1.1.2010 | 15:47
Líkt og reykurinn leitar útsvarið upp
Hvar nema í Morgunblaðinu gæti slík fyrirsögn komist á miðopnu fréttablaðs? Hér ræður ferð listræn hugsun og næm málvitund góðs blaðamanns og þá skiptir máli hver ritstjórinn er. Davíð Oddsson er listrænn arftaki Matthíasar Johannessen á ritstjórastóli Morgunblaðsins en jafnframt pólitískur skylmingameistari. Þetta er hinn nýi raunveruleiki sem andstæðingar Sjálfstæðisflokksins standa andspænis. Ekki að furða þótt um þá fari.
Það er mikill þungi í herkvaðningunni sem send hefur verið til andstæðinga Sjálfstæðisflokksins þessar dagana. Rykið hefur verið dustað af gömlu Albaníu-aðferðinn. Mogginn er hin nýja Albanía og Davíð Oddson er hið illa sem "heiðarlegir" menn skulu ekki leggj lag sitt við: Segið upp Mogganum! Mogginn er pólitískur! Vei, vei. Fjölmiðlar eiga að vera ópólitískir (eða hallir undir ESB ella)! Davíð er skúrkur! Vei, vei. Hann er hönnuður Hrunsins! Vei, vei. Davíð á ekki að hafa skoðun á endurreisninni! Vei, vei. Davíð er á móti Samfylkingunni, Steingrími Joð og Þráni Bertelssyni! Hann er á móti ESB! Vei, vei þeim illa manni!
Það verður að segjast eins og er að blessaður Ólafur Stephensen er ekki öfundverður af hlutverki fórnarlambsins sem hann hefur verið holdgerður í. Vandamál Ólafs, sem ritstjóra, var að engin leið var að greina hann frá Kaldal á Fréttablaðinu eða Páli á RÚV (DV telst ekki með því það er aðeins einsmanns rógsherferð). Þrír menn með sömu heimssýn: ESB hvað sem það kostar og karlar takið þátt í þrifunum. Hvergi í heiminum, utan hugsanlega Norður Kóreu, er litið á það sem kost að allir fréttamiðlar lands hljómi sem einn samhæfður kór. Íslenskir fjölmiðlungar, í sjálfumgleði síðustu ára, virtust ekki gera sér grein fyrir að enn finnast á Íslendi einstaklingar sem gera tilkall til sjálfstæðrar tilvistar.
En þannig var landslagið á blaðamarkaði á Íslandi áður en Davíð tók við ritstjórn Morgunblaðsins. Nú kveður við nýjan tón. Það hefur kviknað líf þar sem ekkert líf var fyrir. Nú er samanburðurinn við aðra miðla áþreifanlegur. Skoðið bara þessa mynd hér að neðan. Hefði hún getað birtst í Fréttablaðinu? Nei, en hún lýsir þeim veruleika sem við stöndum nú frammi fyrir með "norrænu velferðarstjórnina" hennar Jóhönnu og Steingríms Joð. Tuttugu og fimm til þrjátíu ár aftur í tímann er loforð sem þau ætla sér að standa við. Hvað sem tautar og samþykkt ríkisábyrgðarinnar á Icesave þann 30. desember á að tryggja að þau geti staðið við orð sín.
Götumynd: Austurstræti á níunda áratugnum birt (endurbirt?) í Morgunblaðinu 24. des. 2009.
En gerðust einhver stórmerki þegar Davíð settist í ritstjórastólinn? Eru þetta ekki sömu blaðamennirnir sem eru að skrifa í blaðið? Eru þeir eitthvað verri skríbentar nú en þegar Ólafur stýrði ferð? Ekki verð ég vör við það. Andri Karl,Rúnar Pálmason, sem á setninguna sem prýðir þessa færslu, Kristján Jónsson, Karl Blöndal, Egill Ólafsson, Önundur Páll, amasónan Agnes og snilldarpennarnir Pétur Blöndal og Kolbrún Bergþórsdóttir eru öll enn til staðar. Um viðskiptavitið sjá svo Bjarni, Ívar, þórður og Örn. Vill einhver í alvöru halda því fram að þetta fólk hafi glatað verkkunnáttu við það eitt að ritstjóraskipti urðu á blaðinu. Vissulega er áferðin á blaðinu önnur. Það er meiri léttleiki yfir skrifunum, dálítið eins og þegar kálfum er hleypt út á vorin. Um það ræður ritstjórn. Styrmir Gunnarsson hafði á orði að þessa dagana sé skemmtun í lestri blaðsins.
Jú, blaðið er orðið pólitískara. En það er ekki til vansa. Þeir sem lesa Staksteina átta sig á muninum. Og stjórnmálamenn finna fyrir bitinu. Hvernig stendur "skjaldborg" ríkisstjórnarinnar fyrir fjöldkyldur og heimili samanburð við skjaldborg Hjálpræðishersins fyrir þá sem minnst mega sín? Hvernig standa vígorð Þráins Bertelssonar í Fréttablaðinu gagnvart afstöðu hans til Icesave? Össur og sannleikurinn? Steingrímur Joð og loforðin? Það undrar engan að fylgjendur þessarar duglausu ríkisstjórnar leggi nú allt kapp á að níða Morgunblaðið og ritstjórn þess í svaðið, því getuleysið ríkisstjórnarinnar er nú afhjúpað á hverjum einasta degi á síðum blaðsins. Aðeins valdafíkn, kúgun og ofbeldi heldur ríkisstjórninni saman.
En það er ekki bara beinhörð pólitík sem gerir Morgunblaðið þess virði að lesa það þessa dagana. Fréttaskýringarnar eru opnari, greinarbetri og víðsýnni. Hörmungar heimsins eru enn til staðar en lesendum er ekki lengur gert að taka á sig þjáningar heimsins, misskiptingu ábyrgðar í heimilisrekstri eða eyðingu ozonlagsins. Það þarf heldur ekki alltaf að taka marga dálksentimetra til að koma kímninni til skila, en þeir sem lásu umfjöllun Önundar Páls Ragnarssonar um "En kæmpe dansk christmas-fest" og horfðu á "showið" vita um hvað ég er að tala. Skapti Hallgrímsson sér svo um léttleikann fyrir Norðandeildina.
Styrkur blaðsins felst ekki hvað síst í frábærri grafíkdeild og yfirburða samsafni ljósmyndara sem fá að njóta afraksturs erfiðis síns dag hvern. Alþjóð þekkir verk RAX, en Ómar, Golli, Kristinn og Einar Falur láta sitt ekki eftir liggja. En fjölmargir aðrir, sem ekki eru nefndir hér, eiga sinn þátt í að gera Morgunblaðið að blaði allra landsmanna. Menningartengt efni blaðsins byggir ekki lengur á úreltum bókmenntakenningum afbyggingar og grótesku. Í dag er það tilhlökkunarefni þegar Sunnudags-Mogginn kemur inn um lúguna. Og tilhlökkunina má treina sér frameftir vikunni, því svo fjölbreytt og fróðlegt er efni blaðsins.
Þegar ég hóf þessa færslu ætlaði ég aðeins að skrifa mig frá þeim illa gjörning sem framinn var á Alþingi Íslendinga að kvöldi hins 30. desember. Vildi einfaldlega líta til þess sem jákvætt hefur gerst á því dæmalausa ári sem nú er liðið. Þetta átti ekki að veraða nein lofrolla, en þegar litið er yfir þessa liðlega tvo mánuði sem ég hef aftur verið áskrifandi að Morgunblaðinu fann ég ekkert nema gleði yfir þeim umskiptum sem átt hafa sér stað á blaðamarkaði á Íslandi. Megi frjáls hugsun og fjölbreytt mannlíf blómstra hér sem aldrei fyrr í krafti öflugrar blaðamennsku.
Bloggvinum mínum sendi ég mínar bestu nýjárs óskir.
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Janúar 2021
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Desember 2014
- Júlí 2014
- Desember 2012
- Maí 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
Bloggvinir
- baldher
- gattin
- tilveran-i-esb
- gun
- gustaf
- haddi9001
- heimssyn
- aglow
- jonvalurjensson
- ksh
- altice
- skrafarinn
- sigurgeirorri
- blauturdropi
- postdoc
- olijoe
- hugsun
- iceberg
- annabjorghjartardottir
- borgfirska-birnan
- eeelle
- gessi
- elnino
- muggi69
- gustafskulason
- bassinn
- krist
- samstada-thjodar
- fullveldi
- valdimarjohannesson
- thjodarheidur
Bækur
Valið er mitt
Á, við og undir náttborðinu
-
: The Tyranny of Guilt; An Essay on Western Masochism (ISBN: 978-0-691-14376-7)
Góð greining á vandamálum Vesturlanda
-
: Þjóðmál_sumar 2010
Skyldulesning ársins
-
: Vísnafýsn (ISBN: 978-9979-2-2115-9)
Léttleiki í fyrirrúmi með djúpum undirtón
-
: Margherita Dolce Vita (ISBN: 1-933372-20-6)
Ádeila á neysluhyggju sögð með of mörgum orðum.
-
: Stolen without a Gun; confessions from inside history´s biggest accounting fraud (ISBN: 978-0-9797558-0-4)
Kennsla í aðferðafræði. -
: The Curious Incident of the Dog in the Night-Time (ISBN: 0 099 47043 8)
Sérstök bók; fyndin og döpur í senn.
-
: 79 af stöðinni (ISBN: 978-9979-53-523-2)
Sunnlenska bókakaffið blífur
-
: The Big Sort (ISBN: 978-0-618-68935-4)
Pólarísering í velmegunar samfélagi.
-
: Slander (ISBN: 1-4000-4952-0)
Fróðleg og fyndin
-
: Fjölmiðlar 2007 (ISBN: 978-9979-651-36-9)
Góð upprifjun
-
: The Nanny State (ISBN: 978-0-7679-2432-0)
Forsjárhyggja framar öllu
-
: Shakespeare (ISBN: 13-978-0-00-719790-3)
Það sem við vitum ekki um skáldið frá Stratford. Í senn fyndin og fróðleg.
-
: Shoot the Puppy (ISBN: 978-0-141-02706-7)
Útlistun á orðræðu viðskipta-og fjármálageirans, þar sem stríðsleikir samtímans fara fram.
-
: Lost in Translation (ISBN: 978-1-84317-272-7)
Góð í ferðalagið
-
: Surrender Is Not an Option (ISBN: 978-1-4165-5284-0)
Segir allt sem segja þarf um erindisleysu okkar í Öryggisráð SÞ
-
: House of Meetings (ISBN: 978-0-676-97787-5)
Bók sem vert er að eyða tíma í að lesa.
Athugasemdir
Farsælt nýtt ár Ragnheiður mín og haf þú heila þökk fyrir frábæra færslu sem ég myndi greypa í stein ef ég ætti hann til.
Baldur Hermannsson, 1.1.2010 kl. 17:16
Gott að geta glatt þig, Baldur.
Ragnhildur Kolka, 1.1.2010 kl. 18:24
Gott Ragnhildur, og takk.
Gott nýtt ár.
Kveður
Gunnar Rögnvaldsson, 1.1.2010 kl. 20:14
Þakka þér, Gunnar og gleðilegt ár.
Ragnhildur Kolka, 1.1.2010 kl. 20:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.