Leita í fréttum mbl.is

Samfélagssmiðir í yfirvinnu

Barnaheimilisuppeldið er nú þegar farið að skila sér til samfélagssmiðanna sem aldrei sofnuðu á verðinum. Þeim þessum sem kröfðust geymslustaða fyrir börnin svo foreldrarnir gætu gleymt skyldum sínum og látið "sérfræðingum" eftir að sinna uppeldi og fræðslu barnanna.

Við þekkjum söguna hér og hún er svipuð annars staðar þar sem álíka þenkjandi fólk er við völd. Við vitum líka að menntun, félagsþroski og tillitssemi við náungann hefur ekki fylgt eftir eins og boðað var.

Aldrei fleiri börn eiga við félagsleg vandamál að stríða og alvarlegri í þokkabót. Skemmst er að minnast viðtals sem Morgunblaðið átti við félagsfræðing fyrir 2-3 árum sem hélt því fram að hún væri nú að upplifa að börn, allt niður í 7-8 ára aldur sæju engan tilgang með lífinu. Er hægt að hugsa sér eitthvað dapurlegra en þetta?  

En gömlu samfélagssmiðirnir eru ekki aldeilis hættir enn. Nýjustu fréttir úr ríki Gordons Brown segja okkur að ríkisstjórnin leggi nú fé í að "afnema mörk milli manna". Útrýma kynþáttahatri með því að taka á málinu af festu og flytja smiðjuna inn á vöggustofurnar.

Leikskólakennarar hafa fengið þau boð að tilkynna til yfirvalda ef börn í þeirra umsjá, 3ja ára og eldri, fúlsa við framandi fæðu. Það er talið vera merki um að dulinn kynþáttarhatari búi í barninu sem geri svo vart við sig síðar á ævinni.

Leiðbeiningabæklingur upp á 366 síður á að hjálpa við að hafa upp á þessum upprennandi rasistum og á starfsfólk barnauppeldisstöðva að vera vakandi fyrir hvers kyns "afbrigðilegheitum" og tilkynna hvert tilvik. Og skulu þeir hvergi draga af sér í þeim efnum.

Hvenær megum við eiga von á að samfélagssmiðirnir okkar, Samfylking og VG gefi út sína 366-blöðunga?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ragnhildur Kolka
Ragnhildur Kolka
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband