Bloggfærslur mánaðarins, október 2009
28.10.2009 | 16:35
Nýir tímar
Eigum við eftir að sjá þá?
Ekki með límsetuliðið og umskiptingana áfram í stjórnarráðinu.
Mynd: www.wsj.com
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.10.2009 | 20:05
Col. Kemp: Heyrðist saumnál detta?
Það er mörgum ofboðið hvernig umræðan um málefni fyrir botni Miðjarðarhafsins hefur þróast. Þó tekur úr steininn þegar stofnandi Mannréttindavaktarinnar (HRW), Richard L. Bernstein, finnur sig knúinn til að andmæla vinnubrögðum samtakanna opinberlega. Tilefnið er nýútkomin (nýrri en síðustu 20-30 samskonar skýrslur) skýrsla sem eins og fyrri skýrslur finnur Ísrael allt til foráttu. Skellir svo til allri skuldinni á Ísrael, en slær aðeins á fingur Hamas-samtakanna með málamynda athugasemdum, svona líkt og að segja "skamm, skamm" við ofdekraðan krakka.
Bernstein bendir meðal annars á þá staðreynd sem öllum ætti að vera ljós, en flestir kjósa að líta framhjá, að Ísrael er lýðræðisríki sem býr við aðhald kjósenda, opna fjölmiðlaumræðu og réttarkerfi sem hlífir ekki ráðamönnum frekar en ótíndum glæpamönnum (forseti og forsætisráðherra ríkisins þurftu nýlega að sæta því). Hann minnir líka á að í Ísrael búa um 7.4 milljónir manna sem allt frá stofnun ríkisins hafa þurft að verjast árásum nágranna sinna sem telja einhvers staðar á bilinu 350-400 milljónir (einræðisríki hafa yfirleitt ekki fyrir því að telja þegna sína, þeir eru afgagnsstærð). Það gerir uþb. 50 araba/Írana á hvern Ísraelsmann. Ætli Íslendingum þætti ekki nóg um að þurfa að verja líf sitt og limi gegn slíkum skara. Sérstaklega þegar tekið er tillit til þess að æðsta ósk nágrannanna er að útrýma þeim; afmá af yfirborði jarðar svo aldrei heyrist aftur í þeim. Ísraelar eiga nefnilega ekki bara í höggi við Hamas og Hezbolla heldur standa þeir í stríði við allan þann ættbálk sem að þeim stendur.
Skýrsla Richards Kemps fyrir Mannréttindaráði SÞ mun seint gleymast
Eins og Bernstein bendir á var tilgangur með stofnun HRW að fylgjast með og veita andófsöflum í einræðisríkjum og lokuðum samfélögum stuðning. Upphaflega beindist baráttan HRW að Sovétríkjunum og Kína þar sem þegnarnir áttu sér enga varnarkosti, en þegar Bernstein lét af formennsku 1998 voru samtökin virk í 70 löndum sem flest voru "lokuð" samfélög. Nú fer allt púður HRW í að skrifa skýrslur um "ódæðisverk" Ísraela. Skýrslur sem engu vatni halda vegna þess að þær byggja allar á óljósum ummælum og sögusögnum sem engin leið er að staðfesta. Pólitískar skoðanir viðmælenda jafnt sem spyrjenda spila drjúga rullu í skýrslugerðinni. Verksummerki um stríðsglæpi eru þó hvergi að finna. En saklaust fólk deyr þegar samviskulausir öfgamenn nota það sem lifandi skyldi.
Skýrsla Richards Kemps er ekki hvað síst athygli verða fyrir það að stuðningur Breta við baráttu Ísraela er í algeru lágmarki og af sumum jafnvel talin vera við það að vera dregin til baka. Kemp gerir grein fyrir því hvernig Ísraelsher lagði sig í líma við að vernda almenna borgara þótt þær aðgerðir drægju verulega úr hernaðarlegum árangri þeirra gegn Hamas-liðum. Hann telur það t.d. einsdæmi í allri sögu hernaðarátaka að Ísraelar skuli hafa fært þessum óbreyttu borgurum vistir á meðan á átökum stóð. Og hann nefnir þarna þessa pavlovsku áráttu fjölmargra alþjóðlegra fréttamiðla og mannréttindahópa að telja Ísraela ávallt í rangstöðu og að þeir viljandi brjóti mannréttindi á palestínsku þjóðinni, þegar það eru Hamas-samtökin sem linnulaust brjóta mannréttindi á sínu eigin fólki með því að stunda hernað sinn í skjóli saklausra borgara.
Þetta sjálfkrafa pavlovska hnéviðbragð hefur of lengi átt hljómgrunn hér á Íslandi. Það lýsir forheimskun fjölmiðlafólks sem þorir ekki að standa gegn straumi pólitískrar hugsunar.
Mynd: New York Times
YouTube myndband: www.unwatch.com
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
20.10.2009 | 23:07
Ríkisstjórnin fordæmir ....
Þar kom að því að ríkisstjórnin tók eftir því að árásir á einkalíf fólks hafa verið að eiga sér stað undanfarið. Það var þó ekki fyrr en núna þegar "einn af oss" verður fyrir svefntruflunum sem ríkisstjórnin tekur við sér og lýsir fordæmingu á athæfið "skilyrðislaust og með skýrum hætti". Svona skýlaus yfirlýsing frá ríkisstjórn Jóhönnu hlýtur að verðskulda fánadag í það minnsta.
Til að breiða yfir þagnarsamþykki sitt með ofbeldisverkunum sem átt hafa sér stað undanfarna mánuði er Rannveig Rist dregin með inn fyrir varnargirðinguna. Það lætur líklega betur í eyrum hræsnaranna en að lýsa yfir friðhelgi dómsmálaráðherrans einann og sér.
Rannveig Rist, Ragna Árnadóttir og allir aðrir borgarar þessa lands (jafnvel útrásarvíkingar) eiga skilyrðislausan rétt til verndar sínu einkalífi gegn ofbeldisverkum og skrílslátum. Hefði þessi ríkisstjórn sómatilfinningu og væri hún starfi sínu vaxin þyrfti hún ekki að gefa út svona aumkunarverða yfirlýsingu.
Svo má spyrja hvort Álfheiður Ingadóttir hafi verið heima með flensu og misst af ríkisstjórnarfundinum í dag?
Mynd: www.dv.is
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
11.10.2009 | 17:00
Fyrirgefning syndanna
Leitin að Jaycee Lee Dugard 1991
Árið 1991 var 11 ára stúlku rænt í námunda við heimili sitt í Kaliforníu. Ekkert spurðist til hennar í 18 ár, þar til í sumar þegar hún gekk inn á lögreglustöð, sagðist heita Jaycee Lee Dugard og sér hafi verið rænt. Náungi að nafni Phillip Garrido ásamt eiginkonu sinni hafði rænt stúlkunni til að peppa upp kynlíf sitt. Girnd sína geymdi hann svo í skúr í bakgarðinum, enda dæmdur nauðgari sem vildi síður hafa yfirvöld snuðrandi í sínum málum. Kæra á hendur honum liggur nú frammi í 29 liðum. Enginn hefur boðist til að safna undirskriftum svo forða megi manninum undan réttvísinni. Svo virðist sem prentarar sitja þar ekki við sama borð og leikstjórar.
Það hefur verið undarlegt að fylgjast með umræðunni um 30 ára gamlan nauðgunardóm leikstjórans Polanski í fjölmiðlum undanfarið; tvískinnungurinn lekur af fólki. Önnur lögmál gilda fyrir fræga fólkið sem þarf ekki annað en skipta um skó til að komast í fréttir. Jafnvel nú þegar heimurinn er að rísa úr öskustó hrunsins og allt skal verða ferskt og nýtt, er nauðgun 13 ára stúlku réttlætt með trámatísku lífshlaupi nauðgarans og ódauðlegu (sic) höfundarverki hans. Skilaboðin eru að í nafni listarinnar eru níðingsverk viðurkennd sem reynslubrunnur listamannsins sem hann getur sótt ódauðleika sinn í. Skiptir þá engu þótt ódauðleikinn hvíli aðeins á þremur sæmilega bitastæðum kvikmyndum.
Polanski hylltur á kvikmyndahátíðinni í Turin, 2008.
Menningarelítan rís upp til varnar. Franskur menningarmálaráðherra telur illa brotið á þessum syni Frakklands, en lendir í klandri vegna eigin hneigða enda pedophilia almennt talin de trop á betri bæjum þar í landi, þ.e. vilji svo illa til að fréttinni sé lekið í heimspressuna. Pólverjar, sem vilja líka eigna sér kauða, tjúllast yfir handtöku Polanskis daginn eftir að þeir samþykkja lög um vönun kynferðisofbeldismanna. Lögin eru að vísu bara til heimabrúks og engan vegin ætluð til að hefta tjáningafrelsi nauðgandi leikstjóra með sérstakar þrár til óþroskaðra stúlkubarna. Agli Helgasyni fannst Polanski flottur, þegar hann heimsótti landið af því að hann var ekkert að smjaðra fyrir Íslendingum, eins og Egill orðar það. Minnimáttarkennd Egils gerir hann alltaf dálítið veikan fyrir erlendum hrokagikkjum. En daginn sem handtaka Polanskis var á allra vörum minnist Egill hans aðeins sem heimsborgara sem getur ekki hugsað sér að búa í "svona litlu samfélagi, en ef maður er fæddur hérna og þekkir ekki annað, þá er það kannski ágætt." Yfirmáta hrokafull yfirlýsing sem hugsanlega stafar af því að Polanski mat aðstöðu barnanauðgara í svona litlu samfélagi óþægilega þrönga. Kynhneigð Polanskis er ekki til umræðu hjá sjálfskipuðum "siðameistara" íslensku þjóðarinnar. Samtök franskra leikstjóra telja tjáningarfrelsinu um gervalla heimsbyggðina ógnað með handtöku Polanskis.
Vinirnir í Hollywood láta ekki sitt eftir liggja. Stjörnuljóminn flykkist um að skrifa nafn sitt á bænaskjal til að fá goðið leyst úr haldi. Helst má skilja á þessu fólki að glæpurinn liggi hjá saksóknara Los Angeles-borgar fyrir óbilgirni í garð þessa útlaga sem neyðst hefur til að þreyja þorrann á vatni og brauði í menningarlegri eyðimörk Evrópu, fjarri uppsprettu sköpunargáfunnar í borg englanna. Það vekur undrun að fólk sem lagt hefur sig fram um að fjalla um ofbeldi, ekki síst kynferðislegt ofbeldi í myndum sínum, skuli hafa svona bjagaða sýn á veruleikann. Leikstjórar eins og Costa-Gavras, Martin Scorsese, David Lynch svo ekki sé minnst á Pedro Almodóvar sem hefur gert kynhvötinni einna hæst undir höfði. Það er ekki víst að fólk horfi á myndina La Mala Educacion með sömu augum nú eftir að hann hefur lagt nafn sitt við listann. Í einfeldni hreifst fólk af meðferð hans á svo viðkvæmu efni, en myndin er ekki bara ádeila á kaþólsku kirkjuna, hún fjallar um afleiðingar þess sem gerist þegar girnd og hvatir leita útrásar í kynferðislegri misnotkun, misbjóða sakleysi barna og skilja eftir sig óbætanleg sálarmein. Ádeila á barnaníðinga sem leynst hafa innan kaþólsku kirkjunnar, en hafa nú verið svældir út og opinberaðir fyrir níðingsverk sín. Enginn mælir þessum mönnum bót. Það er ekki síst fyrir mátt þessara kvikmynda og þau áhrifa sem myndmál þeirra miðlar að augu fólks hafa opnast fyrir leyndum glæpum kaþólsku kirkjunnar.
Með undirskriftalistanum hefur áhrifamætti þessa miskunnarlausa samtímaspegils verið kippt í burt og hann sýnt sig að vera aðeins leikvöllur siðblindra manna, sem klæðast sömu hempu og prestarnir sem þeir höfðu áður steypt af stalli.
Stuðningshópurinn
En það eru líka ljós í myrkrinu. Leikstjóranum Luc Besson var boðið að vera með á listanum, en hafnaði því að setja nafn sitt við framtaka vina sinna. Aðspurður gaf Besson þá skýringu "að þótt hann vilji ekki gerast dómari í málinu, þá eigi hann 13 ára dóttur og yrði hún fyrir slíkri misnotkun myndu 30 ár ekki duga til að afmá það úr huga hans". Gott væri að fleiri áttuðu sig á því.
Morgunblaðið hefur gert máli Polanskis góð skil og nú í Sunnudagsblaðinu er skrefið tekið lengra og fjallað um nauðgun sem "skemmtiefni" í kvikmyndum. Sérstaklega er getið um mynd Gaspars Noé, Irreversible, en í henni er að finna einhverja hrikalegustu nauðgunarsenu sem um getur á hinu hvíta tjaldi. Það má ætla að þeir sem leggja í vinnu af þessu tagi geri sér grein fyrir þeim skelfilegu afleiðingum sem slíkur verkanaður hefur á fórnarlambið. Því hlýtur sú spurning að vakna: hvað vakti fyrir leikkonunni, Monicu Bellucci og leikstjóranum þegar þau settu nafn sitt á bænaskjal Polanskis? Voru vit þeirra lokuð meðan á tökum stóð og lærðu þau ekkert af viðfangsefninu?
Fyrir einhverjum árum varð Japanskur kvikmyndaleikstjóri uppvís að því að skipuleggja raunverulegt morð til að fullkomna listaverk (sic) sitt. Þetta kvikmyndaform hefur öðlast sjálfstætt heiti; "snuff films". Almodóvar hefur gert kynlíf í öllum sínum myndum að umfjöllunarefni, oft á gamansaman hátt en þó með undirtón sem áhorfandinn situr uppi með. Gaspar Noé hefur fært óhugnaðinn fram á bjargbrúnina, þar sem enginn getur lengur vikist undan því að taka afstöðu. Leikkonur sem túlka varnarleysi fórnarlambsins og kalla þannig fram viðbrögð áhorfenda sem þeir vissu ekki að þeir byggju yfir. Hafi boðskapur fylgt verkum þessa fólks var hann endanlega lagður í rúst með samþykki þessara einstaklinga á ofbeldisverki Polanskis. Polanski framdi svívirðilegan glæp sem kallar á refsingu. Í þeim efnum hefur hann enga sérstöðu. Hann stillti sér í flokk með mönnum eins og Phillip Garrido og hinum belgíska Marc Dutroux sem vegna hvata sinna og siðblindu vekja viðbjóð meðal venjulegs fólks.
Mynd 1: www.nydailynews.com
Mynd 2: Á teppinu í Turin á Ítalíu
Mynd 3: www.judexfanzine.net/v3/estrenos.php?id=94
Mynd 4: www.townhall.com
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
4.10.2009 | 10:38
Allt Bush að kenna
Sökudólgurinn er fundinn. Eins og fyrri daginn er það bullan Bush sem er að eitra líf aðdáenda Obama. Við höfum hið heilaga orð Jesse Jackson fyrir því að heimurinn þurfi lengri tíma svo líknandi kraftur messíasar Obama fái grætt þau sár sem átta ára seta Bush í Hvíta húsinu skilur eftir.
Það var meiriháttar áfall fyrir trúarsöfnuð Obama að komast að því að heimurinn krýpur ekki við sömu skör. Stuðningur allrar fjölmiðlaflórunnar í kosningabaráttunni í fyrra gerði að verkum að gagnrýni á BO var afskrifuð sem ómálefnalegur kosningaáróður eða fordómar. Obama var ósnertanlegur sem fékk hann og fylgilið hans til að trúa að allt sem hann sagði og gerði gengi guðdómi næst.
Nú hefur hann setið í embætti í 8 mánuði og veruleikinn er farinn að banka óþægilega uppá. Chicagobúar, sem farnir voru að trúa því að hann gæti gengið á vatni og umsókn þeirra um að halda ólympíuleika 2016 væri nánast formsatriði, þurfa nú að horfast í augu við að þótt allur umheimur vilji sjást á mynd með Obama, þá er sami umheimur ekki tilbúinn að láta allt eftir honum. Í reynd, þá er umheiminum ekkert sérstaklega í mun að fara að vilja hans.
Þrátt fyrir að Obama rétti íslamistum fram opna sáttarhönd virðast þeir ekki hafa tekið eftir því. Talibanar ygla sig enn og ef ekki væri fyrir að nú eru kveðjurnar frá Osama bin Laden stílaðar á Obama mætti ætla að sá gamli hefði ekki heyrt fréttirnar. Og Íranar, þeir halda áfram að auðga sitt úran og skemmta sér við að skjóta upp eldflaugum á tyllidögum. Kim Jong-il sendir Obama reglulega langt nef rétt eins og W. væri enn að setja köttinn út á kvöldin í Hvíta húsinu.
En látum það nú vera, þetta er órólega deildi og ekki við því að búast að þeir taki upp kurteisishjal að hætti Chicagobúa svona umbúðalaust, þ.e.a.s. ef kurteisi Chicagobúa er þáþað sem menn sækjast eftir. En messias er bara ekki heldur að ná sérlega vel eyrum hinnar savant Evrópu. Eins og staðan er núna eru forystumenn Evrópu ýmist undrandi eða óttaslegnir yfir utanríkisstefnu Obama, þ.e. þeir sem ekki hlægja upp í opið geðið á honum eins og Rússar gera. Rússar hafa ekki einu sinni fyrir því að fela það.
Afvopnaður draumaheimur Obama vekur bæði undrun og ótta meðal ráðamanna í Evrópu. Þótt ekki sé fjallað um aulastefnu Obama í íslenskum fjölmiðlum fóru viðbrögð Sarkozy Frakklandsforseti, við sjálfhverfu Obama á fundi öryggisráðs SÞ um daginn, vítt um flóru erlendra miðla.
Dayly Telegraph lætur forsetum Bandaríkjanna og Frakklands í öryggisráðsins þ. 24. september eftir orðið:
Obama: We must never stop until we see the day when nuclear arms have been banished from the face of the earth.
Sarkozy: We live in the real world, not the virtual world. And the real world expects us to take decisions.
President Obama dreams of a world without weapons but right in front of us two countries are doing the exact opposite.Iran since 2005 has flouted five security council resolutions. North Korea has been defying council resolutions since 1993.I support the extended hand of the Americans, but what good has proposals for dialogue brought the international community? More uranium enrichment and declarations by the leaders of Iran to wipe a UN member state off the map,
Í nýjustu grein sinnií Washington Post bendir Charles Krauthammer á að þegar franskur forseti er farinn að tukta forseta Bandaríkjanna til þá sé botninum náð. Með upplýsingar um nýja kjarnorkuvinnslustöð í Íran upp á vasann ákvað Obama að láta drauma sína taka flugið í stað þess að nýta hið einstaka tækifæri sem honum bauðst og krefjast aðgerða öryggisráðsins varðandi Íran. Fullkomlega egotistical ákvörðun á kostnað varnarbandalags vestrænna lýðræðisríkja. Pistil sinn endar Krauthammer á að vitna í ummæli Bismarcks fyrrum kanslara Þýskalands sem sagði: "að forsjáin verndi fávita, byttur, börn og bandaríki Norður Ameríku" við þetta bætir Krauthammer "Bismarck sá ekki Obama hjá SÞ. En það gerði Sarkozy".
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
1.10.2009 | 20:13
Hinir raunverulegu hryðjuverkamenn
Enn einu sinni liggja Íslendingar undir hótunum terroristanna í stjórnarráðinu. Jóhanna og skósveinn hennar hóta vist í Víti ef við samþykkjum ekki Icesave-drápsklyfjarnar. Borið er við að endurreisn efnahagslífsins tefjist um mörg ár ef við samþykkjum ekki að greiða skuldir einkabankans og að lánshæfismat landsins muni seint bera þess bætur. Hryllirinn Gylfason stingur svo reglulega upp kollinum (eða niður pennanum) og grettir sig á síðum Fréttablaðsins. Sauðsvartur almúginn skilur ekki þessa (hunda) lógík því okkur var alltaf talin trú um að við ættum ekki að taka á okkur meiri skuldbindingar en við réðum við. Því síður skiljum við hvernig lánshæfismatið geti batna eftir að Icesave-klafinn verður á okkur lagður.
Við erum farin að venjast þessum hótunum. Þær eru nú næstum daglegt brauð, en eftir að Bretar lýstu okkur hryðjuverkamenn með samþykki Evrópusambandsins, seðlabanka þess og "frænda" okkar á Norðurlöndum er ekki margt fleira sem getur raskað ró okkar. Eða eins og einhver sagði: Af botninum er aðeins ein leið fær og hún er upp, að því gefnu að við lifum þetta af.
Margir undruðust ákvörðun Breta að skella hryðjuverkalögum á landið síðast liðið haust. Á varnarlausa þjóð hvers helsta vígbúnað er að finna um borð í hvalveiðabátum sem lengst af lágu bundnir við bryggju. Undrun okkar jókst þegar seðlabanki Evrópu hafnaði aðstoð við okkur. Vissu þeir ekki að utanríkisráðherrann og allur hennar vígreifi flokkur var tilbúin að vaða eld og brennistein ef aðeins hann mætti ganga í sæng þeirra? Ekki batnaði það þegar Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn tók að sér innheimtuhlutverk fyrir þessar "vinaþjóðir" okkar og "frændþjóðirnar" lögðust á hliðina.
Þessi undrun sem við upplifðum í fyrrahaust entist aðeins á meðan sárasta sjokkið reið yfir, nú erum við orðin sjóuð og þolum hótanirnar betur. Nú vitum við líka hvernig stórveldin haga sér gagnvart smáþjóðum sem þær geta haft gagn af. Við erum valdapólitískur konfektmoli sem Samfylkingin ætlar að færa Evrópusambandinu á silfurfati.
Í þröngri varnarstöðu á heimavígstöðvunum sá Gordon Brown sér leik á borði þegar hann setti hryðjuverkalög á Ísland. Hann átti tryggan stuðning ESB enda einn þeirra sem undirrituðu Lissabon sáttmálann (stjórnarskrá ESB).
Þeir sem halda því fram að sáttmálinn taki ekki gildi fyrr en eftir að Írum verður þröngvað til að greiða atkvæði með honum ættu að vita betur. Undirbúningur er á fullu og Brusselbullurnar hafa unnið eftir sáttmálanum á bakvið tjöldin allar götur frá undirritun.
Eins og skytturnar hans Dumas stendur ESB með sínum. Þegar hryðjuverkaógn eða árás steðjar að einni ESB þjóð þá standa þær saman sem ein (nema náttúrlega ef Rússar gerðu sig líklega til að leggja eitthvert smáríkið á austurkantinum undir sig). Einn fyrir alla, allir fyrir einn. Loforð sem meitlað er í sáttmálann og má finna í fimmtu "Samstöðugrein" samningsins. Sambandið heitir því þar að beita öllum tiltækum ráðum til að hrinda árás af höndum sér sem og aðildarþjóða.
Bretar innkölluðu loforð samstöðugreinarinnar þegar þeir skilgreindu banka Íslands sem terrorista. ESB greip tækifærið fegins hendi til að sýna samstöðu og mátt, enda ekki að vita hvenær ESB fær næst tækifæri til að mæta jafn verðugum andstæðingi sem Ísland er. Er furða þótt við höfum fyllst undrun.
Hverjir skyldu nú hinir raunverulegu hryðjuverkamenn vera?
Mynd 1: www.rúv.is
Mynd 2: Dæmigerður Íslendingur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Janúar 2021
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Desember 2014
- Júlí 2014
- Desember 2012
- Maí 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
Bloggvinir
- baldher
- gattin
- tilveran-i-esb
- gun
- gustaf
- haddi9001
- heimssyn
- aglow
- jonvalurjensson
- ksh
- altice
- skrafarinn
- sigurgeirorri
- blauturdropi
- postdoc
- olijoe
- hugsun
- iceberg
- annabjorghjartardottir
- borgfirska-birnan
- eeelle
- gessi
- elnino
- muggi69
- gustafskulason
- bassinn
- krist
- samstada-thjodar
- fullveldi
- valdimarjohannesson
- thjodarheidur
Bækur
Valið er mitt
Á, við og undir náttborðinu
-
: The Tyranny of Guilt; An Essay on Western Masochism (ISBN: 978-0-691-14376-7)
Góð greining á vandamálum Vesturlanda
-
: Þjóðmál_sumar 2010
Skyldulesning ársins
-
: Vísnafýsn (ISBN: 978-9979-2-2115-9)
Léttleiki í fyrirrúmi með djúpum undirtón
-
: Margherita Dolce Vita (ISBN: 1-933372-20-6)
Ádeila á neysluhyggju sögð með of mörgum orðum.
-
: Stolen without a Gun; confessions from inside history´s biggest accounting fraud (ISBN: 978-0-9797558-0-4)
Kennsla í aðferðafræði. -
: The Curious Incident of the Dog in the Night-Time (ISBN: 0 099 47043 8)
Sérstök bók; fyndin og döpur í senn.
-
: 79 af stöðinni (ISBN: 978-9979-53-523-2)
Sunnlenska bókakaffið blífur
-
: The Big Sort (ISBN: 978-0-618-68935-4)
Pólarísering í velmegunar samfélagi.
-
: Slander (ISBN: 1-4000-4952-0)
Fróðleg og fyndin
-
: Fjölmiðlar 2007 (ISBN: 978-9979-651-36-9)
Góð upprifjun
-
: The Nanny State (ISBN: 978-0-7679-2432-0)
Forsjárhyggja framar öllu
-
: Shakespeare (ISBN: 13-978-0-00-719790-3)
Það sem við vitum ekki um skáldið frá Stratford. Í senn fyndin og fróðleg.
-
: Shoot the Puppy (ISBN: 978-0-141-02706-7)
Útlistun á orðræðu viðskipta-og fjármálageirans, þar sem stríðsleikir samtímans fara fram.
-
: Lost in Translation (ISBN: 978-1-84317-272-7)
Góð í ferðalagið
-
: Surrender Is Not an Option (ISBN: 978-1-4165-5284-0)
Segir allt sem segja þarf um erindisleysu okkar í Öryggisráð SÞ
-
: House of Meetings (ISBN: 978-0-676-97787-5)
Bók sem vert er að eyða tíma í að lesa.