Leita í fréttum mbl.is

Er samstaðan að rofna

Nú er Óskar Bergsson óhress með það sem hann kallar "flumbrugang" stjórnar Orkuveitunnar. Á hann þar við að stjórnin hefði ekki átt að hverfa frá Bitruvirkjunar framkvæmdunum. Ekki er tekið fram í fréttinni hvenær Óskar telur tímabært að taka ákvörðunina.

Í hádegisfréttum sagði Svandís Svavarsdóttir hins vegar að of skammt hefði verið gangið. Það hefði átt að slá allar framkvæmdir við Bitru út af borðinu í eitt skipti fyrir öll.

Á hverjum tíma má alltaf finna einhvern sem ekki er sammála ákvörðunum stjórnar OR og ef því er að skipta, þá á það um nánast hverja þá ákvörðun sem tekin er hvar sem er í heiminum. Þess vegna geta alltaf einhverjir sagt "við vöruðum við þessu". En Óskar virðist ekki hafa tekið eftir að formaður stjórnar OR, Kjartan Magnússon, sagði einmitt að hann útilokaði ekki að þessi framkvæmd yrði tekin fyrir síðar.

Egill Helgason gerir út á setninguna "það hefur verið varað við þessu" og hvað þessa ákvörðun varðar, þá getur hann vísað hvort sem er til Óskars eða Svandísar. Umræðuefnið þverr aldrei.


mbl.is Segir flumbrugang einkenna samþykkt stjórnar OR
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ragnhildur Kolka
Ragnhildur Kolka
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband