Leita í fréttum mbl.is

Úrslit kosninganna

Nú keppast allir við að segja að kosningarnar í gær hafi verið sögulegar; fjórflokkurinn hafi fengið rassskell og óháð framboð standi með pálmann í höndunum. Vissulega gerðust stórtíðindi, en mannskepnan er engu að síður söm við sig og umræðurnar í sjónvarpssal (RÚV), undir miðnætti, leiddu það greinilega í ljós.

Þar voru mættir oddvitar framboðanna í Reykjavík. Hanna Birna með fæturna á jörðinni sagði að kjósendur væru að senda skilaboð um annars konar vinnubrögð í stjórnmálum. Er hægt að andmæla því?

Jú, reyndar, Dagur B taldi, enn með 4 menn inni og aðeins 3% tap, að það væri hægt "því okkur (Sf)er engu að síður treyst". Síðar kom í ljós að eitthvað hafði traustið dalað, því á endanum tapaði Samfylkingin manni og 8% atkvæða.

Sóley var eins og 17. júní blaðra að morgni þess 18. Niðurlægingin var alger. Það mun þó fljótt gleymast enda tókst henni að merja sig inn og tekur nú sæti sem fulltrúi femínista í borgarstjórn. Enginn annar minnihlutahópur býr svo vel. 

Vandamál Framsóknarflokksins, sem hófust þegar hann gekk til liðs við R-listann, og þurrkaði sig út úr minni kjósenda í Reykjavík, fengu nú sína lokalausn. Helst var á sundkappanum Einari að skilja að frambjóðendur listans hafi bara ekki nennt að mæta á kjörstað. Hann ætlar þó að kanna það betur.

Helga og Baldvin tóku ósigri sínum með stóískri ró. Þeirra verður minnst fyrir prúðmennsku.

Sama verður ekki sagt um Ólaf F. Hann taldi sig eiga sæti í borgarstjórn út á hefðina. Hann hefur víst verið víðsfjarri umræðuna sem geysað hefur hér undanfarnar vikur og mánuði og kristallaðist svo í niðurstöðum þessara kosninga, þ.e. "við viljum breytingar".  

Jón Gnarr, sigurvegari kvöldsins, hvarf í þoku súrrealismans og gaf ekkert færi á sér. Hann kann núorðið hlutverk pólitíkusins nokkuð vel.

Samkunduna má súmmera upp á einfaldan hátt. Dagur B hefur ekkert lært, þolir ekki Jón Gnarr og skríður ofaní skotgröfina í hvert sinn sem Hanna Birna opnar munninn. Jón Gnarr er til í að ræða við alla og útilokar ekkert samstarf. En það er einmitt það sem Hanna Birna hefur verið talsmaður fyrir alla tíð. Borgarfulltrúar eigi að vinna að sameiginlegum hagsmunum borgarbúa en ekki stilla sér upp í fylkingar sem eyða orku sinni og hugviti í að klekkja á (ímynduðum) andstæðingum (mín túlkun).

Séu fylgismenn Jóns sama sinnis og hann og geti staðið undir kröfunni um breytingu, þá verður ekki annað séð en að Hanna Birna hafi verið óumdeildur hugmyndafræðilegur sigurvegari þessar kosninga.

Hanna Birna átti þá daginn eftir allt saman.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ragnhildur Kolka
Ragnhildur Kolka
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband