Leita í fréttum mbl.is

Varð RÚV fótaskortur á tungunni?

Evrópusambandsaðild hefur verið mál málanna undanfarið, þ.e.a.s þegar ekki hafa verið mótmælastöður við dómsmálaráðuneytið eða einhverja fjallakofa.

Regluverk ESB er nú þegar að flækjast fyrir okkur og ekki mun það minnka ef af inngöngu verður. Því er það nokkuð sérkennilegt að fylgjast með kröfum fólks um sértækar lausnir þegar það þráir ekkert eins heitt og ódýrar kjúklingabringur og regluverk ESB. Í Evrópusambandinu gildir hið almenna.

Við höfum smjörþefinn af því í nösunum núna þegar sambandið er að herða reglur um innflytjendur og dvalarleyfi fólks.

Fjölmiðlar hafa ekki haft mikið fyrir því að upplýsa hvað tapast við að ganga inn í sambandið. Í fárinu sem geisaði hér í upphafi mánaðar gerðust fjölmiðlar gjallarhorn fyrir mótmælendur sem kröfðust undanbragðalaust dvalarleyfis fyrir sjálfskilgreinda "flóttamenn". Engin tilraun var gerð til að afla utanaðkomandi upplýsinga um staðhæfingar "flóttamannanna"; allt tekið gott og gilt (sem það kannski er, en um það dæmi ég ekki).

Utanríkisráðherra tók þátt í mótmælaaðgerðunum með því að kasta rýrð á vinnubrögð vina sinna á Ítalíu, sem hún þó þráir sem heitast að komast í sæng með undir handleiðslu 35.000 embættismanna í Brussel. Eftir þetta er erfitt að trúa að Ítalir verði fyrstir til að greiða atkvæði með umsókn hennar um sætið í Öryggisráðinu. Slettirekuskapurinn er með eindæmum.

En stuðningsmenn Kenýjamannsins hafa nú hert róðurinn, vísir.is flytur daglegar fréttir af bréfalúgu lögmanns hans og til að krydda fréttirnar fáum við nú að vita allt um hreinlætisaðstöðuna í þjáningarbúðunum á Ítalíu. Þrisvar sinnum í sturtu á dag, hvað skyldu sárþyrstir landar hans segja um það? RÚV bætti um betur og leggur nú allan heiminn undir; Bretland, Taíland og Tyrkland.

Vegna allra þeirra sem telja hið sértæka gilda um Íslendinga, en bíða þó óþreyjufullir eftir þjóðaratkvæðinu um ESB aðildina vil ég benda á lokaorð féttamanns RÚV í kvöld, en hann sagði: "vegabréfsáritun til Íslands er sjálfkrafa, um leið, áritun til allra hinna ríkjanna í Schengen samstarfinu".

Ítök ESB er víða að finna og þetta er áminning um það sem koma skal. Trúir einhver því að það verði auðveldara að vera Íslendingur innan Evrópusambandsins?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eiður Svanberg Guðnason

Fréttaflutningur  RÚV  af  "flóttamanninum" frá Kenýa hefur  verið fádæma ófaglegur. Fréttamaður   RÚV lauk viðtali  við "mótmælanda"  fyrir utan dómsmálaráðuneytið á  dögunum með orðunum: "Gangi ykkur vel".Í kvöldfréttum í kvöld var þjóðinni  sagt ,að maðurinn væri     "slæmur í bakinu". Afar sérkennilegt.

Eiður Svanberg Guðnason, 23.7.2008 kl. 21:51

2 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Innilega sammála þér. Þess vegna þótti mér líka ástæða til að vekja athygli á þessum lokaorðum fréttamannsins í kvöld, því við eigum því ekki að venjast að allar upplýsingar séu lagðar fram þegar fréttamenn baða sig í tilfinningakláminu.

Ragnhildur Kolka, 23.7.2008 kl. 22:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ragnhildur Kolka
Ragnhildur Kolka
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband