Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, maí 2008

Útlitið skiptir öllu

Það er nú gott að menn ætli að "leggja sérstakan metnað í útlit, stíl og framsetningu Morgunblaðsins" undir nýrri ritstjórn.

Ég hefði talið æskilegra að innihald blaðsins væri sett í fyrsta sæti. En svo hugsa menn misjafnt.


mbl.is Ráðinn útlitsritstjóri Morgunblaðsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gamlir geirfuglar syngja

Þessa dagana fara menn mikinn vegna svokallaðra hlerana sem hugsanlega áttu sér stað fyrir svona fjórum áratugum síðan. Krafist er afsökunarbeiðnar fyrir brot á friðhelgi og látið að liggja að um tilefnislausa aðför að einkalífi þeirra hafi verið að ræða. Umfram allt skal sonur þess dómsmálaráðherra sem undirritaði beiðnir lögreglu og sendi til dómara bera ábyrgð á gerðum föður síns og svona til vara fyrir hönd ríkisins.

Yfirvöld þess tíma fóru að lögum. En þeir sem nú þykjast bera þyrnikórónuna hafa aldrei látið lögin þvælast fyrir sér og þeir hafa engu gleymt. Hatur á þeim sem brugðu fæti fyrir að áætlanir þeirra, um yfirráð kommúnismans yfir fósturjörðinni, næðu fram að ganga brennur enn jafn heitt og hafi árin 40 aldrei liðið hjá. Þeir láu lágt á meðan Sóvétveldið liðaðist í sundur, en nú telja þeir að óminnishegrinn hafi unnið sitt verk. Nú eru aftur umbrotatímar líkt og þegar blómaskeið þeirra stóð sem hæst.

Þeir geta búist við stuðningi skrílsins sem lagði undir sig palla ráðhússins fyrir nokkrum mánuðum síðan, trúðanna sem krefjast þess að ríkið taki á sig að niðurgreiða munaðarlíf furstanna í Sádi-Arabíu og þeir geta eflaust treyst á stuðning kvenmannsbelgjanna sem ganga í hús um þessar mundir og bjóða þjónustu sína til þrífa. Þetta fólk virðist vera haldið sama sálarkláða og þeir forðum. Allt er þetta fólk tilbúið að beita valdi til að koma sínum málum fram. Lög lýðræðisríkja eru aðeins til að verja rétt þeirra til óspekta. 

Gömlu kommarnir sem hlutu uppeldi sitt í ríkjum, þar sem hrammur hins Sóvéska björns hafði að mestu kramið líftóruna úr, þráðu ekkert heitar en leggjast undir þennan sama hramm. Þegar hið ómannúðlega kerfi að endingu leið undir lok, skriðu þeir í hýðið og biðu átektar. Nú er stund þeirra runnin upp, eða það halda þeir. Þeir ættu þó að líta í kringum sig og skoða stuðningsmannahópinn. Nýju hersveitirnar eru ekki líklegar til að láta blóð sitt renna fyrir svona "gamaldags" málstað. Nýju hersveitirnar kunna að skekja vopnin og láta ófriðlega. En deginum ljúka þær á kaffihúsi, panta tvöfaldan Macchiato og láta sig dreyma um þægilegt sófajobb sem biði þeirra "ef aðeins heimurinn væri réttlátari".

Það er alltaf dapurlegt að horfa uppá það að menn láti hatur yfirtaka  líf sitt, eins og þessir gömlu geirfuglar hafa gert.


Fyrsta viðbragð

Gat skeð. Fyrsta viðbragð samfylkingarmannsins "að ekki eigi að veita áfengi í flugvélum". Næst verður það á jörðu niðri.

Hvaða erindi átti þingmaðurinn til Vladivostok? Sé ekki hvaða erindi Vestnorrænaráðið á til Kyrrahafsstrandar? Og hvað með kostnaðinn er hann ekki greiddur af skattborgurum ?


mbl.is Flugdólgur í vél með íslenskum þingmanni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Því fyrr því betra

Hanna Birna hefur til að bera þann skörungsskap sem borgarstjóri þarf á að halda. Hún sýndi það strax daginn sem þessi meirihluti tók til starfa að hún er leiðtogi. Ég styð Hönnu Birnu.
mbl.is Flestir vilja Hönnu Birnu í embætti borgarstjóra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Viðhorf eða lög?

Kjarni þessarar fréttar liggur í orðinu "viðhorf". Dómsmálaráðuneytið fer að lögum, en Skúrurnar hafa viðhorf.

Gamalt eða nýtt, þá er ekki víst að almenningur yrði sáttur við að ráðuneytin kveði upp úrskurði sína samkvæmt ríkjandi viðhorfum hverju sinni. Það gæti flækst fyrir í dómskerfinu.


mbl.is Hreinsað út úr dómsmálaráðuneytinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hver stýrir fréttamati RÚV?

Óskar Bergsson hefur ekki haft mikið til málanna að leggja á sínum pólitíska ferli - helst að hann hafi nýst flokki sínum varðandi skipulagsmál, en ekki er það mikið meira.

Nú hefur vegur hans hins vegar vænkast. Hann er orðinn helsti álitsgjafi fréttastofu RÚV í borgarmálum.

Það er ekki svo slælegt, ef ekki væri fyrir það að að manni læðist sá grunur að mamma hans hafi verið ráðinn fréttastjóri stofnunarinnar, svo brenglað er fréttamatið orðið.

Hverjum öðrum dytti í hug að gera síðasta vindhögg ÓB að aðalfrétt í hverjum fréttatíma á fætur öðrum. "Borgarstjóri vanrækir skyldur sínar sem borgarfulltrúi með því að nýta ekki (að því er virðist ótakmarkaða) ferðapeninga", sem borgarfulltrúum standa til boða.

Fréttastofan spyr ekki hvers vegna Dagur B. eyddi heilli milljón meira en næsti maður í slíkt flandur og 1.3 milljón meira en sá sem sat meira en 5 sinnum lengur í borgarstjórastólnum en hann. Er þetta þó það fréttnæmasta í ferðaskrifstofumálum borgarinnar. Eins hefði mátt spyrja hverju þessar 3.3 milljónir, sem Dagur B. spændi upp úr fjárhirslum borgarinnar, skiluðu til borgarbúa?

Jafnvel ritstjóri Eyjunnar, sem ekki er alveg hlutlaus þegar kemur að málatilbúnaði Framsóknarflokksins, hafði vit á að vekja ekki athygli á málinu.

Hver er þessi velviljaða "móðir"?


Er samstaðan að rofna

Nú er Óskar Bergsson óhress með það sem hann kallar "flumbrugang" stjórnar Orkuveitunnar. Á hann þar við að stjórnin hefði ekki átt að hverfa frá Bitruvirkjunar framkvæmdunum. Ekki er tekið fram í fréttinni hvenær Óskar telur tímabært að taka ákvörðunina.

Í hádegisfréttum sagði Svandís Svavarsdóttir hins vegar að of skammt hefði verið gangið. Það hefði átt að slá allar framkvæmdir við Bitru út af borðinu í eitt skipti fyrir öll.

Á hverjum tíma má alltaf finna einhvern sem ekki er sammála ákvörðunum stjórnar OR og ef því er að skipta, þá á það um nánast hverja þá ákvörðun sem tekin er hvar sem er í heiminum. Þess vegna geta alltaf einhverjir sagt "við vöruðum við þessu". En Óskar virðist ekki hafa tekið eftir að formaður stjórnar OR, Kjartan Magnússon, sagði einmitt að hann útilokaði ekki að þessi framkvæmd yrði tekin fyrir síðar.

Egill Helgason gerir út á setninguna "það hefur verið varað við þessu" og hvað þessa ákvörðun varðar, þá getur hann vísað hvort sem er til Óskars eða Svandísar. Umræðuefnið þverr aldrei.


mbl.is Segir flumbrugang einkenna samþykkt stjórnar OR
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hin þögla þjáning

Tvennt átti sér stað í síðustu viku sem vakti athygli mína og sem vekur með mér hugsanatengsl. Í fyrsta lagi yfirlýsing Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, um nauðsyn þess að ganga til þjóðaratkvæðis um hugsanlega aðild að ESB. Þessi yfirlýsing vekur mann til umhugsunar um hvert ÞKG sé að fara og margir vilja túlka orð hennar sem svo að hún sé gengin í lið með vinkonum sínum í samstarfsflokknum. Enda sérkennilegt að hefja umræðuna um þjóðaratkvæðagreiðslu svona í skugga könnunar Fréttablaðsins. Hvort þetta er lýðskrum eða sjálfstæðisyfirlýsing er ekki gott að segja, en varaformaður Sjálfstæðisflokksins tapar trúverðugleika fari hann gegn stefnu flokksins. Aðeins Framsókn og Samfylking komast upp með að hafa margar stefnur og vísa þeim út fyrir flokkana til úrlausnar.

Hitt sem vakti athygli mína var uppsagnir 88 starfsmanna Glitnis. Þarna er harmsaga á ferð sem fæstir gátu séð fyrir. Fyrir marga utan að komandi er þetta bara 2 daga frétt í fjölmiðlum, en þeir sem um ræðir eiga eftir að takast á við vandamál sem eru þeim í alla staði framandi ef ekki óskiljanleg. Þeir eiga samúð mína.

Í huga mínum tengi ég þessa tvo atburði, því innganga í ESB og atvinnuleysi eru náskyldir ættingjar. Nýlega var ég á ferð á Spáni. Ég hef lengi haft fyrir sið að kaupa tónlist og kvikmyndir þeirra menningarsvæða sem ég ferðast um, því þannig kemst maður best í snertingu við þjóðarsálina, ef aðeins er um skammtímadvöl að ræða. Ein af þeim myndum sem mér áskotnaðist í þessari ferð fjallaði um eitt mesta böl sem yfir manninn getur dunið. Atvinnuleysið. Og bara svo menn álíti ekki að ég sé að fabúlera svona út í bláinn, þá minnti Geir H. Haarde á það í morgun að hefði Ísland verið innanbúðar í ESB, þegar þessi fjármálakreppa skall á okkur, hefðum við ekki haft mörg önnur úrræði til að grípa en uppsagnir og atvinnuleysi.  

 

Myndin sem ég minntist á heitir Los Lunes al Sol eða Mánudagar í sólinni. Hún segir sögu nokkurra manna sem sagt hefur verið upp störfum í skipasmíðastöð. Titill myndarinnar vísar í þann tómleika sem við atvinnuleysingjum blasir þegar vinnandi menn snúa til starfa eftir hvíld helgarinnar. Það er nefnilega engin hvíld fyrir þá sem alltaf eru í hvíld. Hver dagur er öðrum líkur og ekkert annað í sjónmáli.  

 

Niðurlægingin fyrir fullfríska menn þegar þeir fá ekki að vinna fyrir mat sínum verður að endingu yfirþyrmandi; höfnunin sem smám saman grefur undan sjálfsvirðingunni, örvæntingin um að vera skilinn eftir einn og einsemdin sem að lokum verður allt um lykjandi, öllu þessu eru gerð skil í myndinni. Engin tekur upp málstað þessara manna og rödd þeirra sjálfra heyrist ekki. Því er þjáning þeirra þögul. En þótt sagan gerist á Spáni á hún sér skírskotun langt út fyrir landamæri Spánar.   

 

 

Atvinnuleysið, sem hrjáir fjölmarga í ríkjum ESB hefur verið kyrfilega sniðgengið í umræðu manna um ESB aðild á Íslandi. Ódýrar kjúklingabringur og veturseta í Brussel er beitan sem flestir gjóa augum til. Áttatíu og átta manns er kannski ekki mikill fjöldi á mælikvarða ESB, en þeir eru heldur ekki þeir einu sem misst hafa eða missa munu vinnuna á næstu mánuðum hér á landi. Þeir eiga hins vegar betri möguleika á að fá aftur vinnu við hæfi en atvinnulausir ESB borgarar og þar með að festast ekki í gildru sérstakrar atvinnuleysingjastéttar sem skilar arfi sínum til afkomenda. Geir Haarde á þakkir skilið fyrir að árétta afstöðu Sjálfstæðisflokksins til þessara mála.

Utan ESB eigum við möguleika til vaxtar sem ESB aðildarríkjum er meinað að nýta sér. Þarf ekki að taka tillit til þessa í umræðunni?

Kornið sem varð að sekk

Minnihlutinn í Reykjavíkurborg hefur fundið leiðina til að kalla fram múgæsingu. Þeim hefur tekist að skap þannig andrúmsloft að ekki þarf annað en að slengja fram einhverjum órökstuddum fullyrðingum og þá missa menn ráð og rænu. Múgæsing grípur um sig. "Ofurlaun" Jakobs F. voru blásin út af fúlum borgarfulltrúum og símalínur starfsmannafélags borgarinnar glóðu. "Þetta var kornið sem fyllti mælinn" var haft eftir talsmanni skrifstofunnar. Þó eru 50 starfsmenn á hærri launum en Jakob og 20 með yfir 950 þúsund. Launakjör sem R-listinn kom á til að "jafna launin". Er þetta korn ekki að verða að kornsekk? 

Ætli fréttamönnum  finnist það eins fréttnæmt að 50 bargarstarfsmenn eru með hærri laun en Jakob? Eins mætti spyrja hvort þessir 50 hafi verið meðal þeirra sem hringdu inn til að láta í ljós vanþóknun sína?

Næst þegar Dagur B. og Svandís taka andköf af hneykslun ætti fólk kannsi að staldra við áður en það lætur gera sig að fíflum.    


mbl.is 20 borgarstarfsmenn með yfir 950 þúsund krónur á mánuði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Höfundur

Ragnhildur Kolka
Ragnhildur Kolka
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband