Leita í fréttum mbl.is

Enn veldur Katrína usla

EfnahagsspáAnn Coulter skrifaði nýlega pistil þ.s. hún líkir gagnrýnislausri aðdáun fjölmiðla á goðinu Barack Obama við umfjöllun um hornaboltahetjuna Cal Rippen, sem lyfti ekki svo augnloki að met falli. Met Cal Rippens voru standa þó enn. En nú falla menn í stafi þegar fyrsti svarti forsettin fer niður í eldhús að næturlagi til að skella saman í samloku og gráu hárin á höfði Obama voru metin sem forsíðufrétt hjá NYT. WaPo sá ástæðu til að taka málið til gagngerrar skoðunar.

Nú hefur fyrsti (svarti) forsetinn komið fram í skemmtiþætti og allir fjölmiðlar, jafnvel á Íslandi, taka sér samstundis pásu frá kreppunni og greina ítarlega frá. Það hvarflar ekki að neinum að nú þurfi BO að bæta ásýndina - því kreppan er ekki aðdáandi Obama. Vinsældir hans dala og jafnvel tilraunir til að koma allri sökinni á forvera sinn eru bara ekki að slá í gegn. Um það vitna kannanir Rasmussen Report:

obama_index_march_20_2009

Farið er að tala um AIG klúðrið sem Katrina fellibylinn hans Obama. Í þetta sinn er engin leið að klína glæpnum á repúblikana, því þeir áttu enga aðkomu að löggjöfinni sem hleypti bónusgreiðslunum í gegn. Nú benda demókratar hver á annan. Chris Dodd er talinn líklegur til að missa öldungadeildar sætið í kosningunum 2010 fyrir aðkomu sína að málinu og Obama neyðist til að standa við bakið á Geithner, því hann hefur engan annan í ráðherraembætti hans. Obama hefur ekki einu sinni getað fyllt tugi lausra starfa í fjármálaráðuneytinu sem þurfa samþykki þingsins. Ekki ólíklegt að Geithner geti sjálfur farið fram á bónus fyrir alla yfirvinnuna sem hann hefur þurft að taka á sig.

Því situr BO á snakki með Leno og veitir Schwarzenegger óskipta athygli þessa dagana - þótt breska ljónið hafi verið snuprað og sent heim með Psycho sér til huggunar.

Hér heima hafa fjölmiðlar ekkert heyrt af sígandi stjörnu Obama, þótt jafn ólíkir fjölmiðlar og CNBC-Daily Telegraph-Newsweek og Salon.com hafi allir dregið úr upphafningarsnakkinu sem einkenndi þá langleiðina út janúar. Gagnrýnisraddir eru farnar að heyrast og hveitibrauðið gæti jafnvel verið farið að súrna áður en 100 dagarnir eru liðnir.

Helst dettur manni í hug að heyrnaleysi fjölmiðla hér stafi af óvarkárni togararallaranna, sem láta sig ekki muna um að toga yfir Cantat. Nema kafbátaleikir Rússa sé aftur komnir hér í fjöruborðið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ragnhildur Kolka
Ragnhildur Kolka
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband