Leita í fréttum mbl.is

Sigurður Kári og félagar eru hetjur dagsins

Það var tímabært fyrir þingmenn að hrista af sér doðann og standa með þjóðinni í þessu ömurlega máli. Maður var farinn að trúa því að ekkert yrði gert; við værum ekki bara sett í stöðu hreppsómaga heldur létum við það yfir okkur ganga umyrðalaust. Nú getum við þó horft stolt framan í heiminn, jafnvel þótt við verðum á stöguðum sokkum og bættri brók.

Það var líka tímabært að menn gengju samstíga til verks. Það hefur mikið skort á að þingmenn geri sér grein fyrir að þeir eiga að huga að hagsmunum þjóðarinnar en ekki þröngum flokkshagsmunum í slíkum málum. Það hefði verið betra að þeir hefðu áttað sig á því þegar fjölmiðlafrumvarpið var til umfjöllunar 2004. Frumvarp, upp á eina blaðsíðu, sem hefði getað sparað okkur mikla óhamingju. En þá hugðu menn aðeins að pólitískum keilum og létu hatur á einum manni villa sér sýn. Vonandi eru að renna upp nýir tímar?

Nú er um að gera að bretta upp ermar og hreinsa af okkur þennan smánarblett sem Bretar töldu viðeigandi að klína á okkur.


mbl.is Fé til málshöfðunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Ragnhildur - þetta eru orð að sönnu - og Sigurður Kári er fyrir löngu búinn að sanna sig sem þingmaður - baráttujaxl - vel gefinn og fylginn sér. Það er því löngu orðið tímabært að hann fá frekara brautargengi innan flokksins.

Bestu kveðjur til þín og látum ekki úrtöluvæl draga úr okkur kjarkinn - bætt brók og stagaðir sokkar veita líka ágætis skjól.

Ólafur I Hrólfsson

Ólafur Ingi Hrólfsson, 21.12.2008 kl. 06:43

2 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Blessaðir báðir tveir og þakka ykkur fyrir innleggin:

Ég er sammála þér Kjartan að Geir og Ingibjörg eru ekki beinlínis að draga vagninn í þessu máli. Eflaust ósammála um aðgerðir og svo hitt, að við vitum ekkert um hvað var samið á bakvið tjöldin í þessari Ice-save deilu. Síðan þau mál voru leidd til lykta hefur allt andrúmsloft í Sjálfstæðisflokknum tekið breytingum. Forusta  Sjálfstæðisflokksins virðist hafa gefið eftir hvað kröfur samstarfsflokksins varðar og ESB á fullu að undirbúa sig fyrir aðildarumsókn Íslands

Hvað þetta mál varðar er ég ekki viss um að Geir og Ingibjörg geti tafið það sérstaklega. Það er ekki ríkið sem hefur málareksturinn heldur kröfuhafar í gömlu bankana og fumvarpið sem nú hefur fengið samhljóma samþykki Alþingis er til að bakka þá upp.

Það gæti hins vegar verið upplýsandi að sjá hverjir tóku ekki þátt í þessari atkvæðagreiðslu.

Ragnhildur Kolka, 21.12.2008 kl. 11:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ragnhildur Kolka
Ragnhildur Kolka
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband