Leita í fréttum mbl.is

Ég labbađi upp á Laugaveg um daginn

Hvađ er ţetta eiginlega međ Laugaveginn. Ţađ er eins og allt verđi vitlaust í hvert sinn  sem eitthvađ á ađ gerast á Laugaveginum. Nú síđast sprengjuhótun. Er gleđigangan ekki bara yfirvarp, vilja menn ekki bara losa sig viđ ţetta bitbein í eitt skipti fyrir öll.

En án alls gríns, Laugavegurinn er mín gata. Hvern laugardag sem guđ gefur (svo til)  tek ég mér göngu upp eftir Laugaveginum - skođa í búđarglugga - skođa mannlíf - kaupi grćnmeti í Bónus og rölti svo aftur til baka og fć mér tvöfaldan expresso á einhverju kaffihúsinu. Ég ţekki ţví Laugaveginn nokkuđ vel.

Eins vćnt og mér ţykir um Laugaveginn sé ég ađ ţađ má bćta hann. Ţví hef ég ekkert á móti ţví ađ hann taki einhverjum breytingum. Öfgafriđunin sem nú er í tísku er međ ólíkindum, en ţessi strandađi hvalur sem vinningstillagan er mun ekki bćta Laugaveginn. Til ţess ber tillagan of mikinn Chaucesko-svip. Hún kćfir allt umhverfiđ og brýtur upp smábćjarbraginn sem gerir Laugaveginn svo ađlađandi.

Hugmyndir Grikkja um fegurđ hlutfallanna hefđu mátt vera arkitektunum ofar í huga og stórmennskudraumar rektors Listaháskólans hefđu ekki átt ađ hafa svona mikiđ vćgi í tillögunni. 

Frá fyrsta degi hefur rektor hamrađ á ţví ađ Listaháskóli ţurfi ađ vera ţar sem kaffihúsin séu - hann ţurfi ađ vera allur undir einu ţaki. Hvorug krafan hljómar sannfćrandi í mín eyru. Kaffi má drekka hvar sem er og sköpun er hvorki bundin stađsetningu né einstökum húsum.

Sem vekur kannski upp spurninguna; hvers vegna getur allt ţetta "skapandi" fólk ekki skapađ sér umhverfi til ađ skapa í?


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Beturvitringur

Mikiđ lifandis skelfing ţótti mér vćnt um ađ lesa pistilinn ţinn.  Ţú ert ekki međ neinn "ćsing"  en segir bara frá: "...ţessi strandađi hvalur..."  

Laugavegurinn er ađ vissu leyti "vegur allra landsmanna" sem ađalgata í einu borg landsins. Vísu eru ţínir líkir nánari honum međ ţví ađ klappa honum daglega.

Eftirlćtis umsögnin sem ég hef heyrt um vinningstillöguna:

"Ţetta er eins og risastór örbylgjuofn"   !!!!

Beturvitringur, 1.8.2008 kl. 02:05

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Ragnhildur Kolka
Ragnhildur Kolka
Nóv. 2024
S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband