ekki sérlega spenntur fyrir tilhugalífi Libbu og Labba.
Allt byrjaði þetta þegar Brown tilkynnti að Labbi væri formlega farinn að gera hosur sínar grænar fyrir Libbu. Libba lét ekki á sér standa, brosti sínu blíðasta og blikkaði löngu augnhárunum sínum. Pundið stráféll því strákarnir í verslunarráðinu trúa ekki á að sambandið endist og spáin litur ekki björgulega út.
Nú komast Bretar að því hvað "hangandi þinghald" merkir.
Skilar ástarbrími turtildúfnanna kannski nýjum kosningum í haust?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.5.2010 | 20:17
Meistari Kjarval, hvað er list?
Sú saga hefur verið sögð að Jóhannes Kjarval hafi eitt sinn verið spurður "meistari, hvað er list". Ekki stóð á svarinu:
"Að borða á hverjum degi í mötuneyti Kaupfélags Reyðarfjarðar, það er lyst".
Má ekki segja það bæði vera list og lyst að snæða þennan málsverð.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.5.2010 | 21:15
Vökult auga hvirfilbylsins
Eftir margra mánaða samningaumleitanir er loksins kominn botn í björgunarleiðangur ESB og AGS fyrir Grikki. Samanlagt ætla þessi göfugmenni að hósta upp litlum 120 milljörðum svo ESB þurfi ekki að horfast í augu við eigin mistök varðandi peningastefnu sína. Almenningur á Grikklandi þarf bara að herða sultarólina. Það ætlar hann, hins vegar ekki að gera ótilneyddur eins og helgarfréttirnar bera með sér.
Angela Merkel stendur frammi fyrir stórágjöf pólitískt í næstu kosningum ef henni tekst ekki að kveða niður reiði almennings í Þýskalandi vegna svikinna loforða stjórnmálamanna. Þjóðverjar voru aldrei áhugasamir um myntbandalagið, en voru keyrðir inn í það af valdasjúkum búrokrötum vopnuðum innantómum loforðum að Þjóðverjar þyrftu aldrei að axla ábyrgð á skuldum annarra þjóða. Nú, aðeins 10 árum eftir hátíðahöldin í kringum fæðingu króans standa pólitíkusarnir berrassaðir.
Reyndar var þýskur almenningur aldrei spurður hvort hann kærði sig um að deila mynt með slúbbertunum í suðri og má rekja það til þess að ESB hefur ekki góða reynslu af lýðræðisbrölti almúgans. Enn er almúginn að ybba gogg og nýjustu kannanir sýna að 57% Þjóðverja er mótfallin björgunaraðgerðunum á meðan aðeins 33% er þeim fylgjandi. En slíkur er ótti Merkel við brotlendingu Evrulands að hún er tilbúin að taka á sig ágjöfina. Hugsanlega vegna þess að næstu kosningar eru í Norður Rhine-Westphalen þar sem flokkur hennar hefur haft ágætt forskot. Hvort það forskot helst mun koma í ljós 9. maí, en þá gæti Merkel líka tapað meirihlutanum á Sambandsþinginu.
Ótti Merkel er ekki ástæðulaus, því margt hangir á spýtunni. Þýskir bankar hafa lánað háar upphæðir til Grikklands og hún veðjar á að eftirgjöf á kröfum upp á einhverja tugi prósenta sé betri kostur en gjaldþrot stóru bankanna. Hún veðjar því á að löndin sem verst eru stödd og ógna enn sæluríkinu nái að hysja upp um sig; koma hjólum atvinnulífs í gang og skera niður í ríkisútgjöld. Þetta kallast að skjóta af löngu færi, því Miðjarðarhafsklúbbunum er margt betur lagið en gæta aðhalds.
Líklegast er að ECB og Merkel neyðist nú til að klæðast leðurstígvélum og smella svipum svo suðri taki þau alvarlega og sogi ekki Evrulandið oní sívökult auga hvirfilbylsins.
Mynd: www.townhall.com
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Janúar 2021
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Desember 2014
- Júlí 2014
- Desember 2012
- Maí 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
Bloggvinir
- baldher
- gattin
- tilveran-i-esb
- gun
- gustaf
- haddi9001
- heimssyn
- aglow
- jonvalurjensson
- ksh
- altice
- skrafarinn
- sigurgeirorri
- blauturdropi
- postdoc
- olijoe
- hugsun
- iceberg
- annabjorghjartardottir
- borgfirska-birnan
- eeelle
- gessi
- elnino
- muggi69
- gustafskulason
- bassinn
- krist
- samstada-thjodar
- fullveldi
- valdimarjohannesson
- thjodarheidur
Bækur
Valið er mitt
Á, við og undir náttborðinu
-
: The Tyranny of Guilt; An Essay on Western Masochism (ISBN: 978-0-691-14376-7)
Góð greining á vandamálum Vesturlanda
-
: Þjóðmál_sumar 2010
Skyldulesning ársins
-
: Vísnafýsn (ISBN: 978-9979-2-2115-9)
Léttleiki í fyrirrúmi með djúpum undirtón
-
: Margherita Dolce Vita (ISBN: 1-933372-20-6)
Ádeila á neysluhyggju sögð með of mörgum orðum.
-
: Stolen without a Gun; confessions from inside history´s biggest accounting fraud (ISBN: 978-0-9797558-0-4)
Kennsla í aðferðafræði. -
: The Curious Incident of the Dog in the Night-Time (ISBN: 0 099 47043 8)
Sérstök bók; fyndin og döpur í senn.
-
: 79 af stöðinni (ISBN: 978-9979-53-523-2)
Sunnlenska bókakaffið blífur
-
: The Big Sort (ISBN: 978-0-618-68935-4)
Pólarísering í velmegunar samfélagi.
-
: Slander (ISBN: 1-4000-4952-0)
Fróðleg og fyndin
-
: Fjölmiðlar 2007 (ISBN: 978-9979-651-36-9)
Góð upprifjun
-
: The Nanny State (ISBN: 978-0-7679-2432-0)
Forsjárhyggja framar öllu
-
: Shakespeare (ISBN: 13-978-0-00-719790-3)
Það sem við vitum ekki um skáldið frá Stratford. Í senn fyndin og fróðleg.
-
: Shoot the Puppy (ISBN: 978-0-141-02706-7)
Útlistun á orðræðu viðskipta-og fjármálageirans, þar sem stríðsleikir samtímans fara fram.
-
: Lost in Translation (ISBN: 978-1-84317-272-7)
Góð í ferðalagið
-
: Surrender Is Not an Option (ISBN: 978-1-4165-5284-0)
Segir allt sem segja þarf um erindisleysu okkar í Öryggisráð SÞ
-
: House of Meetings (ISBN: 978-0-676-97787-5)
Bók sem vert er að eyða tíma í að lesa.