Leita í fréttum mbl.is

Áhyggjur Össurar!

Fréttablaðið hendir á loft bloggfærslu Össurar Skarphéðinssonar í blaðinu í dag. Össur leggur þar til að bjóða eigi út orkuvinnslu á háhitasvæðum Norðausturlands. Honum virðist sérlega í mun að veita Geysi Green og Enex aðgang að þessari vinnslu.

Við sem fáum fréttir í gengum fjölmiðla héldum að hann hefði endanlega tryggt þessum fyrirtækjum milljarðagróða með samningunum við filipísk stjórnvöld. Nú kemur semsagt á daginn að milljarðarnir voru alls ekki í hendi og þá er aftur biðlað til samningameistarans mikla. Og Össur bregst ekki.

 Það sem vekur þó mesta athygli í fréttinni og sem hlýtur að vera umhugsunarefni fyrir þá sem enn trúa því að Samfylkingin hafi meint eitthvað með stefnuskrá sinni um Fagra Ísland, er að Össur lýsi svona afdráttarlausum áhyggjum um að dráttur geti orðið á orkuafgreiðslu til Bakka ef Landsvirkjun hysji ekki upp um sig  - eða hvernig túlkar maður orð ráðherrans öðruvísi. "Og ég segi bara hreint út að ég veit ekki hvernig þeir ætla að vera tilbúnir með orku á Bakka með þessu áframhaldi".

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ragnhildur Kolka
Ragnhildur Kolka
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband