Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2008
6.8.2008 | 10:54
Obama og olíufélögin
Áróðursstríðið fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum er nú að komast á fulla ferð. Myndbönd McCain um stjörnudýrkun fjölmiðla á Obama og sjálfsupphafningu hans áttu stóran þátt í að slá á fylgisaukninguna sem "forsetaferðin" til Evrópu gat af sér. Dregið hefur saman með frambjóðendunum í könnunum svo nú má vart á milli sjá hvor hafi betur.
Obama er nú að snúa vörn í sókn, en slæðir í gruggugu vatni. Hann ásakar John McCain um að ganga erinda olíufélaganna og nýtir sér þar óvinsældir Cheney varaforseta, með því að spyrða McCain við Cheney. Þetta ætti, að öllu jöfnu, að styrkja stöðu hans meðal óánægðra kjósenda. En líklega skaut Obama þarna yfir markið, með því að draga athyglina að orkutillögum McCains vekur hann upp gamla drauga úr eigin fortíð.
Það var nefnilega Barak Obama sjálfur sem greiddi atkvæði með umdeildu frumvarpi sem fram kom árið 2005 um ýmisleg fríðindi til handa olíufélögunum. Fríðindi sem hann nú segist vera á móti. Þessi tilraun til að spyrða McCain við Cheney og olíurisana hlýtur þó að mistakast, því það var McCain, en ekki Obama, sem greiddi atkvæði gegn frumvarpinu á grundvelli þess að það veitti olíufélögunum milljarða dollara skattaafslátt. Þetta útspil Obama verður varla flokkað undir annað en lýðskrum, ekki síst í ljósi þess að þótt hann geri mikið úr greiðslum olíukónganna í kosningasjóð McCains þá gleymir hann að geta um peninga þessara herramanna í hans eigin sjóð.
Paris Hilton hefur nú blandað sér í slaginn (tilneydd) og sýnir þar að hún er fagmanneskja fram í fingurgóma. Það er hins vegar umhugsunarefni hvort kröftum hennar væri ekki betur varið í eitthvað annað. McCain þakkar henni þó fyrir aðstoðina, því myndband hennar sýni að hún styðji við orkutillögur hans sjálfs.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
3.8.2008 | 15:17
Vér erum sá sem við höfum beðið eftir ...
Það hlaut að koma að því að fólk átti sig á í hvaða farvegi þessi kosningabarátta rann. Obama hefur komist upp með ótrúlega innihaldssnauða kosningabaráttu, ekki bara gagnvart McCain heldur líka Hillary Clinton. Fjölmiðlar hafa alið á þessari Obamaniu og gengu einfaldlega of langt. Það var ekki hjá því komist að fólk áttaði sig.
Myndböndin sem Eyþór Arnalds setti við þessa frétt gera ekkert annað en að sýna Barak Obama. Hvernnig getur það verið neikvætt? Það getur aðeins verið neikvætt ef framganga Obama er á einhvern hátt ámælisverð eða að spunnin sé upp froða persónudýrkunnar án innihalds. Það síðar nefnda á svo sannarlega við.
Hvort kom á undan eggið eða hænan? Er Obama bara tungulipur narkisisti eða gáfu fjölmiðlar honum ekki nægilegt aðhald í upphafi? Hvert sem svarið er þá virðist athyglin hafa stigið honum til höfuðs. Hann féll í þá gryfju að líta á sig sem kjörinn forseta og jafnvel að hafa þegið upphafningunni frá Guði, eða hvað annað fær mann til að setja fram jafn álkulega yfirlýsingu og þessa: Vér erum sá sem við höfum beðið eftir.
Allar kannanir sýna að hann á óskorað fylgi menntamanna hvað sem öðrum hópum líður. Ef þetta er afrakstur menntunar þá hlýtur maður að spyrja sig hvað menntun fyrirstilli eiginlega nú til dags?
Frambjóðendur hnífjafnir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
2.8.2008 | 12:23
Köld eru kvenna ráð
Stjórnunarstíll kvenna hefur oft verið til umræðu nú síðustu ár. Margar konur halda því fram að heiminum væri betur stjórnað ef konur hefðu þar meiri aðkomu. Nýleg dæmi sýna þó allt annað.
Flestir eru búnir að átta sig á stjórnunarstíl Ingibjargar Sólrúnar. Hann kallast kafbátahernaður og felur meðal annars í sér að kúvenda má stefnu hvenær sem hennar persónulegu hagsmunir bjóða svo.
Stjórnunarstíll Þórunnar Sveinbjarnardóttur hefur verið að koma í ljós á þeim tíma sem hún hefur setið sem umhverfisráðherra. Það er að segja ef hægt er að setja hugtakið stjórnun inn í þann stíl sem Þórunn beitir. Ráðleysið ríkti í ísbjarnarmálunum. Í því fyrra gaf hún alla stjórnun frá sér og sagði bara "gerið það sem gera þarf". Hið síðara mun verða henni til háðungar það sem eftir lifir. Þar vegur kannski þyngst ákvörðun hennar um að setja fjölmiðlabann á umræðuna. Gerræðisstíll er því nær skilgreiningunni um stíl Þórunnar.
Þetta stílbrigði er aftur komið á kreik, nú í nafni "náttúrunnar", sem umfram allt skal verja fyrir "græðgi" mannanna. Þórunn er þó ekki svo vitlaus að leggja til atlögu við sína eigin kjósendur. Nei, Helguvík skal þyrmt fyrir umhverfisúttekt. Hins vegar er henni ekki eins annt um sveitavarginn á norðausturhorninu. Hann getur étið það sem úti frýs.
Umhverfisráðherra opinberar með aðgerðum sínum gegn framkvæmdum á Bakka, þá mannfyrirlitningu sem er grunnur að allri sósíalískri hugsun, þ.e. að einstaklingurinn er einskis virði. Afkoma hans skiptir engu máli þegar "hugsjón" er annars vegar. Samfylkingin (því varla gerir Þórunn þetta án samþykkis flokks og formanns) er með þessu að segja að hún ætli ekki að taka þátt í því að rétta þjóðarskútuna af. Samfylkingin gerir sig stikkfrí og lætur frekar innistæður og eignir fjölskyldnanna í landinu brenna upp, en að taka þátt í því að koma skikki á fjármálin. Náttúran og Evrópusambandsaðild skiptir Samfylkinguna meira máli.
Stjórnunarstíll kvenna kemur víðar við sögu. Við erum að sjá sambærilega hluti gerast á Bandaríkjaþingi þessa dagana. Í gær sleit forseti þingsins, Nancy Pelosi, þinginu og send það heim í 5 vikna frí, frekar en að láta reyna á fylgi þingmanna við frumvarp Bush forseta um að aflétta banni við olíuborun á friðuðum svæðum. Bensínkostnaður er að sliga bandarískan almenning og kannanir sýna að hátt í 80% landsmanna vilja að banninu verði aflétt. Þingmenn demókrata hefðu staðið frammi fyrir erfiðri ákvörðun.
En frekar en að sinna hlutverki sínu gagnvart bandarískum neytendum kýs Pelosi að hindra að vilji demókratískra þingmanna komi í ljós. Hin vellauðuga Pelosi er nefnilega að "bjarga plánetunni". Bensínverð skiptir hana engu, fyrir utan að hún vill bara að einhverjir aðrir en Ameríkanar sjái um borunina, því fyrir aðeins 2 mánuðum síðan kröfðust þingmenn demókrata að Sádar ykju framleiðslu sína um milljón tunnur á dag.
Repúblikanar voru ekki sáttir við þessi málalok, vildu að tillagan yrði borin undir atkvæði. Þeir neituðu því að yfirgefa þinghúsið og héldu umræðum áfram. Þá birtist stjórnunarstíll Pelosi í sinni skýrustu mynd. Eins og gamalreyndur KGB foringi lét hún vísa fréttariturum út úr þinghúsinu. Þegar það dugði ekki lét hún slökkva á hljóðnemum og þegar það dugði ekki lét hún slökkva ljósin í húsinu. Má orða það svo að þar með hafi demókratar á Bandaríkjaþingi slökktu lýðræðisljósið.
Völd eru vandmeðfarin. Framferði þessara kvenna ber ekki með sér að konum sé sérstaklega treystandi fyrir völdum. Þessar konur eru þó ekki endilega fulltrúar kvenkyns, þótt þær séu vissulega fulltrúar ákveðins hóps kvenna. Sem betur fer eru til konur sem kunna að umgangast völd af virðingu, það gera þær konur sem átta sig á að virðing fyrir fólki skiptir meira máli en virðing fyrir völdum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Janúar 2021
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Desember 2014
- Júlí 2014
- Desember 2012
- Maí 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
Bloggvinir
- baldher
- gattin
- tilveran-i-esb
- gun
- gustaf
- haddi9001
- heimssyn
- aglow
- jonvalurjensson
- ksh
- altice
- skrafarinn
- sigurgeirorri
- blauturdropi
- postdoc
- olijoe
- hugsun
- iceberg
- annabjorghjartardottir
- borgfirska-birnan
- eeelle
- gessi
- elnino
- muggi69
- gustafskulason
- bassinn
- krist
- samstada-thjodar
- fullveldi
- valdimarjohannesson
- thjodarheidur
Bækur
Valið er mitt
Á, við og undir náttborðinu
-
: The Tyranny of Guilt; An Essay on Western Masochism (ISBN: 978-0-691-14376-7)
Góð greining á vandamálum Vesturlanda
-
: Þjóðmál_sumar 2010
Skyldulesning ársins
-
: Vísnafýsn (ISBN: 978-9979-2-2115-9)
Léttleiki í fyrirrúmi með djúpum undirtón
-
: Margherita Dolce Vita (ISBN: 1-933372-20-6)
Ádeila á neysluhyggju sögð með of mörgum orðum.
-
: Stolen without a Gun; confessions from inside history´s biggest accounting fraud (ISBN: 978-0-9797558-0-4)
Kennsla í aðferðafræði. -
: The Curious Incident of the Dog in the Night-Time (ISBN: 0 099 47043 8)
Sérstök bók; fyndin og döpur í senn.
-
: 79 af stöðinni (ISBN: 978-9979-53-523-2)
Sunnlenska bókakaffið blífur
-
: The Big Sort (ISBN: 978-0-618-68935-4)
Pólarísering í velmegunar samfélagi.
-
: Slander (ISBN: 1-4000-4952-0)
Fróðleg og fyndin
-
: Fjölmiðlar 2007 (ISBN: 978-9979-651-36-9)
Góð upprifjun
-
: The Nanny State (ISBN: 978-0-7679-2432-0)
Forsjárhyggja framar öllu
-
: Shakespeare (ISBN: 13-978-0-00-719790-3)
Það sem við vitum ekki um skáldið frá Stratford. Í senn fyndin og fróðleg.
-
: Shoot the Puppy (ISBN: 978-0-141-02706-7)
Útlistun á orðræðu viðskipta-og fjármálageirans, þar sem stríðsleikir samtímans fara fram.
-
: Lost in Translation (ISBN: 978-1-84317-272-7)
Góð í ferðalagið
-
: Surrender Is Not an Option (ISBN: 978-1-4165-5284-0)
Segir allt sem segja þarf um erindisleysu okkar í Öryggisráð SÞ
-
: House of Meetings (ISBN: 978-0-676-97787-5)
Bók sem vert er að eyða tíma í að lesa.