Leita í fréttum mbl.is

Blaðamennska eða sjálfsalaáróður

Ég hef verið að velta fyrir mér hvort umsjónamenn mbl.is hafi raunveruleg blaðamannaskírteini eða hvort þeir séu starfsmenn einhverrar ruslfæðiskeðju sem selur vörur sínar úr sjálfsölum. Þessi frétt ber öll merki ruslkeðjuáróðursins sem fjölmiðlar í Bandaríkjunum ausa út um kosningabaráttu Johns McCain og Söru Palin. Í þessum miðlum flýtur rjómi áróðursins:

ABCCBSNBCNYTLATWSJCNN
MSNBCAPREUTERSAFPPOLITCO
FTTIMEWASHPOSTNEWSWEEK:
CAN THEY ALL BE WRONG?

CNN fréttin sem hér er vitnað í styðst ekki við eina einustu heimild. Hún er samansett af setningum eins og þessum

Some aides to Sen. John McCain say - A senior McCain adviser told CNN - A Palinaide, however, told CNN - sources told CNN - Several McCainadvisers suggested - A Palin associate, however, said - McCain sources say Palin - They cited an instance - A second McCain source says - this McCain adviser said - A Palin associate defended her - But this Palin source acknowledged that Palin -

Trúverðug lesning eða hitt þó heldur. Til að gefa þessari heimildalausu frétt vægi bætti CNN inn sögum af nokkrum varaforseta efnum sem ekki hafa að öllu leyti verið sáttir við þá baráttuherferð sem þeir voru þátttakendur í. En auðvita er það bara "rauð síld"

 Til að svara spurningunni hér að ofan "CAN THEY ALL BE WRONG?" þarf ekki annað en að skoða afkomulista stærstu dagblaða Bandaríkjanna í WSJ í gær. Hann er blóðugur og sama má víst segja um móðurborð mbl.is, Morgunblaðið. Dagblöð hafa misst trúverðugleikann og og það hafa blaðamenn líka gert. Fyrir það fá þeir nú að blæða. 


mbl.is Palin veldur spennu í búðum McCain
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ragnhildur Kolka
Ragnhildur Kolka
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband