1.3.2009 | 15:35
Hattinn ofan fyrir Magnúsi Geir
Uppsetning Borgarleikhússins á Milljarðamærinni gæti ekki verið betur tímasett. Verkið smellur með látum inn í andrúmsloft hruns og kreppu. Það var sett á dagskrá snemma á síðasta ári á meðan dansinn dunaði sem hæst. Því má segja að verkefnavalsnefnd leikhússins hafi verið í hlutverki Sjáandans þegar ákvörðunin var tekin. Meðvitað eða ómeðvitað. Má ætla að græðgin, sem er eitt megin þema verksins, hafi ráðið nokkru um valið enda var græðgi í íslensku samfélag, þá þegar farin að valda mörgum óþægindatilfinningu. Það er þó ekki síður sjálfsblekkingin sem bæjarbúar hylja sig með, sem talar til okkar í dag. Tímasetningin toppar allt.
Þetta verk Durrenmatt er áminning um þá ógæfu sem allar ákvarðanir mannsins fela í sér. Að standa sífellt frammi fyrir ákvörðunum sem bera í sér siðferðilegan dóm og þurfa síðan að lifa við afleiðingarnar. Bæjarbúar velja að hjúpa sig blekkingunni, ganga jafnvel svo langt að afneita gerðum sínum með því að krefjast þess að fórnarlambið taki á sig glæpinn gagnvart sjálfum. Þessi þáttur hefur ekki síður verið sýnilegur í þeirri atburðarás sem við höfum upplifað þessa örlagaríku daga síðastliðinn vetur. Græðgin smaug inn í alla kima þess lífs sem við lifðum, allir fengu eitthvað þótt mismikið væri. Nú krefjast menn afsagna og afsökunarbeiðna, þótt nær útilokað sé að þeir sem nú hrópa hæst hafi viljað sleppa neinu því sem ávannst meðan góðærið stóð sem hæst. Vissulega verða ýmsir að borga meira en þeir uppskáru, en þeir áttu alltaf valið um að afneita viðskipta- og peningavaldinu. Tækifærin gáfust oft og voru engum dulin, en græðgi, pólitísk afstaða og almennur siðferðisbrestur í samfélaginu réði því hvernig fór.
Siðferðileg niðurstaða verksins er að þrátt fyrir allar freistingar sem á vegi mannsins verða þá ber hann ábyrgð á gerðum sínum. Illska er ekki bara eitthvað eitt, hún er lagskip. Eitt leiðir af öðru og ef enginn stendur upp og hafnar því illa þá heldur það bara áfram að gerast. Að hlutirnir séu líklegir til að endurtaka sig er táknað með; faðir, sonur og smánuð stúlka (Unnur Ösp Stefánsdóttir).
Kjartan Ragnarsson setti verkið upp og setur það í þann groteska búning sem hæfir. Sigrún Edda Björnsdóttir leikur milljarðamærina, sem er afskræmd af ást, hatri og hefndarþorsta. Og hún býr yfir mættinum til að kalla allt það versta fram í manninum; gnægð peninga. Í gamalli þýðingu hét verkið Sú gamla kemur í heimsókn. Sá tiltill vísar í hið djöfullega í manninum og í samanburði er nýi titillinn Milljarðamærin snýr afturfrekar sakleysislegur. Vísar í útrásargræðgina og ofurlaunin, en lætur aðrar illar hvatir ósnertar. Sigrún Edda gerir þessu hlutverki afspyrnu góð skil. Förðun og búningar leggja sitt á vogarskálarnar, því öll sú illska sem býr í þessari konu speglast í þessu tvennu. Jóhann Sigurðarson átti líka frábæran leik sem önnur hlið illskunnar. Hann er táknmynd mannleysunnar, sjálfselskan og þörfin fyrir að setja sig og sínar þarfir alltaf í fyrsta sætið verður honum að endingu að falli. Illi hratt hinu djöfullega af stað með því að ræna Camillu sakleysi sínu og trausti. Sekt bæjarbúanna er á einfaldan hátt táknuð með nýjum skófatnaði. Sál sína og siðvitund selja þeir fyrir gul stígvéli. Alls staðar smýgur illskan inn.
Þetta er tímabært verk sem snýst um að á einhverjum punkti verður maðurinn að horfast í augu við öfgarnar sem í honum búa. Ákvarðanir snúast um að velja og hafna og veljirðu rangt þá situr þú uppi með það að eilífu.
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Janúar 2021
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Desember 2014
- Júlí 2014
- Desember 2012
- Maí 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
Bloggvinir
- baldher
- gattin
- tilveran-i-esb
- gun
- gustaf
- haddi9001
- heimssyn
- aglow
- jonvalurjensson
- ksh
- altice
- skrafarinn
- sigurgeirorri
- blauturdropi
- postdoc
- olijoe
- hugsun
- iceberg
- annabjorghjartardottir
- borgfirska-birnan
- eeelle
- gessi
- elnino
- muggi69
- gustafskulason
- bassinn
- krist
- samstada-thjodar
- fullveldi
- valdimarjohannesson
- thjodarheidur
Bækur
Valið er mitt
Á, við og undir náttborðinu
-
: The Tyranny of Guilt; An Essay on Western Masochism (ISBN: 978-0-691-14376-7)
Góð greining á vandamálum Vesturlanda
-
: Þjóðmál_sumar 2010
Skyldulesning ársins
-
: Vísnafýsn (ISBN: 978-9979-2-2115-9)
Léttleiki í fyrirrúmi með djúpum undirtón
-
: Margherita Dolce Vita (ISBN: 1-933372-20-6)
Ádeila á neysluhyggju sögð með of mörgum orðum.
-
: Stolen without a Gun; confessions from inside history´s biggest accounting fraud (ISBN: 978-0-9797558-0-4)
Kennsla í aðferðafræði. -
: The Curious Incident of the Dog in the Night-Time (ISBN: 0 099 47043 8)
Sérstök bók; fyndin og döpur í senn.
-
: 79 af stöðinni (ISBN: 978-9979-53-523-2)
Sunnlenska bókakaffið blífur
-
: The Big Sort (ISBN: 978-0-618-68935-4)
Pólarísering í velmegunar samfélagi.
-
: Slander (ISBN: 1-4000-4952-0)
Fróðleg og fyndin
-
: Fjölmiðlar 2007 (ISBN: 978-9979-651-36-9)
Góð upprifjun
-
: The Nanny State (ISBN: 978-0-7679-2432-0)
Forsjárhyggja framar öllu
-
: Shakespeare (ISBN: 13-978-0-00-719790-3)
Það sem við vitum ekki um skáldið frá Stratford. Í senn fyndin og fróðleg.
-
: Shoot the Puppy (ISBN: 978-0-141-02706-7)
Útlistun á orðræðu viðskipta-og fjármálageirans, þar sem stríðsleikir samtímans fara fram.
-
: Lost in Translation (ISBN: 978-1-84317-272-7)
Góð í ferðalagið
-
: Surrender Is Not an Option (ISBN: 978-1-4165-5284-0)
Segir allt sem segja þarf um erindisleysu okkar í Öryggisráð SÞ
-
: House of Meetings (ISBN: 978-0-676-97787-5)
Bók sem vert er að eyða tíma í að lesa.
Athugasemdir
Þú fyrirgefur bloggvinkona - en ég var að blogga um þig!
Bjarni Harðarson, 6.3.2009 kl. 20:13
Ég fyrirgef það og þakka faðmlagið. Hittumst á síðunni þinni.
Ragnhildur Kolka, 6.3.2009 kl. 22:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.