Leita í fréttum mbl.is

Hvað er að fuðra upp?

Eftir margra vikna óhróðursskrif um McCain og Palin er mbl.is nú að "dýpka" umræðuna um forsetakosningarnar í Bandaríkjunum. Síðan fær fjöður í hattinn fyrir að senda stórskotaliðið inn á vígvöllinn. Karl Blöndal er enginn viðvaningur í fréttaskrifum, kann að setja fram boðlega frétt en kryddað hana jafnframt með sínu sjónarhorni (sjónarhorni mbl.is eða Morgunblaðsins?); láta líta út sem um hlutlausa umfjöllun sé að ræða, en velja vandlega það sem fram kemur. 

Kannski hefur mbl.is opinberlega lýst yfir stuðningi við Barack Obama og þá ber að virða það, en mér vitanlega hefur það ekki verið gert. Stuðningur síðunnar hefur, rétt eins og stuðningur stóru fjölmiðlanna í Bandaríkjunum falist í því að flytja niðrandi fréttir af McCain og Palin á sama tíma og þagnarmúr er sleginn um hinn sérkennilega vina- og stuðningsmannahóp Obama. Ég set hér link á síðu sem gerir örlitla grein fyrir náunga sem hefur verið í bakgrunni Obama yfir nokkuð langan tíma  eða ~ 15 ár. Síðan vísar áfram í heimildir sem menn geta kynnt sér. Taka má fram að Stanley Kurtz sá sem barðist fyrir að fá aðgang að Annenberg skjölunum í Chicago, til að kanna tengsl Obama við Ayer, fékk álíka mannorðsmorðs útreið af hendi stuðningsmanna Obama og píparinn sem spurði Obama einfaldrar spurningar um skattastefnu hans. mbl.is kastaði sér inn í þá óhróðursherferð með miklum gleðilátum og sporðaköstum. Fréttamat sem þar opinberaðist er ekki til að auka veg og virðingu þeirra sem að því stóðu. 

Smá lesning um Ayer:    http://talkstraight.org/tag/maria-warren/

Karl Blöndal fer vel af stað með útskýringuna á gangi mála í kosningabaráttunni en hallar þó máli annað slagið. Hann veit að kannanirnar eru gerðar á mismunandi forsendum. Sumar taka til flokksbundinna eingöngu aðrar taka óflokksbundna með og enn aðrar taka til líklegra kjósenda. Það er satt að Obama hefur haft yfirburði yfir McCain um nokkurt skeið en það er langt í frá að hann hafi "haft minnst sjö prósentustiga forskot á McCain". Samkvæmt realclearpolitics, sem leggur saman niðurstöður kannana hefur umframfylgi Obama farið hæst í 7.4% og er núna 4.9%, lækkandi. 

NYT var einu sinni virt dagblað en er nú lítið annað en dula eða það sem kaninn kallar "rag sheet". Með því að vitna í kjörmannakönnun könnun NYT er Karl að gefa orðum sínum meira vægi. Það var þó alveg óþarfi, því á meðan Obama mælist með yfirburði í könnunum þá er fylgi kjörmanna í samræmi við það. Reyndar hefði Karl getað slegið enn fleiri keilur með því að vitna í kjörmannatölu síðunnar FiveThirtyEight.com. Þar hefur Obama 347 kjörmenn. En eins og allir vita eru kjörmenn ekki taldir fyrr en upp úr kjörkössum.

Ásökunin um "drepið hann" átt ekki við rök að styðjast eins og kom fram eftir rannsókn. Einfaldur kosningaáróður sem hrundið var af stað af stuðningsliði Obama og má kannski flokka undir endurteknar tilraunir þeirra til að vekja upp drauginn um kynþáttafordóma. Meinta fordóma McCain-fólksins gagnvart Obama. Eina könnunin sem ég hef séð taka á því máli snýst um "dulda" fordóma demókrata sem "hugsanlega" gætur kostað hann stuðning 6% í kjörklefanum.

Karl slær því föstu að "árásir" McCain  á Obama eigi þátt í að "kosningabarátta McCains virðist vera að fuðra upp". Hann hefur ekki verið að fylgjast með könnunum eftir síðustu kappræður þeirra félaga. Í þrjá daga hefur Gallup verið að sýna 2% fylgismun á þeim félögum.

Jú, það er rétt hjá Karli að fólk er þreytt á neikvæðninni, en Ameríkanar eru heldur ekki einhverjir sauðir sem láta teyma sig áfram. Þeir eru t.d. ekki jafn tryggir flokkunum sínum og Íslendingar. Þeir trúa enn á ýmis gildi sem þykja orðið hallærisleg hér hjá okkur menningarvitunum. Þeim líkar ekki að stjórnmálamenn reyni að breiða yfir skoðanir sínar með orðagjálfri. Þótt mbl.is hafi ekki séð fréttina sem fólst í Jóa pípara, þá gerir fólk í Bandaríkjunum sér grein fyrir því hvað Obama sagði og þeim líkar ekki að mannorð manns sé dregið í skítinn fyrir það eitt að spyrja sjálfsagðrar spurningar. Obama og Biden er nú hegnt fyrir að hæðast að þessum alþýðu manni.


mbl.is Síðasta atlaga McCains
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Herra

Hvað meinarðu þegar þú segir "Obama og Biden er nú hegnt fyrir að hæðast að þessum alþýðu manni"?

Herra, 19.10.2008 kl. 23:21

2 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Þeir sem koma fram undir nafnleyndb eða með útmáð andlit eiga, í raun engan rétt á svörum. Svar við spurningunni er þó að finna í textanum.

Þar kemur fram að yfirburðir Obama hafa farið úr 7.4% í 4.9%. Það hefði þó mátt fylgja með að þetta gerðist á innan við viku. Í upphafi þeirrar viku átti samtal Obama og Joes sér stað. Eftir það reyndi Obama að hrista af sér orð sín og í þeirri atrennu gerði hann lítið úr Joe. Biden bætti um betur og hló að "bjálfanum" í sjónvarpsútsendingu.  

Sá hroki sem þarna kom fram fer ekki vel ofan í fólk.

Ragnhildur Kolka, 20.10.2008 kl. 19:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ragnhildur Kolka
Ragnhildur Kolka
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband