Leita í fréttum mbl.is

Hvað kostar Samfylkingin Grindvíkinga?

Við erum í lægð. Við erum í fréttalægð. Fjölmiðlafólk situr nú fyrir framan spegla sína og þvær tertuna af andlitinu eftir að hafa orðið uppvíst að því að eyða tíma okkar í að fylgjast með spunaverki sem sviðsett hefur verið á tröppum dómsmálaráðuneytisins. Enginn fjölmiðill hafði fyrir því að afla upplýsinga um málið útfyrir stuðningshóp svokallaðs fórnarlambs. Þegar slík alda rís og opinberir aðilar eru úthrópaðir sem illmenni er lágmark að fjórða valdið kanni hvað sé hæft í því sem sagt er.

En fjórða valdið er ekki sérlega atorkusamt þegar kemur að því að fylgja málum eftir eða kanna hvað að baki liggur. Flóttamenn og atvinnumótmælendur eru greinilega trúverðugasta fréttauppsprettan í nútíma samfélagi og því ekki ástæða til að leita lengra. 

Í gúrkunni sem skapaðist við að botninn datt úr mótmælaaðgerðunum hefur ein frétt alveg fallið í skuggann. Það er hin lýðræðislegu meirihlutaskipti í Grindavík. Lýðræðislegu, segi ég, því ég hef ekki heyrt eina einustu rödd hrópa að þarna hafi verið brotið á lýðræðinu. Það er reyndar alveg rétt það hefur ekki verið brotið á lýðræðinu, kjörnir fulltrúar hafa rétt á að velja sér samverkamenn og jafnvel skipta út ef svo ber undir. Það er að segja, ef "rétt" er skipt út.

Að undanförnu hefur skapast sú hefð að leyfilegt er að skipta út sjálfstæðismönnum. Engin hróp, engin læti og fréttaflutningur og bloggheimar baða sig í rjómalogninu. Sé Samfylkingu eða Vinstri grænum skipt úr er enginn endir á umræðunni. Mótmælastöður, svikabrigsl og upphrópanir þar sem fjölmiðlar fylgjast með hverju orði og bera þau viðstöðulaust inn í stofu til okkar.

En ég tók eftir vinkli í þessu Grindavíkurmáli þegar ég setti það í samhengi við ólætin sem átt hafa sér stað hér í Reykjavík. Í vikunni voru kynntar í skipulagsráði tillögur um endurbyggingu á svokölluðum Laugavegshúsum (þ.e. 4 og 6). Húsin sem urðu í raun banabiti "kvartettsins". Dagur B. hefur ekki aldeilis fyrirgefið að honum (og Samfylkingunni) hafi verið skákað út af borðinu. Hann er enn að og sleppir ekki taki á roðinu. Morgunblaðið var með heilsíðufrétt um málið nú í vikunni og allir fjölmiðlar gerðu sjónarmiðum hans góð skil.

Dagur telur að kostnaðaráætlun upp á 200 milljónir fái engan veginn staðist og rifjar upp kostnaðinn af húsakaupunum. Nú veit ég ekki, frekar en Dagur B. hver endanlegur kostnaður verður, en ef við segjum sem svo að Reykjavíkingar þurfi að standa straum af þessu megaklúðri "kvartettsins" og greiða allar 600 milljónirnar, þá kostar það hvern borgarbúa 5000 krónur á mann.

Lítum þá til Grindavíkur. Þar slítur Samfylkingin meirihlutasamstarfi við Sjálfstæðisflokk. Fjölmiðlar rétt eins og bloggheimur hefur lítinn áhuga á þessu saltfisksþorpi suður með sjó. Þar býr þó fólk með pólitískar skoðanir sem gengur til kosninga á fjögurra ára fresti rétt eins og við hér í Reykjavík (svo maður minnist ekki á Bolvíkinga). Fyrir tveimur árum var myndaður meirihluti sem gerði með sér einhvers konar málefnasamning og réði sér faglegan bæjarstjóra. Við hann var gerður starfssamningur, sem eflaust hefur kveðið á um skyldur hans gagnvart bæjarfélaginu og bæjarfélagsins gagnvart honum.

Nú telur oddviti Samfylkingarinnar að Sjálfstæðismenn séu að reyna að gera sér mat úr launasamningnum sem gerður var við þennan faglega bæjarstjóra, sem bærinn þarf greinilega ekki lengur á að halda. Á vefsíðu Sambands íslenskra sveitarfélaga eru gefna upp fólksfjöldatölur, greint eftir sveitarfélögum eins og þær eru 1. desember hvert ár. Árið 2007 voru Grindvíkingar 2.760. Kostnaður hvers Grindvíkings er því rúmar 16 þúsund krónur á mann við það eitt að greiða laun hins faglega bæjarstjóra sem nýi meirihlutinn telur enga þörf fyrir.

Þá er ekki talinn kostnaður við að kaupa upp húseign mannsins, seljist hún ekki innan 6 mánaða eftir að hann lætur af störfum og við vitum öll hvernig húsnæðismarkaðurinn er um þessar mundir. Bætist kostnaður af húsakaupum bæjarins við launakostnað hans þá er upphæðin komin í tæp 31 þúsund á mann. Við erum að tala um kostnað á hvern íbúa sem er 6 sinnum hærri en það sem Reykvíkingar gætu (í versta falli) þurft að greiða fyrir Laugavegshúsin.

Nú má vel vera að oddviti Samfylkingarinnar, sem boðist hefur til að taka á sig störf bæjarstjórans, ætli að gera það í sjálfboðavinnu. Það má þó draga í efa. En vilji oddvitinn fá eitthvað fyrir sinn snúð, þá mun það leggjast ofan á annan kostnað sem Grindvíkingar þurfa að bera vegna málsins. Nú erum við farin að tala um tölu sem þegar hefur losað 100 milljónir og mun leggjast ofan á önnur útfjöld bæjarbú. Líka litla krílisins í næsta húsi, sem varla er farið að opna augun fyrir umheiminum.

Getið þið gert ykkur í hugarlund hvaða mat Dagur B. og félagar gætu gert sér úr þessu efni væri málum snúið við? Eða hvernig fréttamiðlar gætu spilað þar undir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Þessi samningur við bæjarstjórann var gerður af Sjálfstæðisflokknum og Samfylkingunni og þeir flokkar hljóta báðir að bera ábyrgð á þessum arfavitlausa samningi. Það að Samfylkingin hafi slitið samstarfinu frýjar ekki Sjálfstæðisflokkinn af klúðrinu. Að halda öðru fram vitnar ekki um neitt annað en einfeldni viðkomandi.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 15.7.2008 kl. 00:32

2 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Komdu sæll Axel,

ég kannast ekki við að hafa haldið neinu fram um þennan samning. Hvorki að hann sé góður eða vondur. Þannig að þú ert ekki alveg að skilja það sem ég er að segja þarna. Eða kannski viltu bara ekki skilja það.

Það hefur heldur hvergi komið fram að Sjálfstæðisflokkurinn hafi staðið að meirihlutaslitunum, þvert á móti hefur oddviti Samfylkingarinnar gefið þá yfirlýsingu bæði í hljóðvarpi og sjónvarpi (og eflaust öllum dagblöðum)að Samfylking hafi ein og óstudd slitið samstarfinu. Kostnaðurinn sem fellur á bæjarbúa er því allur tilkominn vegna gerða Samfylkingarinnar.

Til að ljúka málinu þarf þó að upplýsa eitt. Það hefur enn ekki komið fram hvaða laun prests/oddvitinn kemur til með að þiggja þegar hann situr á bæjarstjórastólnum. Eru það 700 þús. eins og Grímur Atlason, 800 þús. eins og bæjarstjórinn sem tók við af honum eða 1.2 milljónir eins og  Grindvíkingar voru svo rausnarlegir að borga sínum "gamla" bæjarstjóra. Þetta þarf að koma fram svo að hægt sé að gera sér grein fyrir hver endanlegur kostnaður bæjarbú verður. 

Og svo er það spurning um starfslokasamning og aðrar aukasporslur. Ég efast ekki um að Samfylkingin upplýsi um þetta fljótt og vel, rétt eins og hún lét ekki á því standa að upplýsa um launakjör nýja bæjarstjórans í Bolungarvík.

Ragnhildur Kolka, 15.7.2008 kl. 09:14

3 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Átti að halda áfram ónýtu samstarfi einungis til að losna við kostnað af arfavitlausum bullsamningi við bæjarstjórann? Hefði það ekki verið ábyrgðahluti og "hvað hefði Samfylkingin þá kostað Grindvíkinga" að þínu mati?

Þú vilt greinilega ekki skilja að þeir sem gera samning bera á honum ábyrgð, í þessu tilfelli bæði Sjálfstæðisfl. og Samfylking. Ábyrgðin á því getur aldrei flust til við síðari uppákomur. Sjálfstæðisflokkurinn getur ekki þvegið hendur sínar af samningnum þótt Samf. hafi slitið samstarfinu. Það þarf verulega pólitíska einsýni að sjá það ekki.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 15.7.2008 kl. 12:13

4 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Ég sé Axel, að þú ert fullkomlega sáttur við að leggja þennan kosnað á Grindvíkinga. 

Þú segir: " Átti að halda áfram ónýtu samstarfi einungis til að losna við kostnað af arfavitlausum bullsamningi við bæjarstjórann? Hefði það ekki verið ábyrgðahluti".  Það hefur ekkert komið fram um að samstarfið hafi verið "ónýtt". Oddvitinn varðist allra frétta um það. Og svona rétt til að rétta hjá þér kúrsinn þá má benda á að "Bullsamningurinn" sem þú kallar er enn í fullu gildi. Svo ekki var verið að rifta honum.

Hvernig væri að þú upplýstir mig um hver launakjör oddvita Samfylkingarinnar í Grindavík eru. Það mundi gefa mér hugmynd um hver kosnaður Grindvíkinga er af þessu góðverki Samfylkingarinnar.

Ragnhildur Kolka, 15.7.2008 kl. 12:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ragnhildur Kolka
Ragnhildur Kolka
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband