1.5.2009 | 10:03
365 millur í mínus
Páll Magnússon hlýtur að fá klúðursverðlaun forseta Íslands í ár, þ.e. ef forsetinn er ekki búinn að taka þau frá fyrir sjálfan sig. Það má varla á milli sjá hvor hefur betur í keppninni að skripla á bananahýðinu. En þetta eru fagmenn sem kunna til verka og munu berjast um titillinn þar til yfir lýkur.
Það er engin nýlunda að ríkisstofnanir keyri yfir á heftinu. Við tökum varla eftir því þótt tap nemi einhverjum hundruðum milljóna (milljarða). En það hlýtur að teljast kaldhæðni örlaganna þegar rekstrartap RÚV nemur sömu upphæð og nafnið á auglýsingaspjaldi keppinautarins. Með því að tengja tapið keppinautnum undirstrikar það hið gríðarlega tekjuforskot sem RÚV býr við. Forskot sem þó dugir ekki til að halda þeim innan tekjurammans.
Við þessar aðstæður er með öllu óskiljalegt að RÚV leyfi sér þennan frammúrakstur. En fyrst svo var því í ósköpunum töpuðu þeir ekki 366 millum eða sléttuðu þetta bara upp í 400 millur. 365 milljóna tap gerir RÚV bara hallærislega hlægilegt.
En kannski eitthvað freudískt þarna á ferðinni?
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Janúar 2021
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Desember 2014
- Júlí 2014
- Desember 2012
- Maí 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
Bloggvinir
- baldher
- gattin
- tilveran-i-esb
- gun
- gustaf
- haddi9001
- heimssyn
- aglow
- jonvalurjensson
- ksh
- altice
- skrafarinn
- sigurgeirorri
- blauturdropi
- postdoc
- olijoe
- hugsun
- iceberg
- annabjorghjartardottir
- borgfirska-birnan
- eeelle
- gessi
- elnino
- muggi69
- gustafskulason
- bassinn
- krist
- samstada-thjodar
- fullveldi
- valdimarjohannesson
- thjodarheidur
Bækur
Valið er mitt
Á, við og undir náttborðinu
-
: The Tyranny of Guilt; An Essay on Western Masochism (ISBN: 978-0-691-14376-7)
Góð greining á vandamálum Vesturlanda
-
: Þjóðmál_sumar 2010
Skyldulesning ársins
-
: Vísnafýsn (ISBN: 978-9979-2-2115-9)
Léttleiki í fyrirrúmi með djúpum undirtón
-
: Margherita Dolce Vita (ISBN: 1-933372-20-6)
Ádeila á neysluhyggju sögð með of mörgum orðum.
-
: Stolen without a Gun; confessions from inside history´s biggest accounting fraud (ISBN: 978-0-9797558-0-4)
Kennsla í aðferðafræði. -
: The Curious Incident of the Dog in the Night-Time (ISBN: 0 099 47043 8)
Sérstök bók; fyndin og döpur í senn.
-
: 79 af stöðinni (ISBN: 978-9979-53-523-2)
Sunnlenska bókakaffið blífur
-
: The Big Sort (ISBN: 978-0-618-68935-4)
Pólarísering í velmegunar samfélagi.
-
: Slander (ISBN: 1-4000-4952-0)
Fróðleg og fyndin
-
: Fjölmiðlar 2007 (ISBN: 978-9979-651-36-9)
Góð upprifjun
-
: The Nanny State (ISBN: 978-0-7679-2432-0)
Forsjárhyggja framar öllu
-
: Shakespeare (ISBN: 13-978-0-00-719790-3)
Það sem við vitum ekki um skáldið frá Stratford. Í senn fyndin og fróðleg.
-
: Shoot the Puppy (ISBN: 978-0-141-02706-7)
Útlistun á orðræðu viðskipta-og fjármálageirans, þar sem stríðsleikir samtímans fara fram.
-
: Lost in Translation (ISBN: 978-1-84317-272-7)
Góð í ferðalagið
-
: Surrender Is Not an Option (ISBN: 978-1-4165-5284-0)
Segir allt sem segja þarf um erindisleysu okkar í Öryggisráð SÞ
-
: House of Meetings (ISBN: 978-0-676-97787-5)
Bók sem vert er að eyða tíma í að lesa.
Athugasemdir
Óheyrilega fyndin tilviljun. En alltaf hef ég vissa samúð með mínum gamla vinnustað. Það eru gerðar miklar kröfur til RÚV og það kostar peninga að verða við þeim kröfum. Ég sé ekki ofsjónum yfir þessari fjárhæð en mikið vildi ég að stofnunin stæði sig betur en hún gerir. Frammistaða spyrla í kastljósþáttum og kosningabaráttunni var með ódæmum. Þetta fólk ætti ekki að fást við önnur störf á RÚV en ræsta salernin.
Baldur Hermannsson, 1.5.2009 kl. 10:45
Ég er ekki mótfallin því að hér sé ríkisrekinn fjölmiðill. Það er ýmislegt í menningu okkar og daglegu lífi sem hægt er að halda til haga hjá slíkum miðli og að mörgu leyti stendur RÚV undir því.
En miðill sem rekinn er með skylduáskrift hlýtur að þurfa að gera ólíkum sjónarmiðum sem í þjóðfélaginu ríkja, trúverðug skil. Því er ekki til að dreifa. RÚV hefur um árabil skákað í því skjóli að hlutverk þess sé að veita stjórnvöldum aðhald. En þess í stað hefur RÚV flutt skefjalausan áróður og róg fyrir stjórnarandstöðuna, ekki bara í föstum og tilfallandi dagskrárþáttum heldur líka í fréttatímum. Kastljósið er, þegar það er ekki upptekið af að reka sinn samfylkingaráróður, lítið annað en tregatogstittur.
Sjáum við einhver merki þess að RÚV sé að veita núverandi stjórnvöldum aðhald. Telur þú, Baldur, líkur á að það eigi eftir að gerast?
Ragnhildur Kolka, 1.5.2009 kl. 12:51
Nei, reyndar tel ég þær líkur afar litlar. Þau munu smjaðra fyrir Jóhönnu eins og væri hún býflugnadrottning.
Kannski væru maurar betri samlíking. Hafa maurar samskonar drottningu?
Baldur Hermannsson, 1.5.2009 kl. 13:02
Eðlislæga hjarðhegðunin er hin sama og Samfylkingin bergmálar það í kórsöngnum um ESB.
Ragnhildur Kolka, 1.5.2009 kl. 13:40
Það er eitthvað svo ómennskt og óendanlega fyrirlitlegt við hjarðhegðun. Þá fyrst er maðurinn maður þegar hann stígur út úr fjöldanum og hugsar sjálfstætt.
Baldur Hermannsson, 1.5.2009 kl. 13:46
:-)
Sigurgeir Orri Sigurgeirsson, 1.5.2009 kl. 14:13
Satt segir þú Baldur. Það er einmitt sá eiginleiki sem gerir manninn að manni. En hin frumstæða tilhneiging að fylgja straumnum er sterk og einnig tilhneigingin að leita í félagsskap sér líkthugsandi. "The Big Sort" fjallar einmitt um þá tilfærslu sem velmegun í BNA hefur haft í för með sér þar í landi.
Sigurgeir; er stóra stundin ekki að renna upp?
Ragnhildur Kolka, 1.5.2009 kl. 16:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.