24.3.2009 | 16:34
Skapaði brottrekstur Davíðs ekki traust?
Eyjan fjallar um dræmar heimtur í ríkisskuldabréfaútboði Seðlabankans fyrir helgi. Vitnað er í Vilhjálm Egilsson hjá SA og aldrei þessu vant kemur hann sér upp úr ESB hjólförunum og ræðir um að fjárfesta skorti traust á atvinnulífið. Nefnir Vilhjálmur kollhnísinn sem Hafnfirðingar tóku vegna stækkunar álversins þar í bæ.
Sú aðferðafræði sem þar var beitt mun ekki fljótt úr minni renna. Menn í bisniss vita nokk hverjum er treystandi fyrir peningunum sínum og hverjum ekki. Hrokatittirnir í Hafnafirði sem þoldu ekki tilhugsunina að lífsafkoma þeirra kæmi ekki af himnum ofan sitja nú uppi með mannauð blokkarhverfi svo langt sem augað eygir. Ólafur Teitur Guðnason gerir hins vegar grein fyrir þeim 19 milljörðum sem eftir verða í landinu af starfsemi Alcan í grein í nýjasta hefti Þjóðmála.
En Vilhjálmur nefnir líka að til að laða að fjárfesta þurfum við að vera opnari, sýna fagleg vinnubrögð, standa við það sem sagt er og breyta ekki leikreglum. Beinna er varla hægt að skjóta á gleðigjafana sem nú stýra landinu. Hvað vita menn meira um landsmálin nú en áður en Jóhanna verkstjóri tók að sér að leiða byltingarsinnana til vegs (virðing kemur víst ekki inn í dæmið).
"Faglegu" vinnubrögðin við brottrekstur Davíðs úr Seðlabankanum áttu víst að sanna umheiminum að við værum traustsins verð. Þau áttu að skapa traust á SÍ. Er nú líklegt að það hafi gerst? Voru menn ekki bara að fá útrás fyrir heift og hatur á einum manni. Hver treysti ekki Seðlabankanum undir stjórn Davíð Oddssonar? Seðlabankastjórar heimsins? Ábyrgðarlausir hagfræðingar með pólitískann málstað?Trommuslagararnir úr VG eða bílabanarnir úr SF? Var ástæða til að reka þrjá framúrskarandi fagmenn úr starfi til þess eins að fullnægja lægstu hvötum valdhafa og þörfum skrílsins sem kallaði sig því háðuglega nafni Raddir fólksins?
Það hefur nákvæmlega ekkert komið fram sem bendir til að traust erlendra fjárfesta hafi styrkst við brottrekstur Davíðs. Aðeins 13 milljarðar af þeim 20 sem þörf var á fengust út á nafn dularfulla hótelstjórans sem nú situr í hásæti Seðlabankans. Og þó er hann norskur og fenginn til verksins fyrir tilstilli vinatengsla Steingríms J. og núverandi valdhafa Íslands, NORSARANNA.
Við erum ekki að sjá að þessi nýi bankastjóri sé að gera neitt sem vekur traust fjárfesta. Hvorki fyrir heimilin, atvinnulífið eða umheiminn. Vextir lækkaðir um 1% þegar verðbólgan er komin á núll og ef litið er til gengis krónunnar sem átti umsvifalaust að styrkjast við það að fá svo tryggan mann í bankann þá má benda á að í dag stendur krónan í 114.18 miðað við dollar. Daginn sem Davíð kvaddi starfsmenn sína stóð krónan í 112.39 gagnvart dollar og síðan þá hefur dollarinn fallið.
Hvar er allt traustið?
Það er æ betur að koma í ljós að traust erlendra fjárfesta hafði aldrei neitt með veru Davíðs í Seðlabankanum að gera. Skorturinn á faglegum vinnubrögðum var nefnilega ekki hjá SÍ heldur hjá þessum sjálfumglöðu loddurum sem nú ráða yfir Ísland. Fólkið sem heldur að pólitískar hreinsanir í embættismannakerfinu í anda Sovétríkjanna séu líklegar til að vekja traust út á við. Fólkið sem segist ætla að byggja upp atvinnuvegina en kemur sér ekki saman um neitt annað en að banna strípstaði og afnema þannig atvinnufrelsi fólks. Fólkið sem slær úr og í hvað orkufrekan iðnað varðar. Fólkið sem nú íhugar Lálandsleiðina á tíma þegar heimurinn er krunk. Hýrastýra og félagar hafa nefnilega ekki enn áttað sig á að kreppan var ekki Davíð að kenna. Við erum í miðri heimskreppu.
Hagalagða- og fjallagrasadraumar Steingrímur J. og Co sem helsta útflutningsafurð þjóðarbúsins munu ekki rætast í þessari umferð. Ef fer sem horfir mun okkur ekkert veita af að nýta þessar afurðir okkur sjálfum til viðhalds og viðurværis.
Jóhanna hefði sýnt meiri stjórnkænsku ef hún hefði haldi Davíð í Seðlabankanum. Hún hefði þá, að minnsta kosti getað kennt honum um ófarirnar. Nú situr hún uppi með glæpinn.
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Janúar 2021
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Desember 2014
- Júlí 2014
- Desember 2012
- Maí 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
Bloggvinir
- baldher
- gattin
- tilveran-i-esb
- gun
- gustaf
- haddi9001
- heimssyn
- aglow
- jonvalurjensson
- ksh
- altice
- skrafarinn
- sigurgeirorri
- blauturdropi
- postdoc
- olijoe
- hugsun
- iceberg
- annabjorghjartardottir
- borgfirska-birnan
- eeelle
- gessi
- elnino
- muggi69
- gustafskulason
- bassinn
- krist
- samstada-thjodar
- fullveldi
- valdimarjohannesson
- thjodarheidur
Bækur
Valið er mitt
Á, við og undir náttborðinu
-
: The Tyranny of Guilt; An Essay on Western Masochism (ISBN: 978-0-691-14376-7)
Góð greining á vandamálum Vesturlanda
-
: Þjóðmál_sumar 2010
Skyldulesning ársins
-
: Vísnafýsn (ISBN: 978-9979-2-2115-9)
Léttleiki í fyrirrúmi með djúpum undirtón
-
: Margherita Dolce Vita (ISBN: 1-933372-20-6)
Ádeila á neysluhyggju sögð með of mörgum orðum.
-
: Stolen without a Gun; confessions from inside history´s biggest accounting fraud (ISBN: 978-0-9797558-0-4)
Kennsla í aðferðafræði. -
: The Curious Incident of the Dog in the Night-Time (ISBN: 0 099 47043 8)
Sérstök bók; fyndin og döpur í senn.
-
: 79 af stöðinni (ISBN: 978-9979-53-523-2)
Sunnlenska bókakaffið blífur
-
: The Big Sort (ISBN: 978-0-618-68935-4)
Pólarísering í velmegunar samfélagi.
-
: Slander (ISBN: 1-4000-4952-0)
Fróðleg og fyndin
-
: Fjölmiðlar 2007 (ISBN: 978-9979-651-36-9)
Góð upprifjun
-
: The Nanny State (ISBN: 978-0-7679-2432-0)
Forsjárhyggja framar öllu
-
: Shakespeare (ISBN: 13-978-0-00-719790-3)
Það sem við vitum ekki um skáldið frá Stratford. Í senn fyndin og fróðleg.
-
: Shoot the Puppy (ISBN: 978-0-141-02706-7)
Útlistun á orðræðu viðskipta-og fjármálageirans, þar sem stríðsleikir samtímans fara fram.
-
: Lost in Translation (ISBN: 978-1-84317-272-7)
Góð í ferðalagið
-
: Surrender Is Not an Option (ISBN: 978-1-4165-5284-0)
Segir allt sem segja þarf um erindisleysu okkar í Öryggisráð SÞ
-
: House of Meetings (ISBN: 978-0-676-97787-5)
Bók sem vert er að eyða tíma í að lesa.
Athugasemdir
Ég vona að einhver taki að sér að setja í graf ferli vísitalna og annarra tölulegra mælikvarða fyrir og eftir brottrekstur Davíðs.
Það er sérstaklega ánægjulegt að nú sé komið í ljós að heimskulegar ákvarðanir yfirvalda í Hafnarfirði (erlendar lántökur og að taka ekki afstöðu til stækkun álversins) eru Sjálfstæðisflokknum í ríkisstjórn að kenna.
Sigurgeir Orri Sigurgeirsson, 25.3.2009 kl. 17:59
Hafnfirðingar hafa illa ávaxtað sitt pund, elskan mín. Kratarnir færðu byggðina alltof nálægt álverinu og sinntu ekki viðvörunum. Hver vill hafa álver upp við eldhúsgluggann sinn? Ekki ég og þess vegna greiddi ég atkvæði GEGN stækkun.
Baldur Hermannsson, 28.3.2009 kl. 22:05
Álverið var til staðar og eldhúsgluggarnir voru fluttir að því.
Kratarnir léku sinn gamla leik að slá í og úr. Seldu Alcan lóð til að byggja á en létu síðan kjósendur um að hafna álveri. Þetta er kallað að vilja bæði eiga og éta kökuna. Það má vera að slík fyrirgreiðsla sé tekin góð og gild í Hafnarfirði, en þar sem samningar eru teknir alvarlega kallast þetta að fífla kúnnann.
Velkominn aftur til leiks, Baldur.
Ragnhildur Kolka, 29.3.2009 kl. 09:24
Takk Ragnhildur. Hafnfirðingum fórst í raun illa við álverið, það verður bara að segjast eins og er, en við hverju er að búast þar sem vinstri menn stjórna? Þeir hafa aldrei getað hugsað fram í tímann.
Baldur Hermannsson, 29.3.2009 kl. 10:19
Góð grein hjá þér Ragnhildur, commentin eru fram komin af ofan sem ég vildi segja, en mér finnst orðfærið skemmtilegt í greininni, "dularfulla hótelstjórann" og "hýrastýra" og fjallagrasa Steini.
Eitt sem víst er að þessir afturhaldsinnar vita ekki að, það kostar peninga og fórnir að búa til peninga, þeir koma ekki að himnum ofan eins og þú bendir réttilega á, fjármálsérfræðingum Hafnarfjarðar og öðrum Hafnfirðingum til ævarandi skammar
Svavar Guðmundsson, 29.3.2009 kl. 14:30
Sæll Svavar takk fyrir innleggið. Vil þó taka fram að ég geri ekkert tilkall til nafngiftarinnar "hýrastýra". Það hef ég frá bloggvini mínum Postdoc. Hann leiðbeindi líka um refilstigu enskrar tungu, þyrfti maður á því að halda,þ.a.l. the Gay Cabinet. Alltaf gott að kunna skil á réttum hugtökum.
Ragnhildur Kolka, 29.3.2009 kl. 15:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.