17.3.2009 | 22:35
Velferðarleiðinn = Evrópuleiðinn
Rakst á ræðubút á WSJ sem mér sýnist eiga erindi inn á bloggið. Erindið flutti Charles nokkur Murray í síðustu viku hjá The American Enterprise Institute: Þessi kynning fær eflaust hárin til að rísa á einhverjum, en ég læt samt vaða.
Í ræðunni fjallar Murray um ökuferð um Svíþjóð. Í hverjum bænum á fætur öðrum sá hann yndislega fallegar kirkjur, ný málaðar og umkringdar vel hirtum görðum og allt niðurgreitt af sænska ríkinu. En kirkjurnar voru tómar og það jafnvel á sunnudögum.
Hann nefnir líka að Skandinavar og reyndar Vestur-Evrópubúar stæri sig af "barnvænni" stefnumótun, sem einkennast af vel útí látnum meðlögum, fríum leikskólum og löngu fæðingarorlof. Þó er fæðingartíðni langt undir því sem nauðsynlegt er til að viðhalda mannfjölda og hjónaböndum fer einnig fækkandi.
Í þessum löndum er vinnumarkaðurinn einnig skilmerkilega verndaður af ríkinu með margvíslegu regluverki auk ríkulegra kaupauka í kjarasamningum. Í flestum þessara landa lítur fólk á vinnuna sem illa nauðsyn, sjaldnast sem val. Hvergi er hlutfall þeirra sem eru ánægðir með vinnu sína lægra. Þetta kallar Murray - Evrópu heilkennið.
Er velferðin að drepa okkur úr leiðindum?
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Janúar 2021
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Desember 2014
- Júlí 2014
- Desember 2012
- Maí 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
Bloggvinir
- baldher
- gattin
- tilveran-i-esb
- gun
- gustaf
- haddi9001
- heimssyn
- aglow
- jonvalurjensson
- ksh
- altice
- skrafarinn
- sigurgeirorri
- blauturdropi
- postdoc
- olijoe
- hugsun
- iceberg
- annabjorghjartardottir
- borgfirska-birnan
- eeelle
- gessi
- elnino
- muggi69
- gustafskulason
- bassinn
- krist
- samstada-thjodar
- fullveldi
- valdimarjohannesson
- thjodarheidur
Bækur
Valið er mitt
Á, við og undir náttborðinu
-
: The Tyranny of Guilt; An Essay on Western Masochism (ISBN: 978-0-691-14376-7)
Góð greining á vandamálum Vesturlanda
-
: Þjóðmál_sumar 2010
Skyldulesning ársins
-
: Vísnafýsn (ISBN: 978-9979-2-2115-9)
Léttleiki í fyrirrúmi með djúpum undirtón
-
: Margherita Dolce Vita (ISBN: 1-933372-20-6)
Ádeila á neysluhyggju sögð með of mörgum orðum.
-
: Stolen without a Gun; confessions from inside history´s biggest accounting fraud (ISBN: 978-0-9797558-0-4)
Kennsla í aðferðafræði. -
: The Curious Incident of the Dog in the Night-Time (ISBN: 0 099 47043 8)
Sérstök bók; fyndin og döpur í senn.
-
: 79 af stöðinni (ISBN: 978-9979-53-523-2)
Sunnlenska bókakaffið blífur
-
: The Big Sort (ISBN: 978-0-618-68935-4)
Pólarísering í velmegunar samfélagi.
-
: Slander (ISBN: 1-4000-4952-0)
Fróðleg og fyndin
-
: Fjölmiðlar 2007 (ISBN: 978-9979-651-36-9)
Góð upprifjun
-
: The Nanny State (ISBN: 978-0-7679-2432-0)
Forsjárhyggja framar öllu
-
: Shakespeare (ISBN: 13-978-0-00-719790-3)
Það sem við vitum ekki um skáldið frá Stratford. Í senn fyndin og fróðleg.
-
: Shoot the Puppy (ISBN: 978-0-141-02706-7)
Útlistun á orðræðu viðskipta-og fjármálageirans, þar sem stríðsleikir samtímans fara fram.
-
: Lost in Translation (ISBN: 978-1-84317-272-7)
Góð í ferðalagið
-
: Surrender Is Not an Option (ISBN: 978-1-4165-5284-0)
Segir allt sem segja þarf um erindisleysu okkar í Öryggisráð SÞ
-
: House of Meetings (ISBN: 978-0-676-97787-5)
Bók sem vert er að eyða tíma í að lesa.
Athugasemdir
Þakka þér þessa færslu Ragnhildur
Fleiri fréttir frá Svíþjóð
========================
Auschwitz-overlevende skal betale skat i Sverige af erstatningssum
Miriam Landau blev tvunget til slavearbejde under 2. Verdenskrig inden hun i 50'erne flyttede til Sverige. Da hun endelig modtog kompensation besluttede den svenske stat at beskatte erstatningssummen og samtidig sænke hendes pension.
Den nu 84-årige Miriam Landau har ikke haft et let liv. Efter en tid i en ghetto i Ungarn blev hun overført til de tyske koncentrationslejre Auschwitz og Dachau, hvor hun blev tvunget til hårdt slavearbejde. Efter 2. Verdenskrig kunne hun endelig flygte til Sverige. Hendes trængsler ser dog tilsyneladende ikke ud til at være helt omme endnu, skriver gt.se.
Miriam Landau har nemlig ikke kunnet arbejde i Sverige på grund af skader pådraget under slavearbejdet. Dette betyder, at hun er berettiget til at modtage en kompensation på 80.000 svenske kr. af den tyske stat. Den svenske stat mener dog, at denne kompensation tæller som en indkomst for den syge Miriam Landau. Derfor skal halvdelen af den betales i skat og hendes pension skal i øvrigt sænkes.
Miriam Lundau har indtil videre fået sin sag hørt i den svenske Länsrätt og Kammarrätt. Her har den svenske stat har fået medhold i sine krav til den tidligere Auschwitz-fange. Nu skal sagen ifølge gt.se afgøres i den svenske Regeringsrätt.
Auschwitz-overlevende skal betale skat i Sverige af erstatningssum
========================
Þetta smá batnar alltaf
Kveðjur
Gunnar Rögnvaldsson, 18.3.2009 kl. 21:27
Sæll Gunnar og þakka þér fyrir innslagið.
Ég sé að þú gerir þér grein fyrir að með þessari færslu er ég ekki að fetta fingur út í að fólk lifi mannsæmandi lífi. Málið snýst um að virða það sem við höfum, en verðgildi hluta fer eftir því hver greiðir. Á endanum þarf einhver að borga og þess vegna liggur budda Miriam svo vel við höggi.
Kristni, börn og vinna eru afgangsstærðir í velmegunarþjóðfélögum. Þetta eru niðurgreidd þægindi sem fólk tekur við án skuldbindinga, eða eins og gamalt máltæki segir "alltaf má fá annað skip og annað föruneyti".
Kannski eru kreppur hluti af jöfnunni sem tengja okkur aftur við jörðina.
Ragnhildur Kolka, 18.3.2009 kl. 22:47
Ég held að sumir á Íslandi séu einskonar boðflennur í landinu, eru laumugen sem komu með sjálfstæðum frelsisþenkjandi mönnum sem flúðu ok kóngsins/ríkisins. Greina þarf þessa aumingja frá og senda aftur til Skandinavíu. Þetta segi ég nú í gríni, en öllu gríni fylgir stundum engin alvara, eins og kunnugt er. Bölvaður veri þessi hugsunarháttur að ríkið eigi að vera upphaf og endir alls. Ég frábið mér það.
Sigurgeir Orri Sigurgeirsson, 18.3.2009 kl. 23:58
Sigurgeir; Samkvæmt nýjustu skoðanakönnun munu total ríkisafskipti verða hlutskipti þeirra sem ekki flýja land á næstu vikum.
Ragnhildur Kolka, 19.3.2009 kl. 19:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.