21.12.2008 | 18:58
Músarholuhugsunarháttur á mbl.is
Þessi snautlega frétt sýnir hvernig Íslenskum fréttamiðlum hugnast að greina frá atburðum í Írak. Undir fyrirsögn um þinglega afgreiðslu mála varðandi 6000 manna "kokteil" erlendra hersveita kemur ein setning um 140 þús. manna lið Bandaríkjanna, sem gerðir eru að einhverju þurfalingalið sem "fær að vera svolítið lengur" með einhverjum "sérsamningi".
Um 140.000 manna lið Bandaríkjahers fær að vera í landinu til loka árs 2011, skv. sérsamningi sem hefur verið gerður.
Það hefði verið stórmannlegra að láta þess getið að atkvæði voru greidd á íraska þinginu í byrjun desember, um áframhaldandi dvöl bandarískra hermanna í Írak. Þessi þinglega meðferð sýnir auðvitað meiriháttar árangur innrásarinnar í Írak eftir erfitt úthald síðustu 5 ár.
Þótt engin tæki eftir þessu hér á landi fór ákvörðun íraks þings verulega fyrir brjóstið á Írönum sem lagt höfðu mikið upp úr að Shiitar höfnuðu áframhaldandi veru Bandaríkjahers. Aðeins fylgismenn al-Sadr greiddu atkvæði gegn tillögunni. Stærsti hluti Shiita, Kurdarnir og Sunnitar greiddu atkvæði með veru hermannanna. Í raun höfðu Sunnar áhyggjur af því að tímasetningin væri full knöpp. En hún er táknræn og henni er hægt að breyta.
Það hefði ekki átt að fara framhjá mönnum að þingræði hefur verið komið á í Írak; þingræði, þar sem menn með ólíka sýn geta komið sér saman um hvað þjóðinni er fyrir bestu. En á Íslandi búa menn í músarholum og láta sem ekkert hafi breyst.
Þingið greiði atkvæði um veru erlendra hersveita í Írak | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Janúar 2021
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Desember 2014
- Júlí 2014
- Desember 2012
- Maí 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
Bloggvinir
- baldher
- gattin
- tilveran-i-esb
- gun
- gustaf
- haddi9001
- heimssyn
- aglow
- jonvalurjensson
- ksh
- altice
- skrafarinn
- sigurgeirorri
- blauturdropi
- postdoc
- olijoe
- hugsun
- iceberg
- annabjorghjartardottir
- borgfirska-birnan
- eeelle
- gessi
- elnino
- muggi69
- gustafskulason
- bassinn
- krist
- samstada-thjodar
- fullveldi
- valdimarjohannesson
- thjodarheidur
Bækur
Valið er mitt
Á, við og undir náttborðinu
-
: The Tyranny of Guilt; An Essay on Western Masochism (ISBN: 978-0-691-14376-7)
Góð greining á vandamálum Vesturlanda
-
: Þjóðmál_sumar 2010
Skyldulesning ársins
-
: Vísnafýsn (ISBN: 978-9979-2-2115-9)
Léttleiki í fyrirrúmi með djúpum undirtón
-
: Margherita Dolce Vita (ISBN: 1-933372-20-6)
Ádeila á neysluhyggju sögð með of mörgum orðum.
-
: Stolen without a Gun; confessions from inside history´s biggest accounting fraud (ISBN: 978-0-9797558-0-4)
Kennsla í aðferðafræði. -
: The Curious Incident of the Dog in the Night-Time (ISBN: 0 099 47043 8)
Sérstök bók; fyndin og döpur í senn.
-
: 79 af stöðinni (ISBN: 978-9979-53-523-2)
Sunnlenska bókakaffið blífur
-
: The Big Sort (ISBN: 978-0-618-68935-4)
Pólarísering í velmegunar samfélagi.
-
: Slander (ISBN: 1-4000-4952-0)
Fróðleg og fyndin
-
: Fjölmiðlar 2007 (ISBN: 978-9979-651-36-9)
Góð upprifjun
-
: The Nanny State (ISBN: 978-0-7679-2432-0)
Forsjárhyggja framar öllu
-
: Shakespeare (ISBN: 13-978-0-00-719790-3)
Það sem við vitum ekki um skáldið frá Stratford. Í senn fyndin og fróðleg.
-
: Shoot the Puppy (ISBN: 978-0-141-02706-7)
Útlistun á orðræðu viðskipta-og fjármálageirans, þar sem stríðsleikir samtímans fara fram.
-
: Lost in Translation (ISBN: 978-1-84317-272-7)
Góð í ferðalagið
-
: Surrender Is Not an Option (ISBN: 978-1-4165-5284-0)
Segir allt sem segja þarf um erindisleysu okkar í Öryggisráð SÞ
-
: House of Meetings (ISBN: 978-0-676-97787-5)
Bók sem vert er að eyða tíma í að lesa.
Athugasemdir
Ég er stundum að hugsa um hvort vinur minn Bush sé svo afleitur forseti þegar grannt er skoðað. Hefur honum ekki tekist allt sem hann hefur ætlaði sér? Hann er búinn að koma Írak á rekspöl til lýðræðis, hefta hryðjuverkamenn um heim allan - að vísu er allt í skralli í efnahagsmálunum en er það ekki bara lögmál markaðarins?
Baldur Hermannsson, 22.12.2008 kl. 18:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.