Leita í fréttum mbl.is

ESB breytir appelsínum í banana

Því er gjarnan haldið fram af ESB-sinnum að innganga í sambandið muni færa okkur aukin áhrif í ákvarðanatökum sem varða íslensku þjóðina. Þeir sem telja fullveldi Íslands betur borgið hjá Íslendingum sjálfum, þ.e. ESB-efasemdamenn (ESBEM) benda hins vegar á að vegna fámennis mun hlutfallslegur styrkur okkar til sjálfsákvarðana falla úr 100% í 0.6%; verður ekki séð að þessi skipti séu Íslendingum sérlega hagfeld.

Þessi 0.6% eru hlutfallstala okkar miðað við mannfjölda í ESB ríkjunum. Sölumenn sjálfstæðis þjóðarinnar telja þó að áhrif okkar verði mun meiri en hlutfallstalan segir fyrir um, enda byggir goðsögn Samfylkingarinnar á því að innganga í ESB "færi okkur allt fyrir ekkert."

Því hefur líka verið haldið fram að eftir inngöngu verðum við þátttakendur í öllum ákvörðunum sem okkur varðar. Þetta er önnur goðsögn. Skipulag sambandsins og túlkun þess á fyrirliggjandi samningum, sér til þess að ákvarðanir eru iðulega teknar án þess að kjörn fulltrúar hafi þar áhrif. Agli Helgasyni rataðist satt orð af munni þegar hann líkti inngöngu í ESB við "að ganga inn í klúbb þar sem maður verður að beygja sig undir reglurnar." Reglurnar eru settar af þeim sem í krafti stærðar og auðs halda um stjórnartaumana.

Sem fyrrverandi stórveldi hefur það löngum angrað Breta að vera annar stærsti framfærandi bandalagsins án þess að því fylgi tilsvarandi völd. Því hafa háværustu gagnrýnisraddirnar innan sambandsins komið úr þeirri átt . Nýlega birtist greinarstúfur í TaxPayers' Alliance undir titlinum How Many "illegal "EU Laws ,sem gefur mynd af því hvernig farið er framhjá Evrópuþinginu. Ákvarðanir eru teknar í bakherbergjum ráðherra og framkvæmdarstjórnar sambandsins. Málið snýst um grein 308 í samningnum sem kenndur er við Maastricht og gengur út á að auðvelda sambandinu að ná markmiðum hins "sameiginlega markaðar," þegar samningurinn sjálfur ber ekki nægilegan styrk varðandi þau verkefni sem sett eru fram í grein 3 samningsins. Grein 308 færir kringlóttir bananarRáðinu í raun löggjafarvald. Löggjafarvald sem í seinni tíð hefur verið fært út fyrir ramma samningsins sem lýtur að hagsmunum tengdum hinum "sameiginlega markað." Ráðið hefur nýtt sér þetta ákvæði 908 sinnum síðan 1992, en á meðan grein 308 er til staðar í samningnum getur Ráðið sent út aðskiljanleg directive og reglugerðir að fengnum tillögum frá framkvæmdastjórn og að undangenginni álitsgjöfþingsins. Ráðið þarf að komast að samhljóma niðurstöðu (sic), en þingið þarf ekki að samþykkja neitt, aðeins að gefa álit. Þegar málið var borið undir Evrópudómstólinn kvað hann upp úr með að niðurfelling ákvæðisins um að greinin gilti um hinn "sameiginlega markað" sé hluti af þróun sem fái staðist lög sambandsins.

Þessi þróunarkenning Evrópudómstólsins sýni, svo ekki er um villst, að orðalag samninga og undirritanir einstakra ríkja á þeim er að engu haft þegar hagsmunir Brusselvaldsins breytast. Brusselvaldið er þá tilbúið að selja appelsínurnar sem banana án þess að hika. Lissabonsáttmálinn er einmitt þannig banani.

Eftir allan þann áróður sem dunið hefur yfir landsmenn úr hljóðdósum RÚV var frískandi að heyra Thorvald Stoltenberg gefa Íslendingum ráð um hvernig staðið skuli að samningsgerð við ESB. Benti Stoltenberg meðal annars á að tryggja þyrfti  orðaval samningsins þannig að ekkert tilefni væri til misvísandi túlkana. Með tilliti til umfjöllunarinnar um grein 308 veitir ekki af slíku nesti í farteskinu þegar lagt er til atlögu við hina sleipu skepnu ESB. Taka þarf af öll tvímæli í málum sem varða okkur mestu. Auðlindir okkar SKULU vera á forræði Íslendinga og sjálfsákvörðunarréttur okkar TRYGGÐUR.

Án yfirráða Íslendinga á þessum grundvallarþáttum mun hlutfallslegur styrkur landsins innan Evrópusambandsins vera fyrrnefnd 0.6%. Það er ekki ásættanlegt. Eins og staðan er í dag erum við þjóð meðal þjóða; kannski lítil og fátæk, en engu að síður þjóð. Innan ESB, á þeim forsendum sem Samfylkingin er tilbúin að gangast inná, verðum við aldrei annað en þessi 0.6%. 

Þannig eru bara reglurnar í "Klúbbnum."

 

Mynd: www.dailytelegraph.co.uk


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ragnhildur Kolka
Ragnhildur Kolka
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband