31.12.2008 | 01:31
Hver er ég? ragnhildurkolka 1:6.750.606.383 þegar síðast var talið.
Nú eru síðustu forvöð að nýta sér frelsið. mbl.is ætlar nefnilega að moka flórinn. Kasta út öllum þessum siðlausu nafnleysingjum sem saurgað hafa síður þessa óspjallaða bloggs og fengið það til að roðna í kinnum og hitna á eyrum. Ég er víst í hópi þessara ódæðismanna. Áramótin eru "deadline".
Ég sem hélt að netið, jafnvel moggabloggið væri frelsið í fjölmiðlum, þ.e. svo fremi sem maður er tilbúinn að bera ábyrgð á orðum sínum. Það er í það minnsta sú viðvörun sem við manni blasir þegar ýtt hefur verið á send takkann. Var jafnvel svo einföld að halda að bloggið væri bara svona afþreying eða skemmtun fyrir fólk með takmarkaðan áhuga á maka, líkamsrækt eða sjónvarpi.
Nei, mbl.is lítur á sig sem alvöru miðil, sóðakjöftum skal úthýst ef þeir gangast ekki undir ok þjóðskrár. Gott og vel, af hverju ekki DNA? Hvað hefur þjóðskrá fram yfir DNA mælingu?
Svo lengi sem ég man, og það er lengur en rafræn skráning þegna þessa lands hefur varað, hef ég kynnt mig á ákveðinn hátt - Ragnhildur Kolka, góðan daginn - lengst af án áreitis frá hinu opinbera. Hélt reyndar að hið opinbera væri bara að nuða þetta með millinafnið til að tryggKa sér skattpening. Hélt ekki að fyrirtæki út í bæ gætu beitt einstaklinga útskúfun á grundvelli þessara opinberu gagna. Sérstaklega þar sem enginn fjárhagslegur hagnaður er af samskiptunum.
En svo kemst ég að því að mbl.is er dauðans alvara og hótar að taka af mér þessa skemmtun af því ég heiti einhverju millinafni sem ég hef aldrei notað og mun örugglega ekki standa á leiði mínu þegar þar að kemur.
mbl.is telur sig ekki getað greint mig frá suðsvörtum almúganum ef ég skrái mig ekki samkvæmt þjóðskrá. Sauðsvartur almúginn er ekki bara þessar 319.756 hræður sem skráðar voru hér á landi þann 1. desember og hver enginn bar nafnið ragnhildurkolka heldur líka þessir 6.750.606. 383 sem hírðust á jarðkringlunni nú fyrir svona uþb hálftíma síðan.
Ég er kannski ekki tilbúin að hengja mig upp á það, en næstum því, að það fyrirfinnist ekki önnur ragnhildurkolka á allri jörðinni. En svona til öryggis þá vil ég baktryggja hálsinn með fyrirvara um að ef svo ólíklega vildi til, þá færi hún varla að blogga á íslensku, sama hversu "imodekommende" mbl.is væri við hana (kannski óráðlegt að kyngreina í þessu tilviki) í upphafi. Ég er með hér til hliðar bók sem lýsir þessari stjórnunaráráttu sem náð hefur taki á mbl.is. Hun heitir The Nanny State og ætti að vera hverjum manni víti til varnaðar.
Famous last words: Af hverju ekki DNA?
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Janúar 2021
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Desember 2014
- Júlí 2014
- Desember 2012
- Maí 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
Bloggvinir
- baldher
- gattin
- tilveran-i-esb
- gun
- gustaf
- haddi9001
- heimssyn
- aglow
- jonvalurjensson
- ksh
- altice
- skrafarinn
- sigurgeirorri
- blauturdropi
- postdoc
- olijoe
- hugsun
- iceberg
- annabjorghjartardottir
- borgfirska-birnan
- eeelle
- gessi
- elnino
- muggi69
- gustafskulason
- bassinn
- krist
- samstada-thjodar
- fullveldi
- valdimarjohannesson
- thjodarheidur
Bækur
Valið er mitt
Á, við og undir náttborðinu
-
: The Tyranny of Guilt; An Essay on Western Masochism (ISBN: 978-0-691-14376-7)
Góð greining á vandamálum Vesturlanda
-
: Þjóðmál_sumar 2010
Skyldulesning ársins
-
: Vísnafýsn (ISBN: 978-9979-2-2115-9)
Léttleiki í fyrirrúmi með djúpum undirtón
-
: Margherita Dolce Vita (ISBN: 1-933372-20-6)
Ádeila á neysluhyggju sögð með of mörgum orðum.
-
: Stolen without a Gun; confessions from inside history´s biggest accounting fraud (ISBN: 978-0-9797558-0-4)
Kennsla í aðferðafræði. -
: The Curious Incident of the Dog in the Night-Time (ISBN: 0 099 47043 8)
Sérstök bók; fyndin og döpur í senn.
-
: 79 af stöðinni (ISBN: 978-9979-53-523-2)
Sunnlenska bókakaffið blífur
-
: The Big Sort (ISBN: 978-0-618-68935-4)
Pólarísering í velmegunar samfélagi.
-
: Slander (ISBN: 1-4000-4952-0)
Fróðleg og fyndin
-
: Fjölmiðlar 2007 (ISBN: 978-9979-651-36-9)
Góð upprifjun
-
: The Nanny State (ISBN: 978-0-7679-2432-0)
Forsjárhyggja framar öllu
-
: Shakespeare (ISBN: 13-978-0-00-719790-3)
Það sem við vitum ekki um skáldið frá Stratford. Í senn fyndin og fróðleg.
-
: Shoot the Puppy (ISBN: 978-0-141-02706-7)
Útlistun á orðræðu viðskipta-og fjármálageirans, þar sem stríðsleikir samtímans fara fram.
-
: Lost in Translation (ISBN: 978-1-84317-272-7)
Góð í ferðalagið
-
: Surrender Is Not an Option (ISBN: 978-1-4165-5284-0)
Segir allt sem segja þarf um erindisleysu okkar í Öryggisráð SÞ
-
: House of Meetings (ISBN: 978-0-676-97787-5)
Bók sem vert er að eyða tíma í að lesa.
Athugasemdir
Hvers vegna í ósköpunum ertu að gera veður út af öðru eins lítilræði?
Baldur Hermannsson, 31.12.2008 kl. 09:42
Hvers vegna í ósköpunum skyldi ég láta eitthvert fyrirtæki út í bæ ákveða hvernig ég kynni mig. Ég er ekki að villa á mér heimildir. Ég heiti Ragnhildur og er Kolka. Þannig er það líka í þjóðskrá og þannig vil ég hafa það.
Ég geri ekki ágreining við það að ríkið sendi mér gluggapóst með fullu nafni; talið að annars þyrfti ég að hafa fyrir því að láta Hagstofuna breyta skráningu. Mér hefur ekki fundist taka því. En ef mbl.is telur sig hafa boðvald til að ákveða hvernig ég kynni mig þá á ég ekki annarra kosta völ en óska eftir breytingu í þjóðskrá eða hætta að blogga.
Ragnhildur Kolka, 31.12.2008 kl. 17:07
Ég er þess fýsandi að þú haldir áfram að blogga því það er fengur að skrifum þínum, þú kemur oft að málum öðruvísi en flestir aðrir. En það nær ekki nokkurri átt að æsa sig svona út af einhverjum tittlingaskít. Mogginn gerir rétt í því að krefjast nafns, hann hefur að sjálfsögðu boðvald til að setja skilyrði á sínu eigin bloggsvæði og við skulum verða við óskum hans.
Baldur Hermannsson, 31.12.2008 kl. 17:12
Svo ég taki mér Jón Baldvin til fyrirmyndar (sem gerist nú ekki oft):
Í fyrsta lagi er ég ekkert að æsa mig út af þessum tittlingaskít sem þú kallar.
Í öðru lagi þá hef ég ekki neitað að gefa upp nafn.
Í þriðja lagi þá neita ég því ekki að Mogginn getur sett skilyrði.
Í fjórða lagi þá er ég ekki sammála því að Mogginn hafi boðvald til að breyta skráningu einstaklings sem bloggar undir nafni og reynir ekki að villa á sér heimildir. Ef ég bloggaði undir þjóðskrárnafni þá mundu aðeins náskyldir vita hver ég er.
Samkvæmt nýjum reglum þá má ég víst laumast inn bakdyramegin og kommentera á annarra manna blogg. Meðan það leyfist mun ég gera ráð fyrir að kíkja inn á síðurnar annað slagið.
Ragnhildur Kolka, 31.12.2008 kl. 17:58
Sé þig þar, þrjóska kona. Eins og þú ert nú vel gefin og skemmtileg þá hlýtur að vera erfitt að búa með þér
Baldur Hermannsson, 31.12.2008 kl. 18:05
Bý ein.
Ragnhildur Kolka, 31.12.2008 kl. 22:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.