Leita í fréttum mbl.is

Góðverk á gervihnattaöld

Mogginn flytur okkur fréttir af því að "mannvinirnir" í félaginu Ísland-Palestína hafi tekið höndum saman við  Félag Múslima á Íslandi og fært flóttafólkinu á Akranesi rausnarlega gjöf. Gervihnattadiska og móttakara  svo þessir nýju "Íslendingar" geti nú fylgst með fréttum að "heiman". Hvers er að sakna að "heiman"? Vorum við ekki að bjarga þeim úr ömurlegustu mögulegu aðstæðum í ömurlegustu flóttamannabúðum heims?

Mogginn slær þessu upp sem mikilli gleðifrétt. En skammtímaminnið er alsráðandi hjá Morgunblaðinu þessa dagana. Stagast er á því að fólkið sé palestínskt. Þó vita allir að enginn í þessum hópi er fæddur í Palestínu og vafasamt að nokkur þeirra hafi drepið fæti þar niður. Það er viljandi gert að orða hlutina svona, þannig má horfa framhjá þeirri staðreynd að Írakar, sem tóku við forfeðrum þeirra hafa brugðist skyldum sínum. Eins og aðrir nágrannar hafa þeir meinað þessu fólki um eðlileg borgaraleg réttindi, aldrei leyft þeim að aðlagast menningu sinni eða þjóðfélagi, aldrei axlað skyldur sínar sem veitendur. Kynslóðir fæðast og deyja í löndunum fyrir botni Miðjarðarhafs án þess nokkurn tíman að rísa upp úr stöðu hreppsómagans.  SÞ sjá svo um meðlagsgreiðslurnar.

En það er önnur hlið á þessari frétt sem enn síður á að horfa framhjá. Það er sú hlið sem snýr að svokallaðri "aðlögun". Aðlögun einstaklinga að því umhverfi sem þeir lifa í er nauðsynleg svo samfélagið megi ganga hnökralaust fyrir sig. Á þessu hamra grannar okkar þegar spurðir ráða um hvernig komast megi hjá menningarlegum árekstrum.

Reyndar var drepið á þennan þátt í fréttinni, en á annan hátt en maður hefði búist við. Haft er eftir formanni Ísland-Palestína að ""(V)ið viljum bara gera allt til að auðvelda þeim dvölina og aðlögun að umhverfinu hér". Hvað skyldi formaðurinn eiginlega eiga við með þessum orðum? Hvernig styður gervihnattasjónvarp við menningarlega aðlögun fólks? Ef eitthvað kemur í veg fyrir aðlögun innflytjenda (múslima eða annarra) er það sú menningarlega einangrun sem gervihnattasjónvarp flytur með sér.  

Í Evrópu alast heilu kynslóðir innflytjenda upp við slíkan menningarlegan aðskilnað. Við höfum horft á afleiðingarnar; uppþot og óöld ungmenna sem glatað hafa rótum sínum og geta hvorki verið né farið. Væri ekki betra að tala við fólk, leika við börnin og kynna þau fyrir þeim menningarheimi sem stendur þeim hér til boða, frekar en að stilla þeim upp fyrir framan sjónvarpsskerm og láta sem um góðverk sé að ræða.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ragnhildur Kolka
Ragnhildur Kolka
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband