Leita í fréttum mbl.is

Þegar fallið er hátt

Nobelsnefndin gerði Gulldrengnum engan greiða þegar hún ákvað að veita friðarverðlaunin í ár uppá krít. Gestir í hátíðarsalnum við verðlaunaathöfnina  í Osló virtust ekki hafa meðtekið fagnaðarboðskapinn sem þarna var borinn á borð. Helst var á þeim að sjá  að af illri nauðsyn hefðu þeir mætt í jarðarför gamla grútfúla nískupúkans sem alla tíð hafði verið til ama í ættinni. Ekki bar á gleðibrosi í salnum. Það munu líða nokkur ár áður en Noregur varpar skugga sínum aftur á dyrastaf Hvíta hússins.

En hafi verðlaunaafhendingin vakið litla hrifningu í Noregi, var hún algert faux pas í Bandaríkjunum. Aldrei hefur viðhorfið til Gulldrengsins sokkið jafn djúpt og dagana sem norsarar voru að "heiðra" friðargjafann. Rasmussen Report tekur daglega púlsinn á vinsældum forsetans og birtir á hverjum degi vinsældastuðul samantektar þriggja daga. Í gær kom niðurstaðan fyrir Húllumhæ dagana í Norge í kringum frelsaraverðlaunaafhendinguna. Sjá hér að neðan:

obama_approval_index_dec_13_2009

 Mínus 19 er ekki vinsældartala sem maður kærir sig um að útvarpa. Það merkilega við tölurnar er að það er stuðningurinn sem minnkar. Það eru hinir óflokksbundnum sem eru að yfirgefa hann. Óánægjan með störf Obama hefur haft yfirhöndina í þessum könnunum síðan um miðjan júlí.  Og nú eru áhangendurnir, sem fyrir ári heldu ekki vatni af tilhugsuninni einni að standa undir sama þaki og messías, að vakna til meðvitundar. Jafnvel Bogi Ágústsson er að átta sig á að kannski var ekki allt sem sýndist. Á morgunvakt rásar2 lýsti hann því yfir að "það hefði ekki verið við því að búast að Obama stæði undir öllum væntingum". Fréttaflutningur RÚV af Gulldrengnum hefur þó ekkert breyst. Enn flytur RÚV fréttir af gleðigöngu Obama á vatninu. 

Hluti af vandamáli Obama er oflætið sem birtist í því að ætla að umbylta þjóðfélaginu án samráðs við þegnana. Þá er það ekki síður sú staðreynda að hann er ekki lengur að ná í gegn til þeirra. Hann er farinn að endurtaka sig og ræðurnar sem eitt sinn þóttu svo innblásnar og upphafnar eru nú farnar að vera dálítið hlægilegar. Ef þær eru ekki bara orðnar drepleiðinlegar.  

Dálkahöfundurinn Mark Steyn segir glansinn svo gersamlega horfin af Obama að einna helst megi líkja honum við hinn litlausa forseta Evrópusambandsins. Sá hafði það eitt sér til ágætis í embættið að þykja ekki líklegur til að varpa skugga á valdhafa ríkisins, þau Merkel og Sarkozy. 

Ekki þykir heldur útilokað að fléttusafnarinn frá Flandri skilji eftir sig stærra spor á heimskortinu en rásmaðurinn í Hvíta húsinu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ragnhildur Kolka
Ragnhildur Kolka
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband