Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2008
31.8.2008 | 10:56
Palin er ekki svo slæmur kostur
Ný könnun frá Zogby bendir til að McCain hafi gert rétt í að velja Söru Palin sem varaforsetaefni. Könnunin sýnir að McCain/Palin hafa fylgi 47% aðspurðra á meðan Obama/Biden hafa 45%. Könnunin er gerð frá föstudags eftirmiðdag til sama tíma laugardag og hún er á landsvísu.
Tölurnar segja reyndar bara hver staðan er núna, en það er athyglisvert að þrumuræða Obama á fimmtudagskvöldinu skuli ekki vega þyngra.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.8.2008 | 16:40
Plús fyrir McCain
Gott hjá McCain, hann er ekki aldeilis af baki dottinn. Þótt ég hefði heldur kosið að hann veldi Key Hutchinson, þá gerði hann vel að velja konu sem varaforsetaefni sitt, það er að segja ef þessi frétt er staðfest.
Með því að velja konu heggur hann þónokkuð skarð í nýjabrumsútnefningu demókrata, og hugsanlega nær hann í eitthvað af Hillary fylginu í leiðinni. Hann ætlar greinilega ekki að láta Barak Obama verma sig of lengi við eldinn.
Varaforsetaefni McCain | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.8.2008 | 23:39
Breyting sem við megum trúa
Barak Obama lofar breytingum. Hann hefur rekið kosningabaráttu sína á kjörorðinu: Breyting sem við megum trúa. Ungur, svartur og framúrskarandi ræðumaður; efnasamsetning sem gaf tilefni til að trúa að nú væru breytingar í aðsigi. Og viðbrögðin stóðu ekki á sér. Lýðurinn féll að fótum hans og hyllti, og orð hans hafa hljómað heimshafanna á milli og stundum jafnvel skolast yfir álfur og lönd svo enginn sem á hlýddi verður nokkurn tíma aftur samur.
En nú er komið bakslag. Þrátt fyrir vaska sendinefnd stuðningsmanna frá Íslandi, þau Silju Báru og Dag B, er eins og Obama komist ekki í gírinn, jafnvel spurning hvort gírkassinn sé ekki bara ónýtur. Hvernig má vera að þessi skærasta stjarna stjórnmálahiminsins sem sést hefur í hart nær 50 ár, nái ekki einu sinni að skjóta gamlingjanum McCain aftur fyrir sig í þeirri viku sem öll athyglin beinist að útnefningu demókrataflokksins. Ekki vantar að athyglin hafi verið á hinum unga ræðusnilling. Síðustu 10 daga eða svo, hefur ekki liðið sá fréttatími þar sem ekki hefur verið boðað að Obama væri í þann mund að útnefna varaforseta efni sitt. Nú vitum við hver hlaut hnossið.
Það var ekki Hillary Clinton sem atti kappi við kauða af mikilli harðfylgni. Það var heldur ekki John Edwards sem barnaði samstarfskonu sína á meðan bandaríska þjóðin fylgdist með baráttu konu hans við krabbamein. Það var heldur ekki Kathleen Sebelius ríkisstjóri í Kansas sem hefði kannski tekið til sín eitthvað af nýjabrumsljómanum. Nei, heiðurinn hlaut gamall atvinnupólitíkus sem setið hefur í Washington nánast eins lengi og Obama hefur dregið andann hér á jörð. "So much for change".
Joe Biden er innsti koppur í búri lobbyistanna og lögfræðinganna í Washington DC. Sonur hans er skráður lobbyisti og Biden hefur tekið við > 5 milljón dollurum í framlög frá þessum hópum svo ekki sé minnst á framlögin frá fjármálageiranum og byggingaverktökunum. Það eru þessir hópar sem Obama var að lofa að takast á við þegar (ef, var ekki til í orðabók hans lengst framan af) hann tæki við forsetaembættinu.
Ef, hefur núna stimplað sig dyggilega á forsíðu orðabókar hans. Þetta ef, sem varð þess valdandi að hann valdi þennan gamla innanbúðarmann úr Washingtonklíkunni. Obama var að reyna að bregðast við ásökunum um reynsluleysi með því að taka inn mann sem hefur langan feril í utanríkismálanefndum þingsins. Mann sem greiddi atkvæði með stríðinu í Írak. Mann sem greitt hefur atkvæði á svipuðum nótum og Obama og tekur því ekki með sér neitt nýtt fylgi og er í þokkabót norðurríkjamaður rétt eins og Obama sjálfur. Mann sem fyrir 20 árum bauð sig fram til forseta en hrökklaðist frá þegar hann varð uppvís að ritstuldi. Mann sem keppti við Obama um útnefninguna nú í vetur og lýsti þá stuðningi við McCain og frati á Obama. Mann sem færi létt með að gleyma hver er aðal og hver er til vara.
Nei, það er ekki að undra að eftir þrjá mánuði af grúppíuæði og nær hálfan mánuð af stanslausri upphitun fyrir Obama þá mælir Gallup fylgi hans aðeins einu prósentustigi yfir fylgi gamla fusksins (sic) og Rasmussen hefur McCain yfir með sama mun. Obama má taka á honum stóra sínum ef hann ætlar að halda uppi stuðinu fyrir þessa 80,000 stuðningsmenn sem von er á að fylli leikvöllinn þar sem hann mun taka á móti útnefningunni. það er að segja ef Hillary stelur ekki senunni.
Breytingin mun hins vegar láta á sér standa og það er það sem skoðanakannanirnar eru að mæla þessa dagana.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.8.2008 | 17:16
Barnung brúður
Þær eru ekki allar háar í loftinu hinar íslömsku brúðir. Átta ára gömul stúlka leitast nú við að fá skilnað frá eiginmanni sínum sem er á sextugs aldri. Málið verður tekið fyrir innan skamms samkvæmt frétt í sádiska dagblaðinu Al-Watan.
Móðir stúlkunnar styður hana til skilnaðarins, en faðirinn hafði gefið hana eða selt án vitundar þeirra mæðgna. Vonir standa til að skilnaðurinn gangi eftir því vitað er um eitt slíkt dæmi í Yemen fyrr á þessu ári. Von sem ekki byggi á sérlega sterkum grunni. Mannréttindahópar hafa tekið sig saman um að skrifa sádísku konungsfjölskyldunni bænarbréf, sem segir líka nokkuð um sjálfstæði réttarkerfisins.
Ekki yrði ég hissa þótt Sádar styddu okkur frekar til setu í Öryggisráðinu en skilnað stúlkunnar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
21.8.2008 | 23:43
Svandís frá Orleans
Hún Svandís Svavarsdóttir kann að koma orðunum að því. Kófsveitt og froðufellandi sendir hún dembuna yfir Óskar Bergsson í tíufréttum. "Einkavinavæðing" svo ekki sé minnst á að Framsókn kunni að "nota vinatengsl til að koma ár sinni fyrir borð". Það hlýtur að vera þægilegt líf þarna inni í sápukúlunni sem Svandís hefur hreiðrað um sig í. Þar truflar ekkert sem gæti komið henni illa.
Það er svo ótrúlega fyndið að hlusta á þessa vandlætingu Svandísar, eftir aðkomu hennar sjálfrar að málefnum Orkuveitunnar. Þegar allt fór í háaloft síðast liðið haust stóð Svandís efst á bálkestinum eins og mærin frá Orleans hrópandi áfrýjunar orð til lýðsins. Og viti menn, hún kveikti bál í brjósti margra. Vandinn var bara sá að ólíkt mærini frá Orleans skorti Svandísi kjark til að halda ótrauð áfram. Með völdin hjá sér fannst henni þó sjálfsagt að "nú þyrfti að róa umræðuna". Og þegar umræðan hafði róast hverja skipaði hún þá til að sópa ósómanum út úr Orkuveitunni? Einhverja óháða kunnáttumenn í orkumálum? Nei, ekki aldeilis.
Vinahópur Svandísar virðist ekki sérlega stór því annars gæti einhverjum dottið í hug að væna hana um einkavinavæðingu. En slíkan ósóma léti Svandís aldrei um sig spyrjast. Hún vílaði hins vegar ekki fyrir sér að skipa fyrrverandi eiginmannsinn til setu í stjórn OR. Og hún er bara svo heppin að eiga mágkonu sem er til í að taka að sér að létta undir með henni þegar lítið liggur við, eða hvernig er ættartengslum Svandísar og Láru V. Júlíusdóttur annars háttað? Þessi ágæta Lára lét sér ekki muna um að gera mágkonu/svilkonusinni Svandísi þann greiða að skrifa skýrslu um REI ævintýrið. Verk sem tók lengri tíma en meirihlutaseta Svandísar sjálfrar. Það hefur ekki verið upplýst hvort umrædd Lára hafi sent reikning til Svandísar eða hvort borgarbúar fái að greiða hann með útsvarinu sínu. En kannski tók Lára ekkert fyrir greiðann, svona af því að þetta var bara, svona innan fjölskyldunnar.
Engin einkavinavæðing á ferðinni þar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
19.8.2008 | 15:43
Hefði Ingibjörg ekki bara átt að sitja heima?
Aðalritari NATO, Jaap de Hoop Scheffer segir að "business as usual" verði ekki á dagskrá varðandi NATO-Rússlands samstarfið dragi Rússar sig ekki út úr Georgíu. Þetta er útkoman eftir utanríkisráðherrafundinn í dag. Ekki stór yfirlýsing þegar litið er til þess að bæði Frakkar og Þjóðverjar draga lappirnar hvað varðar aðgerðir. Margir stórir karlar (auk Ingibjargar og Condi auðvitað) en niðurstaða er að það megi ekki styggja Rússa, því þá gætu þeir hætt við að draga herlið sitt til baka. Já, þær bera mikinn þunga þessar undirskriftir nú til dags.
Ingibjörg hefði gert betur með að spara sér ferðina enda ekki víst að nokkur maður hefði saknað hennar. Myndskeið Moggans ber það, í það minnsta, með sér.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
19.8.2008 | 10:44
Já, eru þeir á leiðinni út út Georgíu?
Rússar velja sér sérkennilega leið út ú hinu hernumda landi. Samkvæmt landakorti ætti leið þeirra að liggja austur eða norður. Hvernig stendur þá á því að herir þeirra snúa sér til vesturs? Í nótt lögðu þeir undir sig höfnina í Poti sem stendur við Svartahafið, hnepptu sveit landhelgisgæslunnar í varðhald og sprengdu hraðbát gæslunnar í loft upp. Ekki beinlínis fararsnið á strákunum, eða hvað?
Höfnin í Poti er stærsta höfnin á svæðinu og um hana fara ekki bara flutningar til og frá Georgíu heldur líka Armeníu, Azerbaijan og reyndar allra þjóða Mið-Asíulanda. Með því að leggja undir sig höfnina í Poti og sprengja önnur samgöngumannvirki hefur innrásarliðinu tekist að lama Georgíu.
NATO er líka lamað, fregnir berast af neyðarfundi utanríkisráðherra NATO ríkjanna, eins og við mátti búast eru skoðanir skiptar um hvað skuli gera. Ætli menn láti sér ekki bara nægja að benda á að vopnahléssamninginn beri að virða. Hver skyldu skilaboð Ingibjargar Sólrúnar vera inn á fundinn?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.8.2008 | 16:59
eða hinn
Rússar hefja brottför hersins á morgun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.8.2008 | 16:41
Hvaða verði kaupir maður friðinn?
Þrátt fyrir stöðugar yfirlýsingar vinstri-friðarsinna um að barátta gegn hvers konar hernaðarbrölti sé barátta fyrir friði, þá skortir nokkuð upp á að þar fylgi sannfæring máli. Nú þegar fréttaflutningi af hrakförum Bandaríkjahers í Írak hefur loksins slotað vegna frábærs árangurs hans gegn uppreisnaröflum er eins og "friðelskendur" hafi fundið sína fullkomnu hvíld. Fáeinir hristu af sér slenið þegar Kína beitti aflsmunum í Tíbet, enginn virtist taka eftir hernaði Búrmastjórnar gegn hrjáðum þegnum sínum hvað þá vargöldinni í Zimbabwe og Súdan og enginn hreyfir mótmælum nú þegar Rússneski herinn leggur Georgíu að fótum sér. Á meðan Bandaríkjamenn eru ekki aðilar að beinni íhlutun ríkir þögn í herbúðum friðarsinna.
Þögnin núna vegna innrásar Rússa í Georgíu er dæmi um þessi sérstöku gleraugu sem vinstri-friðarsinnar bera. Kannski er Georgía ekki alveg búin að ná tökum á lýðræðishugtakinu, en þeir hafa kosið sér stjórn og forseta og þeir eru að feta sig fram veginn. Samkvæmt hádegisfréttu þá er þar jafnvel að finna stjórnarandstöðu sem nú þjappar sér um stjórnvöld og segist sjálf vilja ákveða hvenær hún losar sig við sinn forseta. Í Rússlandi í dag er stjórnarandstaðan jafn kyrfilega falin og hún var á sovéttímanum. Nú er ekki lengur haft fyrir því að sviðsetja réttarhöld, eins og Stalín gerði forðum, gegn þeim sem veita mótspyrnu og reyna að upplýsa almenning um ástandið, nú eru menn bara teknir af lífi hvar sem þeir eru staddir þegar böðlana ber að. Blessun hinna "friðelskandi" fylgir þeim.
Vopnahléssamningurinn milli Rússa og Georgíumanna sýnir að Evrópa er til í allt nema standa við bakið á þeim sem hallir standa. Sarkozy miðlaði þar málum á meðan byssukjaftar rússnesku skriðdrekanna stóðu í kokinu á Georgíumönnum. Rússar hafa aðkomu að öllum samningum og fyrsta krafan er að forsetinn víki áður en sest er að samningaborði. Þeir hafa öll tögl og allar hagldir og enn einu sinni fáum við að horfa upp á finnlandiseringu smáþjóðar í skugga vænisjúks stórveldis. Evrópa mun horfa á og vona að olían haldi áfram að renna inn á bensínstöðvarnar og í kyndiklefa húsa sinna, því Evrópubúar eru líka svo friðelskandi.
Enginn getur haldið því fram að innrásin í Georgíu komi þeim á óvart. Fyrrum sovétlýðveldin hafa alltaf vitað við hverju mætti búast. Sum náðu að forða sér inn í ESB og NATO önnur, sem ekki byggðu á gömlum tengslum, voru svifaseinni og lentu fyrir utan garð. En mun ESB og NATO hafa einhvern kraft til að verja þessi lönd ef á reynir? NATO hafnaði þátttökuaðild Georgíu og Úkraínu fyrir skömmu og við sjáum hvaða afleiðingar það hefur. Úkraína kallar nú á hjálp. Munum við leggja við hlustir? Hvað með Pólland sem beið ekki boðanna og skrifaði snarlega undir eldflaugavarnasamninginn við Bandaríkin. Nú er þeim hótað kjarnorkuárás. Er kjarnorkuárás á Pólland líkleg til að vekja "friðarsinna" af þyrnirósarsvefni sínum. Er Pólland nógu nálægt til að hrista upp í Evrópu?
Stríð er ekki kostur sem nokkur friðelskandi maður velur, en þegar þrengist um kostina þá tekur maður upp vopnin. Þrátt fyrir nýfengið ríkidæmi Rússa í orkumálum þá er margt sem þá skortir til að geta talist gjaldgengir. Þeir vilja sýni veldi sitt og auð víðar en hjá þrælaþjóðum sínum. Þeir vilja vera málsmetandi og hafa rödd í alþjóðamálum. Á þeim vettvangi þurfa þeir að sýna að þeir séu viðræðuhæfir. Ef yfirgangur og ofríki er eini samskiptamátinn sem þeir hafa yfir að ráða þá eiga Vesturlönd enn tækifæri til að setja þeim skorður. Vísa þeim úr NATO samráðinu (ef það hefur ekki enn gerst), leysa upp G-8 hópinn og stofna nýtt lýðræðisbandalag um þau málefni, halda þeim utan við Alþjóðaviðskiptastofnunina og síðast en ekki síst sniðganga vetrarólympíuleikana í Sokki 2014. Eftir reynsluna af loforðasvikum Kínverja í mannréttindamálum í tengslum við Ólympíuleikana nú, má gera ráð fyrir að fleiri en færri séu til í að reyna slíkt "boycott".
Númer eitt, þá má ekki bíða lengur eftir að segja STOPP. Gangi þetta ekki upp má búast við að Rússar stilli okkur upp fyrir framan þyngri og harðari vopnum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.8.2008 | 08:37
Afhverju ESB og NATO?
Nú sjáum við hvers vegna þjóðir sem áður tilheyrðu áhrifasvæði Sóvétríkjanna hafa sótt svo stíft eftir aðild að Evrópusambandinu og inngöngu í NATO. Sóvéski björninn sleppir aldrei takinu. Rétt eins og Rússar hafa verið með afskipti af innanríkismálum landa Austurevrópu, þá hafa þeir verið að íhlutast um málefni Kákasuslýðveldanna. Tjetsenía er í rúst og nú eru þeir tilbúnir að leggja Georgíu í rúst til að sýna mátt sinn.
Þeir voru heppnir sem náðu að hlaupa í skjól Evrópusambandsins í tæka tíð. Ákafi þessara landa eftir inngöngu í ESB hefur verið notaður hér í áróðrinum fyrir ESB aðild. Við sjáum nú að fyrir þessar þjóðir er ESB aðild ekki bara tákn um frelsi heldur jafnvel spurning um líf eða dauða.
Enginn veit hvað framtíðin ber í skauti sér, en frjáls þjóð á ekki að þurfa á slíkum hvata að halda. Við viljum hafa rödd og við viljum að sú rödd hljómi í nafni frelsis ekki ánauðar, það tryggjum við best með samvinnu við þjóðir sem halda sömu gildi í hávegum.
Rússar setja hafnbann á Georgíu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Janúar 2021
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Desember 2014
- Júlí 2014
- Desember 2012
- Maí 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
Bloggvinir
- baldher
- gattin
- tilveran-i-esb
- gun
- gustaf
- haddi9001
- heimssyn
- aglow
- jonvalurjensson
- ksh
- altice
- skrafarinn
- sigurgeirorri
- blauturdropi
- postdoc
- olijoe
- hugsun
- iceberg
- annabjorghjartardottir
- borgfirska-birnan
- eeelle
- gessi
- elnino
- muggi69
- gustafskulason
- bassinn
- krist
- samstada-thjodar
- fullveldi
- valdimarjohannesson
- thjodarheidur
Bækur
Valið er mitt
Á, við og undir náttborðinu
-
: The Tyranny of Guilt; An Essay on Western Masochism (ISBN: 978-0-691-14376-7)
Góð greining á vandamálum Vesturlanda
-
: Þjóðmál_sumar 2010
Skyldulesning ársins
-
: Vísnafýsn (ISBN: 978-9979-2-2115-9)
Léttleiki í fyrirrúmi með djúpum undirtón
-
: Margherita Dolce Vita (ISBN: 1-933372-20-6)
Ádeila á neysluhyggju sögð með of mörgum orðum.
-
: Stolen without a Gun; confessions from inside history´s biggest accounting fraud (ISBN: 978-0-9797558-0-4)
Kennsla í aðferðafræði. -
: The Curious Incident of the Dog in the Night-Time (ISBN: 0 099 47043 8)
Sérstök bók; fyndin og döpur í senn.
-
: 79 af stöðinni (ISBN: 978-9979-53-523-2)
Sunnlenska bókakaffið blífur
-
: The Big Sort (ISBN: 978-0-618-68935-4)
Pólarísering í velmegunar samfélagi.
-
: Slander (ISBN: 1-4000-4952-0)
Fróðleg og fyndin
-
: Fjölmiðlar 2007 (ISBN: 978-9979-651-36-9)
Góð upprifjun
-
: The Nanny State (ISBN: 978-0-7679-2432-0)
Forsjárhyggja framar öllu
-
: Shakespeare (ISBN: 13-978-0-00-719790-3)
Það sem við vitum ekki um skáldið frá Stratford. Í senn fyndin og fróðleg.
-
: Shoot the Puppy (ISBN: 978-0-141-02706-7)
Útlistun á orðræðu viðskipta-og fjármálageirans, þar sem stríðsleikir samtímans fara fram.
-
: Lost in Translation (ISBN: 978-1-84317-272-7)
Góð í ferðalagið
-
: Surrender Is Not an Option (ISBN: 978-1-4165-5284-0)
Segir allt sem segja þarf um erindisleysu okkar í Öryggisráð SÞ
-
: House of Meetings (ISBN: 978-0-676-97787-5)
Bók sem vert er að eyða tíma í að lesa.