Leita í fréttum mbl.is

Deja Vu hjá IMF

 

Það er eins og mig minni að ég hafi heyrt þessa frétt áður. Er nema eitt og hálft eða tvö ár síðan ástkona varð bankastjóra Alþjóðagjaldeyrissjóðsins  að falli. Þáði víst sérmeðferð bankastjórans við starfslok. Þá geltu allir blóðhundar hins vestræna heims og sýndu tennurnar. Bankastjórinn baðst afsökunar en allt kom fyrir ekki blóðhundarnir vildu blóð. Paul  Wolfowitz varð að segja af sér af því að "siðferðisvitund" samstarfsmanna hans umbar ekki návist svo spillts manns. Ólíkt  Dominique Strauss-Kahn var Wolfy þó bæði frjáls maður og sjálfráða og þurfti ekki að ráðfæra sig við eiginkonu vegna hliðarspora.

Afsökunarbeiðni DSK er ekki ósvipuð afsökunarbeiðni Wolfowitz: "þótt þetta atvik lýsi dómgreindarskorti af minni hálfu sem ég axla fulla ábyrgð á, er ég sannfærður um að ég hef ekki misbeitt því valdi, sem staða mín felur í sér". Í mínum eyrum eru þessar afsökunarbeiðnir bankastjóra farnar að hljóma allar eins. Allir axla ábyrgð en enginn hefur brotið neitt af sér. Manni er farið að renna í grun að þessi setning sé kennd í banka(stjóra)skólanum

Nú verðum við víst bara að bíða og sjá hvort framhjáhald Fransmannsins kallar blóðhundana til baka eða hvort aðrar reglur gilda um evrópska bankastjóra en þá amerísku.


mbl.is Strauss-Kahn biðst afsökunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Hefði betur tékkað á hlutverkaskiptingu alþjóðlega bankakerfisins áður en ég sló þessu föstu. Breytir þó ekki að þessir bankastjórar eiga í vandræðum með að aðskilja starfsmannastjórnun frá buxnaklaufinni.

Og eftir stendur spurningin: fær sá franski aðra meðferð en Wolfowitz?

Ragnhildur Kolka, 21.10.2008 kl. 08:24

2 Smámynd: Sigurgeir Orri Sigurgeirsson

Mig grunar að hann fái sérmeðferð. Hann er ekki vinur Bush er það nokkuð?

Sigurgeir Orri Sigurgeirsson, 22.10.2008 kl. 10:08

3 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Og mig grunar að þú hafir rétt fyrir þér. Sé ekki betur en þetta sé dautt mál nú þegar. Í það minnsta er frúin búin að fyrirgefa honum ef marka má blogg hennar:

"For my part, this one night stand is now behind us; we have turned the page,"

Ef frúin fyrirgefur og franskir pólitíkusar líka, því skyldu þá ekki hinir skinhelgu vinnufélagar gera það.

Ragnhildur Kolka, 22.10.2008 kl. 21:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ragnhildur Kolka
Ragnhildur Kolka
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband