Leita í fréttum mbl.is

Allt Bush að kenna

  Bush-the-Joker

Sökudólgurinn er fundinn. Eins og fyrri daginn er það bullan Bush sem er að eitra líf aðdáenda Obama. Við höfum hið heilaga orð Jesse Jackson fyrir því að heimurinn þurfi lengri tíma svo líknandi kraftur messíasar Obama fái grætt þau sár sem átta ára seta Bush í Hvíta húsinu skilur eftir.

Það var meiriháttar áfall fyrir trúarsöfnuð Obama að komast að því að heimurinn krýpur ekki við sömu skör. Stuðningur allrar fjölmiðlaflórunnar í kosningabaráttunni í fyrra gerði að verkum að gagnrýni á BO var afskrifuð sem ómálefnalegur kosningaáróður eða fordómar. Obama var ósnertanlegur sem fékk hann og fylgilið hans til að trúa að allt sem hann sagði og gerði gengi guðdómi næst. 

Nú hefur hann setið í embætti í 8 mánuði og veruleikinn er farinn að banka óþægilega uppá. Chicagobúar, sem farnir voru að trúa því að hann gæti gengið á vatni og umsókn þeirra um að halda ólympíuleika 2016 væri nánast formsatriði, þurfa nú að horfast í augu við að þótt allur umheimur vilji sjást á mynd með Obama, þá er sami umheimur ekki tilbúinn að láta allt eftir honum. Í reynd, þá er umheiminum ekkert sérstaklega í mun að fara að vilja hans.

Þrátt fyrir að Obama rétti íslamistum fram opna sáttarhönd virðast þeir ekki hafa tekið eftir því. Talibanar ygla sig enn og ef ekki væri fyrir að nú eru kveðjurnar frá Osama bin Laden stílaðar á Obama mætti ætla að sá gamli hefði ekki heyrt fréttirnar. Og Íranar, þeir halda áfram að auðga sitt úran og skemmta sér við að skjóta upp eldflaugum á tyllidögum. Kim Jong-il sendir Obama reglulega langt nef rétt eins og W. væri enn að setja köttinn út á kvöldin í Hvíta húsinu.

En látum það nú vera, þetta er órólega deildi og ekki við því að búast að þeir taki upp kurteisishjal að hætti Chicagobúa svona umbúðalaust, þ.e.a.s. ef kurteisi Chicagobúa er þáBarack the Jokerþað sem menn sækjast eftir. En messias er bara ekki heldur að ná sérlega vel eyrum hinnar  savant  Evrópu. Eins og staðan er núna eru forystumenn Evrópu ýmist undrandi eða óttaslegnir yfir utanríkisstefnu Obama, þ.e. þeir sem ekki hlægja upp í opið geðið á honum eins og Rússar gera. Rússar hafa ekki einu sinni fyrir því að fela það.

Afvopnaður draumaheimur Obama vekur bæði undrun og ótta meðal ráðamanna í Evrópu. Þótt ekki sé fjallað um aulastefnu Obama í íslenskum fjölmiðlum fóru viðbrögð Sarkozy Frakklandsforseti, við sjálfhverfu Obama á fundi öryggisráðs SÞ um daginn, vítt um flóru erlendra miðla.

Dayly Telegraph lætur forsetum Bandaríkjanna og Frakklands í öryggisráðsins þ. 24. september eftir orðið:

Obama: “We must never stop until we see the day when nuclear arms have been banished from the face of the earth.”
Sarkozy: “We live in the real world, not the virtual world. And the real world expects us to take decisions.”
Og Sarkozy’s heldur áfram:
“President Obama dreams of a world without weapons … but right in front of us two countries are doing the exact opposite. 
“Iran since 2005 has flouted five security council resolutions. North Korea has been defying council resolutions since 1993.
“I support the extended hand of the Americans, but what good has proposals for dialogue brought the international community? More uranium enrichment and declarations by the leaders of Iran to wipe a UN member state off the map,” 
RÚV sagði aðeins frá upphafinni draumaveröld Obama.

Í nýjustu grein sinnií Washington Post bendir Charles Krauthammer á að þegar franskur forseti er farinn að tukta forseta Bandaríkjanna til þá sé botninum náð. Með upplýsingar um nýja kjarnorkuvinnslustöð í Íran upp á vasann ákvað Obama að láta drauma sína taka flugið í stað þess að nýta hið einstaka tækifæri sem honum bauðst og krefjast aðgerða öryggisráðsins varðandi Íran. Fullkomlega egotistical ákvörðun á kostnað varnarbandalags vestrænna lýðræðisríkja. Pistil sinn endar Krauthammer á að vitna í ummæli Bismarcks fyrrum kanslara Þýskalands sem sagði: "að forsjáin verndi fávita, byttur, börn og bandaríki Norður Ameríku" við þetta bætir Krauthammer "Bismarck sá ekki Obama hjá SÞ. En það gerði Sarkozy". 

Jesse Jackson hefur rangt fyrir sér þegar hann heldur því fram að umheimurinn þurfi bara svolítið lengri tíma til að falla fyrir töfrum Obama. Umheimurinn var meira en tilbúinn til að falla fyrir sjarmatröllinu, gallinn var bara að Trölli stóð ekki undir væntingum.
Hvorki heima né heiman.
monthly_approval_index_september_2009
Chicago-gengið í Hvíta húsinu gæti lært sitthvað af því að rýna í vinsældavog forsetans meðal líklegra kjósenda. Það gæti verið fleira en Bush sem spilar þar inní.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldur Hermannsson

Þetta var krassandi lesning. Margt getur gerst í heiminum á 8 mánuðum en Obama hefur ekki náð neinum árangri á þessum tíma. Skoðum stöðuna aftur eftir árið. Ég vil helst ekki trúa öðru en blessaður drengurinn nái einhverju fram og veröldin verði fyrir vikið skárri staður. Mest þætti mér um það vert ef spennan milli vestrænna ríkja og múslimaþjóðanna færi að dvína.

Baldur Hermannsson, 5.10.2009 kl. 00:25

2 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Fjarri veri mér að svipta þig sakleysinu, Baldur, en seint munum við vænta sömu hluta af Barack Obama.

Þá er ég ekki að segja að Obama sé alls varnað; hann ber með sér fegurð æsku sinnar, sjarma og fanta fína rödd. Þessari hljómmiklu rödd beitir hann líkt og Sir Lawrence Olivier - munurinn er að hans Shakespeare heitir Jon Favreau. Snillingur orðsins á sinn hátt, en eftirbátur skáldsins í dýpt. Ræðurnar þynnast og áhrifin minnka.

Kannski á Obama einhvern tíma eftir að komast að því að embættið sem hann gegnir er stærra en hann sjálfur og þá munum við væntanlega sjá orðunum "ég, mér, mín" fækka. 

Ragnhildur Kolka, 5.10.2009 kl. 18:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ragnhildur Kolka
Ragnhildur Kolka
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband