Leita í fréttum mbl.is

Trú og vinir

Það þykir víst lýsa gáfum að vera fullur fordóma gagnvart fimm barna móður, sem er þar að auki (guð forði mér) kristin. Dýpra sekkur varla nokkur maður. Nema þá helst að honum verði á að lýsa stolti á þjóð sinni og vilja til að standa vörð um hana.

Ég man móðursýkina hér fyrir 4 árum, þegar Bush og Gore (eða Bore og Gush eins og Rushdie kallaði þá) þreyttu kappi. Gore, sem aldrei hafði unnið sér neitt til frægðar en að halda buxnaklaufinni lokaðri, var þá yndi allra. Hann hefur síðan verið tekinn hér í guða tölu fyrir trúboð sitt um illsku mannanna. Guðir eru OK svo fremi þeir heita ekki Kristur.

Nú gengur enn ein trúarbylgjan yfir. Engir þrá meira en vistri menn að trúa, þótt þeir telji sig þess umkomna að hæðast að fólki sem trúir á Guð. Barack Obama hefur tekið við af Gore. Obama þarf ekkert að gera nema birtast annað slagið og tala mjúkum rómi yfir mannfjöldann. Hann fer vel með texta.

Það liggur bara ekkert eftir hann sem hann getur státað sig af. Engin löggjöf sem hann hefur átt hlutdeild í skiptir máli. Hann hefur alla tíð farið með veggjum.

Hann reyndi hins vegar ítrekað að stöðva gildistöku laga um aðhlynningu ungbarna sem fæðst hafa lifandi eftir fóstureyðingu, s.k. "born alive" löggjöf sem Illinois þing hafði til umfjöllunar þegar hann sat þar. Að hans mati bar að virða vilja móður, leggja börnin til hliðar og láta líf þeirra fjara út frekar en að hlú að þeim. Best gæti ég trúað að Obama  sé líka á móti dauðarefsingum.

"Seg þú mér hverjir vinir þínir eru og ég segi þér hver þú ert". Vinahópur Obama er litskrúðugt lið. Presturinn Wright sem boðar Black Panther trú og ákallar Guð um að fordæma Bandaríkin. Hann er annar af tveimur andlegum leiðbeinendum Obama.

Hinn er  terroristinn William Ayer sem í nafni félagslegs réttlætis gerði tilraunir til að sprengja upp valdastofnanir Bandaríkjanna, þ.m.t. þingið. Pólitísk innræting ungviðisins og pólitísk valdbeiting eru á stefnuskrá hans. Tilraun Obama til að beita réttarkerfinu gegn málfrelsi eins og nýleg dæmi frá Missouri sýna er angi af þessari valdbeitingaráráttu kommúnista. Obama sat við fótskör þessa manns og meðtók boðskapinn. Það var Ayer sem ýtti pólitískum ferli Obama úr vör.

Og svo er það náttúrlega Chicago gangsterinn Tony Rezco. Tony var bæði skjólstæðingur lögmannsstofu Obama og "velgjörðamaður" hans í fjárfestingum. Hann situr nú af sér dóm fyrir fjármálaspillingu.

Mér er ekki eins tamt og vinstri mönnum að skipta um trú . Ég vel að meta orð og gerðir þegar ég mynda mér skoðun á fólki. Obama hefur ekkert gert sem ég get metið virðingarvert. Á meðan staðan er þannig styð ég framboð McCain og skammast mín ekki fyrir það. Innkoma Palin gefur glögga sýn á tómleika orða vinstrimanna gagnvart jafnrétti kynjanna. Það er eitthvað ótrúlega orwellskt við þá orðræðu.


mbl.is Palin ræðst á Obama
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: MacGyver

Það hefur ekki verið eitt einasta neikvætt orð sagt um kyn forsetaframbjóðandanna. Ef fólk heldur því fram að Palin hafi verið gagnrýnd útaf kyn hennar þá held ég að það sé ekki hægt að kalla þetta fólk eitthvað annað en kollruglað.

 Obama var svo á móti Born Alive klásúluna í Illionois vegna þess að það skorti nákvæm skilyrði um af þessa klásúla væri ekki notið til þess að snúa Roe vs. Wade.

 Svo er það þannig að einu samskipti Obama hefur við Ayers er að hann býr á sömu götu og að þeir hafa báðir tekið þátt í sömu góðgerðarmálum. Að halda því fram að þeir séu einhvers konar nátengdir vinir er bara hrein lygi.

Svo vann Obama sem lögfræðingur. Gæpamenn þurfa lögfræðinga þegar þeir verða kærður.

MacGyver, 5.10.2008 kl. 14:23

2 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Það þarf ekki að tönglast á orðinu "kona" til að umræðan sé sexist. Nóg að segja að 5 barna móðir eigi bara að halda sig heima. Áherslan á útlit; hár, gleraugu og líkamsbyggingu segir sitt. Hótanir um að hún verði "gang-raped" láti hún sjá sig á Manhattan hjálpa ekki.

Klásúlan er eftir-á-skýring Obama. Lögin sem samþykkt voru á Washingtonþinginu höfðu hana inni. Punkturinn í þessu er að löggjöfin snérist um að verja börn sem fæðast lifandi eftir "fóstur"eyðingu (og eru talin lífvænleg), séu ekki afgreidd eins og hvert annað affall. Obama greiddi ítrekað atkvæði gegn frumvarpinu.

Annenberg skjölin á bókasafni Chicagoborgar gera grein fyrir samskiptum Obama og Ayers og þau voru nokk meiri en rabb nágranna yfir girðinguna. Ayer bauð líka til kynningarveislunnar þegar framboð Obama til Öldungadeildarinnar fór af stað.

Það er rétt hjá þér að jafnvel glæpamenn eiga rétt á verjendum, en verjendurnir eiga bara að þiggja laun fyrir sína vinnu, ekki persónulega greiða. Hvað þá heldur fyrirgreiðslu til milljóna fjárfestinga.

Ragnhildur Kolka, 5.10.2008 kl. 14:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ragnhildur Kolka
Ragnhildur Kolka
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband