Leita í fréttum mbl.is

Trúin flytur fjöll eða er það einfeldnin?

 

Media bias

Enginn segir það betur en Mark Steyn:

"According to newspaper reports, polls show that most people believe newspaper reports claiming that most people believe polls showing that most people have read newspaper reports agreeing that polls show he’s going to win".

mbl.is hefur einmitt fylgt þessari formúlu dyggilega eftir og ekki dregið nokkra dul á stuðning sinn við "Frelsarann mikla" Barack Obama. Ekki frekar en RÚV og flestir aðrir fjölmiðlar hins vestræna heims, sem dásama Obama og öll umframprósentin hans (?) en leggja sig í líma við að flytja neikvæðar fréttir af McCain-framboðinu. Tvískinnungur fjölmiðlanna er augljós því hann felst í flytja níð um framboð McCain svo þeir geti síðar staðið á því að "jafnræði" hafi ríkt í fjölda frétta af frambjóðendunum.

Þó getur enginn fjölmiðill bent á að trú þeirra á Obama byggist á nokkru öðru en óskhyggju. Hann hefur aldrei sýnt sjálfstæðan vilja í nokkurri atkvæðagreiðslu í Öldungadeild og í raun aldrei átt aðild að nokkru þingmáli sem skiptir sköpum. Hann skrifaði tvær ævisögur til að skapa sér ímynd, en hann hefur aldrei enst meira en tvö ár í nokkru starfi. Af þeim 4 árum sem hann hefur setið í Öldungadeild hefur hann eytt tveimur í að undirbúa sig fyrir forsetaembættið.

"Fagurt galaði fuglinn sá" var einu sinni sungið. Þá gerðu menn sér grein fyrir að aðeins var um sönglag var að ræða. Nú fylgir fjölmiðlahjörðin fagurgalanum.


mbl.is McCain blæs á skoðanakannanir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Snarpur pistill hjá þér, Ragnhildur, með óvæntum sjónarhornum. Ég skrifaði annan undir heitinu Áfram, repúblikanar! Enn er von um sigur, stríddi þar vinstrimönnum, sem áttu það skilið, um leið og ég benti á, að sumar (jafnvel marktækustu?) skoðanakannanir sýna ekki nema 1–1,1% mun á fylgi frambjóðendanna. – Með góðri kveðju,

Jón Valur Jensson, 27.10.2008 kl. 05:59

2 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Kærar þakkir, Jón Valur. Það er dapurt að fylgjast með því hvað fjölmiðlar láta teyma sig. Greinilegt að fjölmiðlafólk treystir ekki almenningi til að mynda sér sjálfstæða skoðun. Því er McCain og Sara Palin nídd og hædd við hvert tækifæri á meðan Obama er settur á stall. Ef einhver vogar sér að setja spurningarmerki við gerðir hans og félaga hans þá eru menn vændir um kynþáttafordóma eða kommafóbíu. - Fjölmiðlar hafa allt niðrum sig í þessu máli.

Ragnhildur Kolka, 27.10.2008 kl. 09:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ragnhildur Kolka
Ragnhildur Kolka
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband